Fréttablaðið - 15.04.2014, Síða 10

Fréttablaðið - 15.04.2014, Síða 10
15. apríl 2014 ÞRIÐJUDAGUR| FRÉTTIR | 10 ÚKRAÍNA Oleksandr Túrtsjínov, sem til bráðabirgða gegnir for- setaembætti í Úkraínu, hringdi í gær í Ban Ki-moon, fram- kvæmdastjóra Sameinuðu þjóð- anna, og fór þess á leit að frið- argæslusveitir yrðu sendar til austurhluta landsins. Aðskilnaðarsinnar, hliðholl- ir Rússum, hafa lagt undir sig stjórnsýslubyggingar í nærri tíu borgum í austanverðu landinu. Um helgina buðu stjórnvöld þeim sakaruppgjöf láti þeir bygg- ingarnar af hendi og hætti upp- reisn sinni. Frestur var gefinn þangað til í gær en aðskilnaðar- sinnarnir önsuðu engu og réðust þess í stað inn á lögreglustöð í borginni Horlivka. Úkraínustjórn sakar stjórn- völd í Rússlandi um að standa á bak við ólguna í austanverðri Úkraínu, í þeim tilgangi að auð- velda sér að innlima austurhér- uðin með svipuðum hætti og Krímskaga. Ráðamenn á Vestur- löndum hafa sumir tekið undir þessar ásakanir. Meirihluti íbúa austurhérað- anna er rússneskur eða rúss- neskumælandi og meðal þeirra virðist vera einhver stuðningur við að Rússland innlimi þessi héruð. Á neyðarfundi Öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna á sunnudag skoruðu Rússar á Úkraínustjórn að standa ekki við hótanir um að beita hervaldi gegn aðskilnaðar- sinnum. Í gær hittust svo utanríkisráð- herrar Evrópusambandsríkjanna í Lúxemborg til að ræða frekari refsiaðgerðir gegn Rússlandi. Reuters-fréttastofan hafði eftir Laurent Fabius, utanríkisráð- herra Frakklands, að til greina kæmi að leiðtogar ESB hittust í næstu viku til þess að samþykkja nýjar refsiaðgerðir. Síðar í vikunni hefur svo verið boðað til fundar í Genf um mál- efni Úkraínu, þar sem fulltrúar frá Bandaríkjunum, Rússlandi, Evrópusambandinu, Úkraínu og Sviss ætla að reyna að leita lausna. gudsteinn@frettabladid.is Úkraína óskar eftir friðargæsluliðum Aðskilnaðarsinnar í austanverðri Úkraínu létu úrslitafrest stjórnvalda í gær sem vind um eyru þjóta. Í staðinn fyrir að láta herteknar stjórnsýslubyggingar af hendi í skiptum fyrir sakaruppgjöf réðust þeir inn á lögreglustöð í Horlivka. LÖGREGLUSTJÓRI HANDTEKINN Aðskilnaðarsinnar réðust í gær inn í lögreglustöðina í Horlivka og handtóku lögreglustjórann þar. NORDICPHOTOS/AFP Nóvember: Viktor Janúkovítsj forseti, sem naut stuðnings meðal rúss- neskumælandi íbúa í austanverðu landinu, hættir við samning við Evrópu- sambandið. Desember: Mótmæli Evrópusinna í vestanverðu landinu hefjast gegn Janúkovítsj. Febrúar: Janúkovítsj flýr land. Ólga hefst í austanverðu landinu. Að- skilnaðarsinnar á Krímskaga ná stjórnarbyggingum á sitt vald. Mars: Íbúar Krímskaga samþykkja að lýsa yfir sjálfstæði. Rússar innlima Krímskaga. Apríl: Íbúar fleiri héraða í austanverðri Úkraínu hefja aðskilnaðarbaráttu. Atburðir vetrarins - snjallar lausnir 545 3200 wise.is sala@wise.isGold Enterprise Resource Planning Silver ndependent Software Vendor ( SV) Borgartún 26, Reykjavík » Hafnarstræti 102, Akureyri sími: 545 3200 » wise@wise.is » www.wise.is Dynamics NAV er einn mest seldi bókhaldshugbúnaður á Íslandi í dag. Wise er í fararbroddi í upplýsingatækni með sérstaka áherslu á ráðgjöf, hugbúnaðargerð og innleiðingar ásamt öflugri og persónulegri þjónustu. Fjölbreyttar lausnir á sviði fjármála, viðskiptagreindar, verslunar, sérfræðiþjónustu, sjávarútvegs, sveitarfélaga og flutninga, sem einfalda þér þitt hlutverk. Sími 412 2500 - sala@murbudin.is - www.murbudin.is GÆÐAMÁLNING Mako pensill 50mm 225 Deka Gólfmálning grá 3 lítrar 4.295 Deka Spartl LH. 3lítrar 1.990 Kletthálsi Reykjavík Reykjanesbæ Deka Pro 10 Innimálning. 10 lítrar 6.995 LF Veggspartl 0,5 litrar 795 DekaCryl 7 Innimálning. 10 lítrar 5.995 Deka Pro 4. Veggja- og loftamálning. 10 lítrar 5.795 GÓÐ Þ VOTTA HELDN I Deka Meistaralakk 70 Akrýllakk. hvítt. 1 líter 1.895 Bakki, 25 cm rúlla, grind og pensill. - Sett 1.595 – G Ó Ð U R Á B R A U Ð – Í S L E N S K U R Ábendingahnappinn má finna á www.barnaheill.is

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.