Fréttablaðið - 12.05.2014, Blaðsíða 4
12. maí 2014 MÁNUDAGUR| FRÉTTIR | 4
AUGLÝSINGADEILDIR FRÉTTABLAÐSINS– AUGLÝSINGASTJÓRI: Jón Laufdal jonl@frettabladid.is ALMENNAR SÍMI 512-5401: Hjördís Zoëga hjordis@frettabladid.is,
Hlynur Þór Steingrímsson hlynur@365.is, Laila Awad laila@365.is, Sverrir Birgir Sverrisson sverrirbs@365.is, Örn Geirsson orn.geirsson@365.is
FÓLK/LÍFIÐ/SÉRBLÖÐ SÍMI 512-5402: Atli Bergmann atli.bergmann@365.is, Bryndís Hauksdóttir bryndis@365.is, Jón Ívar Vilhelmsson jonivar@365.is, Kolbeinn Kolbeinsson kolli@365.is,
FÓLK OG SÉRBLÖÐ EFNI: Sólveig Gísladóttir solveig@365.is og Vera Einarsdóttir vera@365.is RAÐAUGLÝSINGAR /FASTEIGNIR SÍMI 512-5403: Hrannar Helgason hrannar@365.is,
Viðar Ingi Pétursson vip@365.is ÞJÓNUSTUAUGLÝSINGAR SÍMI 512-5407: Arna Rut Kristinsdóttir arnarut@365.is, Sigrún Helga Guðmundsdóttir sigrunh@365.is
SVONA ERUM VIÐ
Vordís Eiríksdóttir
veðurfréttamaður
Veðurspá
VÍÐA HÆGVIÐRI OG SKÝJAÐ á köflum næstu daga. Búast má við einhverri úrkomu
SV- og V-lands og stöku skúrum NA- og A-lands í dag og á morgun. Yfirleitt fremur milt
í veðri og hlýjast SV-lands.
3°
6
m/s
5°
3
m/s
8°
6
m/s
7°
7
m/s
Yfi rleitt
hæg
breytileg
en SA-læg
8-13m/s
SV-lands.
Suðlæg
3-10m/s.
Gildistími korta er um hádegi
26°
30°
13°
15°
22°
14°
15°
14°
13°
23°
16°
26°
24°
27°
21°
13°
14°
15°
6°
3
m/s
5°
3
m/s
4°
4
m/s
3°
7
m/s
4°
3
m/s
5°
4
m/s
1°
4
m/s
11°
8°
3°
5°
6°
6°
6°
8°
5°
7°
Alicante
Aþena
Basel
Berlín
Billund
Frankfurt
Friedrichshafen
Gautaborg
Kaupmannahöfn
Las Palmas
London
Mallorca
New York
Orlando
Ósló
París
San Francisco
Stokkhólmur
MIÐVIKUDAGUR
Á MORGUN
SKÓLAR Vefsíðan Peysopicker er
komin aftur upp. Þar getur fólk
valið á milli nemenda við Versl-
unarskóla Íslands sem raðast svo
í topp tíu lista.
Vísir fjallaði um síðuna í mars
en þá var aðeins hægt að velja á
milli stúlkna í fjórða bekk í skól-
anum. Nú er hins vegar hægt að
velja á milli stráka annars vegar
og stúlkna hins vegar. Síðan vísar
til Peysufatadagsins sem haldinn
er í skólanum árlega. „Vefsíðan
svertir orð nemendafélagsins
sem fordæmir hana algjörlega,“
segir í yfirlýsingu frá Sigrúnu
Dís Hauksdóttur, forseta nem-
endafélagsins. - sáp
Umdeild síða aftur á kreik:
Skólafélögum
teflt saman
AKUREYRI Heitavatnsrör sprakk á
kosningaskrifstofu Vinstri hreyf-
ingarinnar, græns framboðs á
Akureyri aðfararnótt sunnudags.
Að sögn Sóleyjar Bjarkar Stefáns-
dóttur, oddvita VG, hleypur tjónið
á milljónum.
„Það á eftir að koma í ljós hve
mikið tjónið er og hvort við getum
haldið áfram að vinna á skrifstof-
unni. Væntanlega þarf að rífa innan
úr loftinu og fleira. Við getum
örugglega ekki haft opið í dag,“
sagði Sóley í gær. Meðal verðmæta
á skrifstofunni eru málverk eftir
Hrönn Einarsdóttur. - lkg
Óhapp á kosningaskrifstofu:
Leki kostar VG
milljónir króna
SAMGÖNGUMÁL Í gær féll niður
21 flugferð hjá Icelandair. Málið
kemur í kjölfar tímabundins
verkfalls á föstudaginn sam-
hliða yfirvinnubanni sem mun
gilda þar til samningar nást.
Icelandair sendi frá sér frétta-
tilkynningu í gær þar sem full-
yrt var að flugferðir hefðu fallið
niður vegna skæruhernaðar
flugmanna.
Hafsteinn Pálsson, for maður
formaður Félags íslenskra
atvinnuflugmanna, hafnar ásök-
unum Icelandair. „Málið snýst
um að vegna yfirvinnubanns hafa
flugmenn færst til á vöktum svo
þeir fengu ekki nægjanlega hvíld.
Því gat Icelandair ekki mannað
ákveðin flug.“
Hafsteinn segir þó fjórum flug-
ferðum hafa verið aflýst þrátt
fyrir að búið væri að manna áhöfn.
Guðjón Arngrímsson, upplýsinga-
fulltrúi Icelandair, hafnar ásökun-
um Hafsteins.
„Icelandair fellir ekki niður
flugferðir nema í ýtrustu neyð.
Það getur verið að í ein hverjum
tilfellum hafi verið búið að finna
flugmenn en það dugar ekki til
þegar farþegar eru stranda-
glópar annars staðar og forsendur
flugsins því brostnar.“
Guðjón gerir ekki ráð fyrir að
flugferðir muni raskast í dag.
Hann segir þó að það geti orðið
raunin að flugum verði aflýst með
skömmum fyrirvara ef deilan
leysist ekki.
Samningsaðilar munu hittast hjá
ríkissáttasemjara í dag klukkan
eitt. Hafsteinn segir mikið bera í
millum.
„Við munum ekki sætta okkur
við kjararýrnun. Flugmenn vinna
á taxta. Því geta flugmenn ekki
samið um launahækkanir umfram
kjarasamninga.“ Guðjón vill lítið
tjá sig um samningsmarkmiðin
en segir erfitt að vera bjartsýnn
þegar kröfur flugmanna eru jafn
miklar og raun ber vitni.
Hanna Birna Kristjáns dóttir
innanríkisráðherra segir að
fylgst verði með málinu næstu
daga. „Á meðan
ríkissátta-
semjari fundar
með samning-
saðilum mun
ríkisstjórnin
að svo stöddu
ekki aðhafast í
málinu. Það er
okkar von að
samningsaðilar
axli ábyrgð og
leysi málið.“
Varðandi hugsanlega lagasetn-
ingu segir Hanna Birna: „Staðan
eins og hún var í dag getur ekki
gengið í mjög langan tíma. Við
munum ekki setja lög á verk-
fallið nema í algerri neyð en ef
til þess kemur öxlum ábyrgð
til að tryggja að samgöngur
inn og út úr landinu séu í lagi.“
ingvar@frettabladid.is
Flugi aflýst og hvorir
kenna öðrum um
Málsaðilar kenna hvor öðrum um. Flugmenn og fulltrúar Icelandair funda hjá
ríkissáttasemjara í dag. Flugferðir gætu fallið niður með skömmum fyrirvara á
næstu dögum. Innanríkisráðherra útilokar ekki að setja lög á verkfallið.
FLUG FÉLLU NIÐUR Flugferðir Icelandair féllu niður í gær og lausn er ekki í sjónmáli.
FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR
HAFSTEINN
PÁLSSON
GUÐJÓN
ARNGRÍMSSON
HANNA BIRNA
KRISTJÁNSDÓTTIR
Sturtusett
Verð frá kr. 66.900
Gæði fara aldrei úr tísku
20.000 silungar er meðalárs veiðin
úr Mývatni árin 1900 til 2013.
Samkvæmt veiðiskýrslum var heildar-
veiðin í Mývatni 2013 aðeins 2.489
silungar.
EFNAHAGSMÁL Ríkisstjórnin sam-
þykkti fyrir helgi framhald vinnu
við afnám verðtryggingar af nýjum
neytendalánum. Í nýútkominni
skýrslu verkefnastjórnar um fram-
tíðarskipan húsnæðismála er lagt
til að lán húsnæðislánafélaga verði
til framtíðar óverðtryggð, enda hafi
nauðsynlegar kerfisbreytingar og
mótvægisaðgerðir gert það kleift.
Næstu skref í vinnu við afnám
verðtryggingar verða að gera
óheimilt að bjóða neytendum verð-
tryggð lán með jöfnum greiðslum til
lengri tíma en 25 ára, að lágmarks-
tími lánanna verði lengdur í allt
að tíu ár og að takmarkanir verði
gerðar á veðsetningu vegna þeirra.
Hvatt verður til töku og veitinga
óverðtryggðra lána með sérstökum
aðgerðum. Einnig mun starfshópur
finna leiðir til að sporna gegn því
að sjálfvirkar hækkanir á vöru og
þjónustu kyndi undir verðbólgu. Að
auki verður skipuð Verðtryggingar-
vakt til að tryggja samfellu í fram-
gangi áætlunar um afnám verð-
tryggingarinnar. - ebg
Ríkisstjórnin kynnir næstu skref í vinnu við afnám verðtryggingar:
Áætlun um afnámið lögð fram
HÚSNÆÐISLÁN Lagt er til að lán hús-
næðislánafélaga verði óverðtryggð til
framtíðar. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM
UMHVERFISMÁL „Umhverfisnefnd
harmar að aurugt vatn hafi runnið
í stórum stíl í Varmá vegna fram-
kvæmda efst í Reykjahverfi,“
segir í bókun umhverfisnefndar
Mosfellsbæjar.
Ráðist mun hafa verið í mót-
vægisaðgerðir og á umhverfis-
svið bæjarins að fylgjast náið
með framkvæmdum á næstunni.
Þá vill umhverfisnefndin að Mos-
fellsbær setji metnaðarfullar
verklagsreglur um umgengni á
viðkvæmum náttúrusvæðum sem
framkvæmdaaðilum verður gert
að vinna eftir. Mikilvægt sé að
nefndin verði framvegis höfð með
í ráðum, sem ekki hafi verið gert í
þessu tilviki. - gar
Framkvæmdir í Reykjadal:
Aurugt vatn
barst í Varmá
VARMÁ Fiskar drápust í mengunarslysi
í Varmá fyrir fimm árum.
FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN
VERSLUN Sala á neftóbaki jókst
um nærri 42 prósent fyrstu fjóra
mánuði ársins samkvæmt tölum
frá ÁTVR. Yfir tíu þúsund kíló
seldust af neftóbaki frá janúar til
apríl en rúmlega sjö þúsund kíló
á sama tímabili í fyrra. Neftóbak
er einnig notað sem munntóbak.
Sala sígaretta jókst um 8,8
prósent en samdráttur varð í
sölu vindla um 1,9 prósenta. Þá
jókst sala áfengis um þrjú pró-
sent fyrstu fjóra mánuði ársins.
- lkg
Neftóbak sækir í sig veðrið:
Salan jókst um
nær 42 prósent
SVEITARSTJÓRNIR Norðurþing,
Atvinnuþróunarfélag Þingey-
inga, Byggðastofnun og Háskól-
inn á Akureyri hafa snúið bökum
saman og unnið að því að leita
lausna á viðvarandi íbúafækkun
á Raufarhöfn. Þetta kom fram í
bæjarráði Norðurþings.
Þar sem aðgengi að íbúðarhús-
næði sé ein meginforsenda þess
að hægt sé að taka á móti fólki
eigi að kanna stöðu húsnæðis-
mála á staðnum. „Á næstu dögum
verður hringt í skráða eigendur
íbúðarhúsa á staðnum í þeim til-
gangi að afla upplýsinga um
ástand og nýtingu húsnæðisins,“
segir í fundargerð bæjarráðs. - gar
Fólksfækkun á Raufarhöfn:
Ætla að hringja
í húseigendur
RAUFARHÖFN Fólki fækkar hraðar en á
flestum stöðum. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR