Fréttablaðið - 12.05.2014, Blaðsíða 47

Fréttablaðið - 12.05.2014, Blaðsíða 47
MÁNUDAGUR 12. maí 2014 | MENNING | 23 Vonarstrætisleikhúsið með stuðn- ingi Tjarnarbíós efnir til leik- lestrar á Fuglinum bláa annað kvöld, þriðjudaginn 13. maí, til eflingar á hugsjónastarfi Amnesty International, en Íslandsdeild Amnesty verður 40 ára á þessu ári. Fuglinn blái er eitt þekktasta verk leikbókmenntanna og hlaut höfundurinn, Maurice Maeter- linck, bókmenntaverðlaun Nób- els fyrir það verk árið 1911. Fugl- inn blái fór sigurför um heiminn þegar hann kom fram, þrátt fyrir að hann krefðist feikilegs sviðs- búnaðar og í honum væru 106 hlutverk. Hann hefur tvisvar verið kvikmyndaður og einnig var búin til leikin sjónvarpsröð byggð á honum. Hér er leikurinn styttur til muna og það eru 17 leikarar sem fara með hlutverkin, margir þó mörg. Hátt á annan tug þjóðkunnra listamanna taka þátt í flutn ingnum á leiknum sem er í íslenskum bún- ingi eftir Einar Ól. Sveinsson. Þetta er frumflutningur á þessari þýðingu, en leikurinn hefur verið leikinn um víða veröld í heila öld. Sveinn Einarsson býr leikinn til flutnings og stýrir leiklestrinum. Allir listamenn sem koma að flutningi Fuglsins bláa gera það endurgjaldslaust og Tjarnarbíó leggur einnig fram húsaskjólið endurgjaldslaust til ágóða fyrir Amnesty. Leiklesturinn hefst klukkan 20. Frumfl utningur á þýðingu Fuglsins bláa Fuglinn blái verður fl uttur í Tjarnarbíói annað kvöld til stuðnings Amnesty International. LEIKSTJÓRINN Sveinn Einarsson býr leikinn til flutnings og stýrir leiklestrinum. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Dægradvöl Benedikts Gröndal er ein rómaðasta sjálfsævisaga íslenskra bókmennta og hefur nú verið endur- útgefin í kilju. Hún er skrifuð á seinustu ára- tugum 19. aldar þegar höfund- urinn var tek- inn að reskjast og kom ekki út fyrr en löngu eftir hans dag. „Í bókinni birtist okkur þúsundþjala- smiður og skáld, viðkvæmur maður en hreinskiptinn, opin- skár um líðan sína og hagi, oft fyndinn og fjörugur en stundum innilega fúll – ævinlega sjálfum sér líkur. Verkið hefur einnig að geyma margar frábærar mann- lýsingar, bæði af ýmsum fræg- ustu persónum aldarinnar og óþekktu alþýðufólki, og dregur upp einstaka mynd af íslensku samfélagi 19. aldar,“ segir í til- kynningu um útgáfuna. Umsjón með útgáfunni hafði Guðmundur Andri Thorsson. Dægradvöl endurútgefi n BENEDIKT GRÖNDAL Karl Aspelund flytur í há deginu í dag innsetningarfyrirlestur í stöðu gestalektors við náms- braut í þjóðfræði og safnafræði við Félags- og mannvísindadeild Háskóla Ísland. Fyrirlesturinn fer fram í fyrir- lestrasal Þjóðminjasafnsins og ber yfirskriftina Efnismenning geimsins – Fatnaður og samfélag um borð í stjarnflaugum fram- tíðarinnar. Í fyrirlestrinum veltir Karl fyrir sér hvaða fatnaður sé heppilegur til langdvalar úti í geimnum, í ljósi þess að stefnt er að því að senda mannaðar stjarn- flaugar út fyrir sólkerfið innan eitt hundrað ára. Á næstu ára- tugum verða jafnframt til var- anleg samfélög manna í geim- stöðvum og á öðrum hnöttum. Rétt eins og á jörðinni verð- ur klæðnaður í geimnum einn þráður í flóknum vef efnismenn- ingar í þessum samfélögum. Fyrirlesturinn er haldinn í samstarfi við Þjóðminjasafnið og hefst klukkan 12. Hvaða fatn- aður hentar í geimnum? GESTALEKTOR Karl Aspelund flytur innsetningarfyrirlestur sinn í dag. GEFÐU VATN gjofsemgefur.is 9O7 2OO3
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.