Fréttablaðið - 12.05.2014, Blaðsíða 54

Fréttablaðið - 12.05.2014, Blaðsíða 54
12. maí 2014 MÁNUDAGUR| LÍFIÐ | 30 UPPÁHALDS- TEIKNI MYNDAPERSÓNAN „Ég verð að segja Tasmaníudjöfull- inn eða Tási vegna þess hversu líkir við erum í fasi og útliti, sérstaklega um helgar.“ Þórður Gunnar Þorvaldsson tónlistarmaður. „Þetta er mjög góð hugmynd að maður geti valið það sem maður hefur áhuga á að starfa við í fram- tíðinni“, segir Daníel Gunnarsson, nemandi í Háaleitisskóla Álfta- mýri, en hann lauk nýverið við for- vitnilega starfsfræðslu á vegum skólans, þegar hann fékk að fylgj- ast með störfum tónlistarmanna. Hann heimsótti Eyþór Inga og Atómskáldin á dögunum. Daníel spilar á gítar og hefur mik- inn áhuga á tónlist og starfsfræðsl- an því kærkomin. „Ég lærði mikið um starf tónlistarmanna og einnig mikið um hvernig hljóðver virka,“ bætir Daníel við. Fanný Gunnarsdóttir, náms- og starfsráðgjafi skólans, leggur mikla áherslu á að koma nemend- um sínum í starfsfræðslu þangað sem þau vilja helst komast. „Ég reddaði öllu sem krakkarnir báðu um. Þau vildu kynna sér störf tón- listarmanna, fyrirsætna, flug- manna, störf landhelgisgæslunnar og fjölda annarra starfa,“ útskýrir Fanný. Hún segir þó að nemendafjöldi hafi þau áhrif að hægt sé að verða við bón krakkanna. „Það eru um 35 til 40 krakkar í tíunda bekk hjá okkur en ef ég ætti að skipuleggja fyrir stærri skóla þá gerði ég ekkert annað hálft árið,“ segir Fanný. Daníel var hæstánægður með samveruna með tónlistarmönnun- um og stefnir ótrauður á að starfa sem tónlistarmaður. - glp Kynnti sér starf tónlistarmannsins Daníel Gunnarsson fór í starfsfræðslu til hljómsveitar og fékk að kynnast því hvernig tónlistarmenn vinna. Hann langar að starfa við tónlist í framtíðinni. SÆLL OG SÁTTUR Daníel Gunnars- son fór í nýstárlega starfsfræðslu á dögunum. FRÉTTABLAÐIÐ/GUNNAR LEÓ „Við pabbi keyptum okkur saman Canon 60D-myndavél og ég byrj- aði fyrst á því að mynda. Síðan kviknaði áhugi hjá mér fyrir kvikmyndagerð. Ég er búinn að æfa mig mikið og hef mjög gott auga fyrir þessu,“ segir hinn 17 ára Davíð Goði Þorvarðarson sem stundar nám í Verslunarskól- anum. Hann setti nýverið mynd- band inn á Youtube þar sem hann sýnir hæfileika sína, bæði í kvik- myndatöku og klippingu. „Þetta sýnir örlítið minn stíl en myndbandið getur táknað hvað sem er fyrir hvern og einn. Það getur táknað lífið, dauðann og alla þá hringrás,“ segir Davíð Goði. „Síðasta sumar var ég að vinna sem aðstoðarmaður á setti við bíó- myndina Harry og Heimi því ég vildi ólmur öðlast meiri reynslu í bransanum. Einhvers staðar verður maður að byrja,“ bætir hann við. Eftir að hafa verið aðstoðarmaður á setti, borið fram kaffi, fært til muni og sett leikmuni í kassa ákvað hann að stofna sitt eigið fyrirtæki ásamt vini sínum sem þeir kalla Dead- flowers Studio. Þá er hægt að bóka þá félaga í tökur í brúðkaup, gæsa- og steggja partí eða önnur verkefni sem mikilvægt er að eiga til minn- ingar. Þrátt fyrir ungan aldur stefnir Davíð Goði hátt og hyggst fara í kvikmyndanám erlendis eftir Verslunarskólann. - mm Vildi ólmur öðlast meiri reynslu Davíð Goði Þorvarðarson er ungur og efnilegur kvikmyndagerðamaður. ÁHUGASAMUR Davíð Goði vill læra meira. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN „Það voru ekki til neinir skólar eða kennarar þegar ég var að byrja, allir sem voru að dansa voru í raun bara að kenna hver öðrum,“ segir götudansarinn Natasha Monay Royal en hún hefur verið að dansa síðan hún var tíu ára gömul. „Við flökkuðum á milli hverfanna í New York að dansa við hipphopp og búa til okkar eigin spor og kenna þau síðan,“ segir Natasha sem bætir því við að hún hafi lært mikið af stóra bróður sínum sem dansaði götudans ásamt svonefndu „crewi“. „Hann varð oft mjög pirraður að litla systir hans væri að elta hann og fylgjast með,“ segir Natasha og hlær. „Þeir æfðu sig alltaf í tómu húsi sem var verið að byggja, settu bara pappakassa á gólfið og döns- uðu á því,“ segir dansarinn sem ákvað einn daginn að hlaupa inn á æfinguna og sýna þeim hvað hún gat. „Ég var svo ung þá, þeim brá því þeir höfðu ekki hugmynd um að ég hafði verið að æfa,“ segir dansarinn en í kjölfarið var henni hleypt inn í „crewið“. Natasha hefur búið á Íslandi í tæp fimmtán ár en hún segir að þetta hafi allt byrjað þegar hún var stödd í partíi í Kolaportinu í kringum 1998. „Þeir tæmdu Kolaportið því það var einhver stór hipphopp plötu snúður að spila um kvöldið. Síðan fannst mér tónlistin svo góð að ég einhvern veg- inn missti mig í dansinum,“ segir Natasha og hlær en stuttu eftir að hún hóf að rifja upp gamla takta frá götunum í New York þá tók hún eftir því að allir aðrir voru hættir að dansa og voru bara að horfa á hana. „Þau héldu örugglega að ég væri ein- hver brjálæðingur, ég var farin að snúa mér á hausnum og allt,“ segir götudansarinn en eftir at vikið kom maður til hennar og bauð henni starf sem danskennari við dansskólann sinn. „Það var algjörlega engin menn- ing í götudansinum áður en ég byrj- aði að kenna hérna. Mér fannst það mjög skrítið fyrst en ég byrjaði með átta nemendur og síðan stækk- aði hópurinn alltaf jafnt og þétt. Þetta voru mest krakkar, ég kenndi Brynju Péturs frá því að hún var mjög ung, hún var mjög áhugasöm um götudans. Ég er farin að lenda mjög oft í því þegar ég er á gangi niðri í bæ að ég er stoppuð af ein- hverjum stelpum eða strákum sem segja mér að ég hafi kennt þeim götudans einhvern tíma,“ segir hún og viðurkennir að sér þyki mjög vænt um það. „Það er mjög mikilvægt fyrir mér að fólk sem hefur áhuga á að læra götudans læri hann af alvöru. Það eru svo margir dansskólar að auglýsa að þeir kenni götudans en það er síðan ekkert eins og hann á að vera,“ segir Natasha sem kennir í Kramhúsinu. „Ísland hefur gríðar lega marga góða hipphopp og house-plötusnúða, en Íslendingar verða að læra að dansa við tónlist- ina, ekki bara að standa og hlusta!“ Götudansinn er í blóðinu Natasha Monay Royal hefur verið að kenna götudans á Íslandi síðan um aldamótin en hún segir þetta allt hafa byrjað í partíi í Kolaportinu. KENNIR AF ALVÖRU Natasha Monay Royal lærði sín fyrstu götu- dansspor á götunum í New York. FRÉTTABLAÐIÐ/DANÍEL Það eru svo margir dansskólar að auglýsa að þeir kenni götudans en það er síðan ekkert eins og hann á að vera. ➜ Davíð setti nýverið mynd- band inn á Youtube þar sem hann sýnir hæfileika sína, bæði í kvikmyndatöku og klippingu. #BYLGJANBYLGJAN989 HLUSTAÐU HVAR SEM ER, HVENÆR SEM ER ÞORGEIR, KRISTÓFER OG BRAGI OG MÁLEFNI LÍÐANDI STUNDAR REYKJAVÍK SÍÐDEGIS ER Í LOFTINU MILLI KL. 16:00 - 18:30VIRKA DAGA
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.