Fréttablaðið - 12.05.2014, Blaðsíða 6

Fréttablaðið - 12.05.2014, Blaðsíða 6
12. maí 2014 MÁNUDAGUR| FRÉTTIR | 6 1. Hver var ráðinn forstjóri Vodafone á föstudaginn? 2. Hver leikur Sollu stirðu í Þjóðleik- húsinu næsta vetur? 3. Hvaða lið sigraði ensku úrvalsdeild- ina um helgina? SVÖR 1. Stefán Sigurðsson. 2. Melkorka Davíðs- dóttir Pitt. 3. Manchester City. VEISTU SVARIÐ? Flott flóra - leiðin til að tóra? Ráðstefna um bakteríuflóruna í meltingarveginum Miðvikudaginn 14. maí, kl. 13-17 í Salnum, Kópavogi Upplýsingar og skráning á www.heillheimur.is eða í síma 697 4545. Verð kr. 4.900,- 12.00 Móttaka og skráning 13.00 Setning 13.05 Opnunaratriði 13.15 Bakteríur í görninni stjórna heilsu og líðan okkar Michael Clausen, barnalæknir og sérfr. í ofnæmissjúkdómum barna 14.00 Áhrif bakteríuflórunnar á þyngdarstjórnun Erla G. Sveinsdóttir, læknir Heilsuborg 14.25 Mín leið - reynslusaga af sáraristilbólgu Margrét Alice Birgisdóttir, heilsumarkþjálfi 14.45 Kaffihlé 15.15 Hvaða sögu segir flóran um mataræðið? Óla Kallý Magnúsdóttir, næringarfr. við LSH og doktorsnemi við HÍ 15.40 Þarmabakteríurnar og hugsanleg tengsl við ristilkrabbamein? Þarmaflutningur - hvað er það? Sigurjón Vilbergsson, sérfr. í lyflækningum og meltingarsjúkdómum 16.05 Heilbrigð þarmaflóra - er hún til? Kolbrún Björnsdóttir, grasalæknir 16.30 Spurningar 16.45 Ráðstefnuslit Ráðstefnan er ætluð jafnt almenningi sem og fagfólki Ábendingahnappinn má finna á www.barnaheill.is ALÞINGI Lög og reglur á sviði bygg- ingarmála verða ef að líkum lætur teknar til heildstæðrar endurskoð- unar með tilliti til myglusveppa og tjóns af völdum þeirra. Starfshópur skipaður af ráðherra á að skila af sér tillögum fyrir lok árs. Þingsályktunartillaga 13 þing- manna þessa efnis var til síðari umræðu á Alþingi í gær, en flutn- ingsmaður málsins er Kristján L. Möller, þingmaður Samfylkingar. Í nefndaráliti umhverfis- og sam- göngunefndar Alþingis var lagt til að tillagan yrði samþykkt óbreytt. Katrín Júlíusdóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, talaði fyrir nefndarálitinu í gær, og sagði að fara yrði yfir lög og reglur, fræðslu- mál og ekki síst tryggingarmál þeirra sem fyrir því verða að veikj- ast vegna myglusveppa og missa jafnvel allar sínar eigur. Málið bíður atkvæðagreiðslu en ekkert er því til fyrirstöðu að það verði samþykkt, enda málið flutt af þing- mönnum allra flokka. Tilefni málsins er ekki síst það að um 50 íbúðarhús á Egilsstöðum og Reyðarfirði fóru illa vegna myglu- svepps. Eins að yfir 100 fjölskyldur hér á landi hafa þurft að yfirgefa heimili sín til lengri eða skemmri tíma á undanförnum árum vegna heilsufarsáhrifa og annars tjóns af völdum myglusveppa. Tugir þeirra hafa sagt alfarið skilið við hús- næðið, eins og segir í greinargerð tillögunnar. Kristján sagði á Alþingi í gær, á sama tíma og hann hvatti Sigurð Inga Jóhannsson umhverfisráð- herra til að hafa hraðar hendur við skipun starfshópsins, að „brenni hús til grunna þá er það trygg- ingarmál og fæst bætt. Komi hins vegar upp myglusveppur og eina úr ræðið er að rífa húsið, og jafnvel með öllum húsgögnum og fatnaði fólks og öðru, þá er það óbætt. Þetta verður starfshópurinn að gera til- lögur um því á þessu þarf að taka,“ sagði Kristján og sagði ótækt að fólk missi aleiguna en þurfi áfram að borga af lánum vegna húsnæðis sem hefur verið rifið. Bjarkey Gunnarsdóttir, þing- maður Vinstri grænna, tók í sama streng og líkti upplifun fólks vegna þessa vanda sem hamförum, og því alvarlegra væri að engin úrræði væri að finna í kerfinu. svavar@frettabladid.is Regluverkið skoðað vegna myglusvepps Lög og reglur verða tekin til skoðunar af starfshópi vegna myglusveppa og tjóns af völdum þeirra. Tryggingamál þolenda verði skoðuð sérstaklega, hvetja þingmenn til, enda þess dæmi að fólk missi aleigu sína meðan aðrir missa heilsuna. Í nefndaráliti umhverfis- og samgöngunefndar segir að oft myndist myglusveppir vegna rangrar efnisnotkunar, raka í byggingarefnum vegna rangra ákvarðana er varða efnisval, rakaþéttingar, loftunar og annars frágangs. Einnig skiptir notkun á mannvirki miklu máli hvað varðar hitun, loftræstingu og rakamyndun. ➜ Notkun mannvirkja skiptir miklu máli LÚMSKUR VANDI Tugir fjölskyldna hafa misst mikið en eiga engan rétt á að fá bætur frá tryggingafélagi sínu. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM Brenni hús til grunna þá er það trygg- ingarmál og fæst bætt. Komi hins vegar upp myglusveppur og eina úrræðið er að rífa húsið, og jafnvel með öllum húsgögnum og fatnaði fólks og öðru, þá er það óbætt. Kristján L. Möller, þingmaður Samfylkingar. SVEITARSTJÓRNIR Hafnarfjarðar- bær hefur krafið Stálskip um afrit af kaupsamningi vegna sölu fyrirtækisins á togaranum Þór Hf-4. Bæjaryfirvöld í Hafnarfirði eru ósátt við söluna á Þór þar sem aflaheimildir sem fylgja skipinu hurfu með því á brott úr bænum. Hafnfirðingar fengu ekki að vita af viðskiptunum með Þór fyrr en þau voru um garð gengin en telja að sam- kvæmt lögum um stjórn fisk- veiða eigi bærinn forkaupsrétt að skipinu. Það hafi nú verið staðfest með dómi Héraðsdóms Reykjavíkur í máli Vestmanna- eyjabæjar gegn félaginu Q44 og Síldarvinnslunni þar sem fyrr- nefnda félagið seldi því síðar- nefnda togara sem gerður hefur verið út frá Eyjum. „Er hér með skorað á Stál- skip að láta Hafnarfjarðarkaup- stað nú þegar, eða í síðasta lagi innan tveggja vikna frá dag- setningu bréfs þessa, í té afrit af kaupsamningum um skipið Þór Hf-4 og um þær aflaheimildir sem framseldar voru. Liggur nú þegar fyrir staðfesting Fiski- stofu á því að ekki hafi verið unnið í samræmi við lagafyrir- mæli varðandi framsal afla- heimilda,“ segir í bréfi Guð- rúnar Ágústu Guðmundsdóttur bæjarstjóra til Stálskipa. - gar Hafnfirðingar vísa í nýjan dóm héraðsdóms í máli Vestmannaeyjabæjar gegn Q44 og Síldarvinnslunni: Krefja Stálskip um afrit af kaupsamningi GUÐRÚN ÁGÚSTA GUÐMUNDS DÓTTIR Bæjarstjóranum var falið að virkja for- kaupsrétt Hafnarfjarðar á Þór Hf-4. RANNSÓKNIR Hópur vísinda- manna hefur sent frá sér yfirlýs- ingu vegna lífsýnasöfnunarinnar Útkall í þágu vísindanna á vegum Íslenskrar erfðagreiningar og Landsbjargar. Kemur yfirlý singin í kjölfar yfirlýsingar níu fræði- og vísindamanna við Háskóla Íslands og Háskólann í Akureyri sem gagnrýna framkvæmd söfnunar- innar. „Síðastliðin sautján ár hafa vís- indamenn Íslenskrar erfðagrein- ingar (ÍE) í samstarfi við vísinda- menn á Landspítala, í læknadeild og innan fjölmargra annarra stofnana hérlendis og erlendis náð ótrúlegum árangri í að varpa ljósi á erfðafræði margra sjúk- dóma. Það er mikilvægt að gera sér grein fyrir því að þetta sam- starf vísindamanna ÍE og ann- arra í íslensku vísindasamfélagi hefur gert það að verkum að Ísland leiðir nú heiminn á flestum sviðum mannerfðafræði,“ segir í yfirlýs- ingu vísindamannanna. Blása vísindamennirnir á þá gagnrýni að skemmtikraftar séu fengnir til að auglýsa söfnunina. „Hvatning annarra í samfélaginu, svo sem listamanna og stjórnmála- manna er einnig virðingarverð. Engin ástæða er til að tortryggja slíkan stuðning.“ Þá er gagnrýnt að átakinu sé blandað við góðgerðarstarfsemi. „Gagnrýni siðfræðinga á hlut Landsbjargar í söfnun sýnanna er að okkar mati einnig ómakleg. Alvanalegt er í vísindarannsókn- um að þátttaka sé þökkuð, en hún á þó ekki að skapa óeðlilegan þrýst- ing á þá sem annars myndu ekki vilja gefa lífsýni,“ segir í yfirlýs- ingunni þar sem Íslendingar eru hvattir til að taka þátt. „Án hins almenna borgara verða þessar rannsóknir ekki gerðar.“ - lkg Vísindamenn hvetja almenning til að gefa sýni í Útkalli í þágu vísinda: Gagnrýni siðfræðinga ómakleg FRAMÞRÓUN VÍSINDANNA Magnús Karl Magnússon, prófessor við lækna- deild Háskóla Íslands, er á meðal þeirra 36 sem standa að yfirlýsingunni. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.