Fréttablaðið - 12.05.2014, Blaðsíða 15

Fréttablaðið - 12.05.2014, Blaðsíða 15
MÁNUDAGUR 12. maí 2014 | SKOÐUN | 15 TÍSTIÐ Það sem er skemmtilegast við Evróvisjónkeppnina er að hún er eitthvað svo innilega evrópsk. Hún á sér eflaust djúpar rætur. Eru ekki Meistarasöngv- ararnir frá Nürnberg eftir Wagner um einhverja svona Júróvisjónkeppni á miðöldum? Voru ekki haldnar svona hátíðir með tilheyrandi krýningu í lokin á sigurvegaranum í hverju þorpi á öldum áður? Þetta er að minnsta kosti mikil alþýðuhá- tíð með tilheyrandi sjónarspili, mikil vegsömun á því hver við erum og hver hin eru; hvenær við erum „hin“ og hvenær „við“; hvenær „við“ erum „hin“. Eða þannig: Hvernig það er að vera hinsegin – og viðsegin. Það eina sem varpaði skugga á skemmtunina var baulið í nokkrum áhorfendum á 17 ára tvíburasystur frá Rússlandi sem voru með heldur skemmtilegt ABBA-númer en urðu illilega fyrir barðinu á baulverjum. Voru þeir að baula á Pútín? Ekki sá ég hann á svæðinu. Það er alltaf ljótt að sjá hóp snúast gegn einstak- lingum, hvað sem líður málstað; hópnum skjátlast alltaf gagnvart einstaklingunum. Það er grund- vallarregla. Þetta voru ekki menn ofsóttir af Pútín – þetta voru menn að ofsækja tvær sautján ára stúlkur. Það fyrsta sem maður afsalar sér þegar maður baular með hóp er sjálfstæð hugsun, þar með fer mennskan – og fasisminn ríður í hlað. Pompið og praktin Hann er náttúrlega líka svolítið evrópskur. En annars sem sagt bara gaman. Söngurinn óneitan- lega stundum dálítið falskur, hin ýkta glaðværð hálflam- andi á köflum, lögin einhvern veginn endalaus og samt mundi maður þau ekki fimm mínútum síðar (hvernig var aftur sigur- lagið?) – hliðardansinn (skauta- hlaupið, hamsturshjólið, ról- urnar) alveg blygðunarlaust asna legur (ættum við að senda æfingar á tvíslá með næst?), lögin öll úr einhverju einnota efni sem eyðist strax; og hljóm- uðu eins og sett saman með sænskum sexkanti eins og ein- hver orðaði það – en án þess að því verði bein línis komið í orð er eitthvað mjög evrópskt við þetta fólk. Það veit sínu viti. Það veit hvernig það ætlar að hafa þetta. Það hefur mjög afdráttarlausar skoðanir á því hvernig þetta á að vera. Það á að vera eins og það hefur alltaf verið. Eða flest. Því miður hefur sin- fóníuhljómsveit með virðulegum og ögn þungbúnum stjórnanda („það er ekki þetta sem ég geri, ég er vanur að stjórna níundu Mahlers“) ekki lifað af og keppnin eiginlega ekki borið sitt barr síðan – en annað er eins og það hefur alltaf verið. Þó að ég geti ekki með nokkru móti rifjað upp sigurlagið man ég þó að það er eins og það hefur alltaf verið. Það var sjálft júróvisjón-dívu- sigurlagið; og gat ekki annað en sigrað, sungið svona dásamlega af dragg-Jesú. Flest hefur sem sagt lifað af og þess vegna er Evróvisjón- keppnin síðasta vígi svo margs: hún er síðasta vígi pompsins og praktarinnar, sem annars er bara til í föstu orðatiltæki upp á Íslandi þar sem allt geymist í stirðnuðum orðaleppum. Þarna eru flugeldar og kjólar, glit og glimmer, eldingar og glær- ingar, langorðir kynnar og fólk sem kemst upp með að halda langar ræður á frönsku. Hún er líka síðasta vígi sjálfrar lag- línunnar sem er að mestu horf- in í nútímatónlist, hvort sem það er tveggja nótna sönglið í vinsældatónlist dansgólfanna, nótnalaust vélaskröltið í raftón- listinni sem er eins og að hlusta á þvottavél vinda, taktfastar drumbudrunurnar í færibanda- afkastahvatningunum, rapp- umlið, rokkýlfrið eða flúrsöng- ur r&b-tónlistarinnar – að ekki sé talað um afurðir tónskáld- anna sem skrifa framsækna músík – melódían er alls staðar horfin, nema hjá sænsku tækni- tónfræðingunum sem skrúfa saman öll Evróvisjón lögin í einhverri grandprixmelodi- fabrikku í Skövde, og senda svo í einingum til annarra landa, eins og einingahúsin, og svo eru þessi sænsku einingalög sett saman aftur í hverju landi – og úr verður Evrópueining. Nema þau íslensku. Íslendingar banga sjálfir saman sínum lögum. Og kynsegin … Og árangurinn sjálfsagt eftir því. Þau eru samt alltaf góð og umhugsunarverð. Þau tjá eitt- hvað annað en lýtalaust sænskt formskyn. Vandfundin er betri skoðanakönnun um líðan og afstöðu íslensku þjóðarinnar en þau lög sem hún ákveður að senda í Evróvisjónkeppnina, því þau sýna sjálfsmynd hennar hverju sinni, þá mynd sem hún kýs að gefa af sér, hvort sem það er hin spillta og fordekraða næturdrottning á hátindi hrok- ans eða hið ljósa man, í bláum kjó eins og álfkonan hefur alltaf verið klædd á Íslandi, og spyr: is it true – ætlið þið aldrei að tala við okkur fram- ar? Og svo núna – fjórir mið- aldra hvítir karlar, sem ætti að vera uppskrift að reglufestu og stífsinna leiðindum, en láta eins og börn án þess að afsala sér karlmennsku sinni, klæðast lit- ríkum búningum sem stundum eru kjólar og stundum jakka- föt, stundum krakkaföt, bæði hinsegin, viðsegin, sniðsegin og liðsegin, boðberar kærleikans og friðflytjendur. Hvað táknar það? Löngun til að stíga út úr skáldskapnum um sjálfan sig og faðma næsta mann. En það er eitthvað evrópskt við þetta allt saman: Ekki síst þá gleðiríku vegsömun sem í þessari keppni er á öllu því sem kallað er einu orði „ hinsegin“. Að vera öðruvísi. Það má vera að inn við b-b-b-b-b-b-einið séum við eins – öll erum við vatn, söng Yoko – en það er líka mikilsvert að leyfa fólki að vera öðruvísi utan við beinið. Klæðast litum, skera sig úr án þess að mega búast við rudda- legu góni eða aðkasti. Á því er stundum misbrestur hér á landi. Evrópa hefur ýmislegt að kenna okkur um gildi fjölbreytninnar. Utan við b-b-b-b-b-einið erum við ólík Í DAG Guðmundur Andri Thorsson rithöfundur Það fyrsta sem maður afsalar sér þegar maður baular með hóp er sjálfstæð hugsun, þar með fer mennskan– og fasisminn ríður í hlað. Felix Bergsson @felixbergsson Rússar eru brjálaðir. Hóta að hætta þátt- töku í Eurovision. Tel miklar líkur á að þeir standi við það. #12stig Stefán Hilmarsson @stefanhilmars #12stig „Is this the same Poland that produced a pope?“, spurði Norton. Eðlilega. Karl Pétur @karlpetur Kvöldið var stórsigur fyrir skeggrótina, en tap fyrir skoruna .#12stig Þórir Sæmundsson @thorirsaem Fyndnast er að það gæti enginn sungið þetta lag seinna í kvöld. Muna bara skeggið. Segir allt um þessa draslkeppni. #12stig Bragi Valdimar @bragivaldimar Niðurstaða. Gott skegg. Sæmó lag. #12stig Reynir Eurovision @euroreynir Pollapönk og No Prejudice náði besta árangri Íslands frá 2009. Stoltur af þeim! Þótt ég skuldi bjór! #12stig VERÐ FRÁ EINUNGIS 2.190.000 KR. - GERÐU VERÐSAMANBURÐ . Mazda2 er sparneytinn, ótrúlega lipur og hagkvæmur í rekstri. Hann er búinn öflugri 1,3 lítra bensínvél sem þó eyðir einungis frá 4,3 l/100 km og fær frítt í stæði. Mazda2 er áreiðanlegur, öruggur, vel búinn og frábær í endursölu. Taktu snúning á Mazda2, gerðu góð kaup og lækkaðu rekstrarkostnaðinn. MAZDA. DEFY CONVENTION. Nýir og notaðir bílar: Söludeildir eru opnar alla virka daga frá kl. 9-17 og laugardaga frá kl. 12-16. Brimborg Reykjavík: Bíldshöfða 8, sími 515 7040 I Brimborg Akureyri: Tryggvabraut 5, sími 515 7050 I mazda.is Brimborg og Mazda áskilja sér rétt til að breyta verði og búnaði án fyrirvara. Útbúnaður getur verið frábrugðinn mynd í auglýsingu. * Mazda2 eyðir 4,3 l/100 km í langkeyrslu og fær frítt í stæði í miðborg Reykjavíkur í 90 mínútur í senn. 5 stjörnu öryggi!
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.