Fréttablaðið - 12.05.2014, Blaðsíða 2

Fréttablaðið - 12.05.2014, Blaðsíða 2
12. maí 2014 MÁNUDAGUR| FRÉTTIR | 2 TÓNLIST „Þetta var rosalega gaman. Okkur fannst pressunni af okkur létt þegar við komumst áfram úr undanriðlinum þannig að við vöknuðum brosandi, hressir og glaðir á laugardag. Dagurinn var ótrúlega auðveldur – bara eitt gott og stórt partí,“ segir appelsínu- guli pollinn Snæbjörn Ragnars- son í Pollapönki. Sveitin lenti í 15. sæti í Euro- vision-keppninni í Kaupmanna- höfn á laugardagskvöld með lagið Enga fordóma, eða No Prejudice. Snæbjörn segir þá Pollapönkara ekki hafa velt sér upp úr spám. „Eina sem við vissum var að við færum á svið og gerðum það sem við gerum best,“ segir hann. Austurríska draggdrottn ingin Conchita Wurst fór með sigur úr býtum í Eurovision. Segir Snæ- björn íslenska hópinn hæst- ánægðan með það. „Hún er alger- lega glæsileg. Það var mikið talað um að hún væri öðruvísi en hún vann ekkert út af því að hún þótti skrýtin heldur var lagið gott og hún er svo mikill listamaður. Þetta val skapar líka umræðu og við fögnum því klárlega.“ Aðspurður um hvernig Polla- pönkarar hafi eytt kvöldinu eftir úrslitin segir Snæbjörn að þeir hafi fagnað hóflega enda verið dálítið þreyttir. „Við skáluðum og fórum upp á hótel þar sem við vorum með samsæti í lobbýinu. Síðan fór fólk bara sína leið, sumir fóru á klúbb en aðrir fóru upp á herbergi. Við vorum flest- ir búnir að sofa lítið og fundum fyrir spennufallinu þannig að daginn eftir tékkuðum við okkur út af herbergjunum og röltum um niðri í bæ, hver í sínu lagi. Verk- efnið er búið og við erum ánægðir með okkur.“ Snæbjörn segir Pollapönkara vissulega hafa aflað sér aðdáenda víða um Evrópu. „Við höfum verið stoppaðir af alls konar fólki, alls staðar að, sem veit hverjir við erum. Ég vissi að þetta væri risa- stórt batterí en ég áttaði mig ekki á því hve ofboðslega stórt þetta væri. Ég held að Pollarnir hafi haft áhrif á ansi marga. Við höfum fengið fullt af persónulegum póst- um þar sem fólk þakkar fyrir að við séum að vekja athygli á þessu málefni sem er bara frábært.“ Nú tekur raunveruleikinn við og Snæbjörn mættur aftur til vinnu á auglýsingastofunni Pipar/TBWA. „Nú er sápukúlan sprungin. Ég get örugglega ekki séð appelsínu gulan lit aftur án þess að fá Eurovision- fíling. Það kom skemmtilega á óvart hvað var gaman að vera með naglalakk og ég á örugglega eftir að vera með naglalakk aftur til hátíðabrigða. En nú er ég kominn aftur í hermannaklossana,“ segir Snæbjörn Ragnarsson. liljakatrin@frettabladid.is Pollar hæstánægðir með sigurvegarann Appelsínuguli pollinn Snæbjörn Ragnarsson er ánægður með hvernig fór í Euro- vision. Hann segir Pollapönkara hafa fengið ótal bréf frá fólki sem þakkar þeim fyrir mikilvægan boðskap og er alveg hæstánægður með sigurvegara keppninnar. HÖFÐU ÁHRIF Snæbjörn heldur að Pollapönk arar hafi haft áhrif á ansi marga. MYND/EUROVISION GÓÐGERÐARMÁL Hjón sem ekki vilja láta nafna sinna getið gáfu eina milljón króna til þjarkasöfn- unarinnar á Landspítala. „Að baki liggur mikið þakklæti fyrir góða þjónustu þvagfæra- skurðdeildarinnar við eigin- manninn sem færði lífi hans nýtt gildi,“ segir á vef Landspítalans. Þjarki er vélmenni sem nota við þvagfæraskurðlækningar. „Segja má að þjarkinn sé framlenging á fingrum skurðlæknisins þannig að allar hreyfingar hans verði nákvæmari,“ segir á vef spítal- ans. - gar Þakklát fyrir læknishjálp: Gáfu 1 milljón til Landspítala 20% héldu að Ísland myndi lenda í 16. sæti. 9% tippuðu á 10. sæti og 8% á 20. sæti. Að meðaltali héldu Íslendingar að lagið myndi lenda í 15. sæti sem varð raunin. Nú er sápukúlan sprungin. Snæbjörn Ragnarsson í Pollapönki. STJÓRNMÁL Björt framtíð skýrði í gær frá því að framboð á vegum hennar til sveitarstjórnarkosn- inga nú í vor verði í níu sveitar- félögum. Flokkurinn býður fram á Akureyri og Akranesi, í Árborg, Hafnarfirði, Kópavogi, Garða- bæ og Snæfellsbæ, á Ísafirði og í Reykjavík. Þá hefur verið ákveðið að flokkurinn bjóði fram undir listabókstafnum Æ, sama bók- staf og Besti flokkurinn notaði í síðustu sveitarstjórnarkosning- um. - gb Björt framtíð staðfestir: Býður fram á níu stöðum HESTAMENNSKA Hestamennska getur verið harla dýrt sport, en um þessar mundir er hópur nemenda í nýsköpun við Háskólann í Reykjavík að stofna fyrirtæki sem gerir fólki kleift að stunda hesta- mennsku án mikils tilkostnaðar. Meiningin er að bjóða fólki upp á áskrift að hestum. Þannig þarf fólk hvorki að kaupa hest né leigja pláss fyrir hann. Fólk losnar einnig við að þurfa að láta járna hann og fara með hann til dýralæknis. Fyrirtækið, sem heitir Hestavinir, hyggst sjá um allt þetta stúss en veitir áskrifendum reglu- legt aðgengi að hesti. Innifalið í áskriftinni verður aðgangur að sama hestinum, hnakkur, beisli og hjálmur, auk þess sem fóður, hirðing og annar rekstrarkostnaður er innifalinn. „Með því að gerast áskrifandi færðu aðgang að hesti og þarft ekki að hugsa um neitt annað en að hreyfa hestinn og sinna honum á þínum tíma,“ segir Anna Bára Teitsdóttir, einn nemanna í nýsköpun, en hún er talsmaður fyrirtækisins. „Þannig getur fólk kynnst hestamennskunni betur og stundað þetta skemmtilega áhugamál af þeim krafti sem hver og einn treystir sér til.“ - gb Fyrirtækið Hestavinir fer af stað með nýstárlega þjónustu í Víðidal: Boðið upp á áskrift að hestum HESTAR Áskrifendur fá reglulegan aðgang að sama hestinum, en losna við umstang og aukakostnað af hestahaldinu. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN ORKUMÁL Eykon Energy hefur valið Reyðarfjörð úr fimm bæjar- félögum sem þjónustumiðstöð fyrir olíuleit og olíuvinnslu á Drekasvæðinu. Haukur Óskarsson, stjórnar- maður Eykon, segir staðsetningu, innviði og reynslu bæjarfélagsins af stórum verkefnum hafa skipt sköpum. Jens Garðar Helgason, formaður bæjarráðs Fjarðar- byggðar, segir þessa ákvörðun Eykon skapa gríðarleg tækifæri fyrir bæjarfélagið. -ih Olíuleit á Drekasvæðinu: Eykon velur Reyðarfjörð HEILBRIGÐISMÁL Í dag milli klukkan átta og fjögur skellur á verkfall hjá á fimmta hundrað sjúkraliðum og ófaglærðum starfsmönnum hjúkrunarheim- ila fyrir aldraða. Gísli Páll Pálsson, formaður Samtaka fyrirtækja í velferðar- þjónustu, segir þó að enginn verði í hættu á morgun og öllum verði sinnt. „Það verður ekki neyðar- ástand. Allir munu fá mat- inn sinn og lyfin sín. Vaktin verður mönnuð hjúkrunar- fræðingum, ófaglærðum starfsmönnum og einhverjum sjúkraliðum á undanþágu frá verkfalli. Einhverjir aðstandendur munu einnig hjálpa til,“ segir Gísli. Önnur átta tíma vinnustöðvun verður á fimmtudaginn og aftur þann 19. maí. Verði ekki samið fyrir 22. maí skellur á verkfall. Deilan snýst ekki um laun heldur vilja sjúkraliðar fá rétt- indi líkt og aðrir ríkisstarfs- menn. Gísli segir Samtök fyrirtækja í velferðarþjónustu til búin til samninga. Hann telur um helm- ingslíkur á að samið verði áður en næstu verkfallsaðgerðir skella á, á fimmtudaginn. -ih Sjúkraliðar og ófaglærðir starfsmenn deila við hjúkrunarheimili um réttindi: Verkfall á hjúkrunarheimilum TAÍLAND, AP Stuðningsmenn stjórnar Yinglucks Shinawatra segja hættu á því að borgarastyrjöld brjótist út, ákveði dómstólar og öld- ungadeild þingsins að koma til valda nýrri stjórn, sem ekki er kosin í lýðræðislegum kosningum. Stjórnlagadómstóll landsins komst í síðustu viku að þeirri niður- stöðu að Yingluck gæti ekki lengur gegnt embætti forsætisráðherra vegna spillingarmáls, sem hún er sögð sek í. Bráðabirgðastjórn landsins, sem tók við af stjórn Shinawatra, bað fólk hins vegar um að taka ekki þátt í mótmælum til stuðnings Shina- watra. Bæði stuðningsmenn og andstæðingar hennar hafa efnt til mótmæla í höfuðborginni Bangkok nú um helgina. - gb Stuðningsmenn stjórnar Yinglucks Shinawatra mótmæla: Segja hættu á borgarastyrjöld Í RAUÐUM SKYRTUM Stuðningsmenn stjórnar Yinglucks Shinawatra mæta til leiks í einkennisklæðnaði sínum, nefnilega rauðum skyrtum og bolum. NORDICPHOTOS/AFP GÍSLI PÁLL PÁLSSON SPURNING DAGSINS Kringlunni heyrnarstodin.is HEYRNARSTÖ‹IN Baldvin, er það von þín að vonarstjörnur Vonarstrætis valdi ekki vonbrigðum? „Ég bind miklar vonir við það.“ Baldvin Z er leikstjóri kvikmyndarinnar Vonarstræti sem er frumsýnd í kvikmynda- húsum landsins 16.maí. 20% 9% 15
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.