Fréttablaðið - 12.05.2014, Blaðsíða 8
12. maí 2014 MÁNUDAGUR| FRÉTTIR | 8
Vandaðir álsólskálar
og glerhýsi
,
110 Reykjavík
Sími 578 6300
skelinehf@skelinehf.is
www.skelinehf.is
Opinn fundur á vegum Alþjóðamálastofnunar Háskóla
Íslands og Evrópustofu í samvinnu við náms braut í
þjóðfræði og safnafræði við Háskóla Íslands.
Fjallað verður um hlutverk þjóðernishyggju, sjálfs-
mynda og menningararfs í tengslum við viðhorf til
Evrópusamrunans. Rætt verður um þjóðmenningu og
sjálfstæðishreyfingar í Evrópu í kjölfar efnahagsþrenginga
síðustu ára og umræðan sett í samhengi við andstöðuna
við Evrópusambandið. Tekin verða dæmi frá Hollandi,
Íslandi og Skotlandi.
Fundirnir fara fram á ensku. Allir velkomnir.
Nánari upplýsingar: www.ams.hi.is og www.evropustofa.is
EVRÓPUMÁL
ÞRIÐJUDAGURINN 13. MAÍ KL. 12:00-13:30 Í NORRÆNA HÚSINU
Þjóðernishyggja, sjálfsmyndir
og Evrópusambandið
Fundarstjóri: Valdimar Tr. Hafstein, dósent í þjóðfræði við Háskóla Íslands.
Þjóðvæðing Evrópu? Af nýlegum
uppgangi þjóðerniskenndar í Evrópu
Herman Roodenburg er prófessor í þjóðfræði við Vrije
Universiteit í Amsterdam og rannsakandi hjá Meertens
Instituut.
Ísland í ljósi popúlískrar
andstöðu við ESB
Guðmundur Hálfdánarson er prófessor við Sagnfræði- og
heimspekideild Háskóla Íslands.
Hvar á Skotland heima? Þjóðar-
atkvæða greiðslan um sjálfstæði
Skotlands og tengslin við Evrópu
Alyson Bailes er aðjúnkt við Stjórnmálafræðideild Háskóla
Íslands og starfar með hugveitunni Scottish Global Forum.
Education and Culture
Lifelong Learning Programme
JEAN MONNETFÉLAGS- OG MANNVÍSINDADEILD
BRETLAND, AP London er ótvíræð
höfuðborg auðkýfinganna, sam-
kvæmt nýrri athugun sem skýrt
er frá í breska blaðinu The Sunday
Times.
Þar í borg búa nú 72 milljarða-
mæringar, í breskum pundum
talið, en næst kemur Moskva með
48 milljarðamæringa, þá New
York með 43, San Francisco með
42, Los Angeles með 38 og Hong
Kong með 34.
Blaðið fullyrðir jafnframt að
miðað við höfðatölu búi fleiri
milljarðamæringar í Bretlandi
en í nokkru öðru landi. Þannig sé
einn milljarðamæringur á hverja
607 þúsund íbúa Bretlands, en í
Bandaríkjunum eru þeir einn á
hverja milljón íbúa.
The Sunday Times birtir á
hverju ári lista yfir ríkustu íbúa
Bretlands, en þetta er í fyrsta sinn
sem fjöldi þeirra er borinn saman
við fjöldann í öðrum löndum. Efstir
á lista auðkýfinga í Bretlandi þetta
árið eru indversku bræðurnir Sric-
hand og Gopichand Hinduja, en
þeir reka alþjóðafyrirtæki sem
nefnist Hinduja Group. - gb
Auðkýfingar sækjast eftir því að búa í London:
Ótvíræð höfuðborg
milljarðamæringa
RÍKASTIR Í
BRETLANDI
Indversku
bræðurnir Sric-
hand og Gopic-
hand Hinduja
eru efstir á lista
The Sunday
Times þetta
árið.
NORDICPHOTOS/AFP
ÚKRAÍNA, AP Langar biðraðir
mynduðust við kjörstaði í austan-
verðri Úkraínu í gær, þegar efnt
var til atkvæðagreiðslu þar í
tveimur héruðum um það hvort
stefna ætti að sjálfstæði.
Það voru íbúar í héruðunum
Donetsk og Luhansk sem voru
spurðir hvort þeir myndu styðja
frumvarp um sjálfstjórn hérað-
anna. Ætlunin er að efna svo aftur
til atkvæðagreiðslu um næstu
helgi þar sem íbúarnir verði
spurðir hvort þeir vilji að héruðin
sameinist Rússlandi.
Fregnir bárust af því að ein-
hverjir hefðu látið lífið í bænum
Krasnoarmeisk í Donetsk-héraði
þegar sérsveitarmenn frá Úkra-
ínustjórn tóku að skjóta á fólk sem
hafði safnast saman til að kjósa
fyrir utan ráðhúsið í bænum.
Þá kom til átaka í borginni Slavj-
ansk í fyrrinótt, þar sem stjórnar-
herinn skiptist á skotum við upp-
reisnarmenn.
Úkraínustjórn segir kosning-
arnar ólöglegar og Oleksandr
Túrtsjínov forseti segir að sjálf-
stæði héraðanna myndi eyðileggja
efnahagslíf landsins alls.
„Þetta er skref í áttina til hyl-
dýpis fyrir héruðin,“ sagði Túrtsj-
ínov á vefsíðu forsetaembættisins
á laugardag.
Leiðtogar á Vesturlöndum hafa
einnig gagnrýnt kosningarnar
og sagt að þau muni ekkert mark
taka á þeim. Meira að segja Vlad-
imír Pútín Rússlandsforseti hvatti
uppreisnarmenn í austanverðri
Úkraínu til þess að fresta kosn-
ingunum.
Roman Lyagin, sem er leiðtogi
þeirra sem skipulögðu kosning-
arnar í Donetsk, segir hins vegar
að fátt muni í reynd breytast í hér-
aðinu, jafnvel þótt íbúarnir veiti
tillögunni sem kosið er um sam-
þykki sitt.
„Við viljum bara lýsa yfir rétti
okkar til sjálfstjórnar,“ sagði
hann. „Eftir að tilkynnt verð-
ur um úrslitin mun nákvæmlega
ekkert breytast hvað varðar stöðu
Donetsk-héraðs. Við hættum ekki
að vera partur af Úkraínu. Við
verðum ekki hluti af Rússlandi.
Við erum bara að segja umheim-
inum að við viljum breytingar, við
viljum að hlustað sé á okkur.“
Hann nefndi hins vegar ekkert
um þau áform að síðar, jafnvel
strax um næstu helgi, yrði kosið
um innlimun í Rússland.
Ekki er reiknað með því að úrslit
verði orðin ljós fyrr en á mánudag-
inn.
Eftir hálfan mánuð stendur
svo til að Úkraínumenn kjósi sér
forseta. Túrtsjínov hefur gegnt
embættinu til bráðabirgða frá því
Viktor Janúkóvitsj hrökklaðist frá
völdum í febrúar síðastliðnum.
gudsteinn@frettabladid.is
Kosið um sjálfstæði
í tveimur héruðum
Úkraínustjórn og Vesturlönd fordæma kosninguna, en einn af leiðtogum upp-
reisnarmanna í Donetsk segir að ekkert muni breytast. Meiningin er að efna aftur
til atkvæðagreiðslu um næstu helgi um innlimun héraðanna í Rússland.
KOSIÐ Í DONETSK Vopnaður uppreisnarmaður stendur vörð á kjörstað.
NORDICPHOTOS/AFP
Tugir manna brunnu inni í borginni Odessa föstudaginn 2. maí síð-
astliðinn. Fréttir af því sem gerðist hafa verið óljósar, en atburðirnir
eiga væntanlega eftir að dýpka enn frekar gjána á milli andstæðra
fylkinga í Úkraínu.
Meira en 40 manns létu lífið. Rússar hafa talað um þjóðarmorð.
Þúsundir manna höfðu safnast saman í miðborginni vegna
fótboltaleiks. Stuðningsmenn beggja liða tóku síðan höndum saman
og efndu til útifundar til stuðnings stjórninni í Kænugarði, sem tók
við eftir að Janúkóvitsj hrökklaðist frá.
Hópur andstæðinga stjórnarinnar í Kænugarði ákvað að hleypa
upp þessum fundi, en þá brutust út átök sem stóðu klukkutímum
saman með skotbardögum og grjótkasti.
Kveikt er í tjaldbúðum stjórnarandstæðinga, en hópur þeirra
hafði flúið inn í byggingu verkalýðsfélags þar nærri. Grjóti og eld-
sprengjum er kastað frá verkalýðsbyggingunni, og því er svarað í
sömu mynt frá mannfjöldanum úti fyrir.
Fljótlega kviknar í byggingunni með þeim afleiðingum að fjöldi
fólks brann inni. Sumum virðist hafa verið meinuð útganga, en
einnig var reynt að bjarga fólki út úr byggingunni.
Lögregla og slökkvilið koma nærri klukkustund of seint á vettvang.
Hvað gerðist í Odessa 2. maí?
INNGANGURINN Maður gengur fram hjá brunnum
dyrum verkalýðshússins í Odessa. FRÉTTABLAÐIÐ/AP