Fréttablaðið - 12.05.2014, Blaðsíða 12
12. maí 2014 MÁNUDAGUR| FRÉTTIR | 12
SUÐUR-SÚDAN, AP Í gær hófust átök í
Suður- Súdan, innan við tveimur sólar-
hringum eftir að Salva Kiir forseti og
Riek Machar, leiðtogi uppreisnarmanna,
samþykktu vopnahlé.
Uppreisnarmenn hafa átt í hörðum
átökum við stjórnarherinn síðan í des-
ember, en bæði Ban Ki-Moon, fram-
kvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, og
John Kerry, utanríkisráðherra Bandaríkj-
anna, höfðu lagt hart að Kiir og Machar
að semja um frið.
Átökin virðast tengjast ágreiningi milli
þjóðflokka, en Kiir er af þjóðflokki Dinka
en Machar er af Nuer-þjóðflokknum. Þeir
Kiir og Machar hafa hins vegar verið
sakaðir um að láta persónuleg ágreinings-
mál sín brjótast út í bardögum liðsmanna
sinna.
Báðir saka þeir hvor annan um að hafa
ekki haft stjórn á liðsmönnum sínum,
með þeim afleiðingum að vopnahléið hélt
ekki nema í tæpa tvo sólarhringa.
Þúsundir manna hafa fallið í átökunum
síðan í desember. Í síðustu viku sögðu
Sameinuðu þjóðirnar að mannréttinda-
brot hefðu verið framin í stórum stíl í
tengslum við þessi átök. - gb
Átök hófust í Suður-Súdan, tveimur sólarhringum eftir að samkomulag um vopnahlé var gert:
Ekkert mark virðist tekið á vopnahléinu
VOPNAHLÉ SAMÞYKKT Þeir Salva Kiir forseti, sá með hatt-
inn, og Riek Machar, leiðtogi uppreisnarmanna, sem er lengst
til hægri, fóru með bænir ásamt tveimur fulltrúum kirkjunnar
þegar samkomulagið var undirritað á föstudag. NORDICPHOTOS/AFP
NÍGERÍA Goodluck Jonathan
Nígeríu forseti neitaði vikum
saman að þiggja aðstoð erlendis
frá við leitina að meira en 300
stúlkum, sem öfgasamtökin Boko
Haram rændu í síðasta mánuði.
Það var ekki fyrr en í síðustu
viku sem Jonathan féllst á að
þiggja aðstoð frá Bandaríkjunum,
Bretlandi, Frakklandi og Kína við
að hafa uppi á stúlkunum og bjarga
þeim.
Breska utanríkisráðuneytið
segist fyrst hafa formlega boðið
honum aðstoð þann 18. apríl,
fjórum dögum eftir að stúlk-
unum var rænt. Bandaríkin segj-
ast einnig hafa allt frá fyrsta degi
boðið aðstoð og verið í sambandi
við Nígeríustjórn vegna málsins.
Nú í þessari viku er eitt ár liðið
frá því að neyðarástandi var lýst
yfir í norðaustanverðri Nígeríu,
í ríkjunum Adamawa, Borno og
Yobe, en í þessum ríkjum hafa
öfgasamtökin Boko Haram haft
sig mest í frammi.
Ofbeldisverk samtakanna hafa
orðið æ tíðari og alvarlegri með
hverjum mánuðinum sem líður,
með þeim afleiðingum að flótta-
fólki fjölgar jafnt og þétt.
Flóttamannastofnun Samein-
uðu þjóðanna segir að 250 þúsund
manns séu á vergangi innan landa-
mæra Nígeríu, eftir að hafa hrak-
ist að heiman vegna ofbeldis og
átaka í landinu undanfarið.
Auk þess hafa rúmlega 60 þús-
und flúið til nágrannalandanna
Kamerún, Tsjad og Níger.
„Þetta fólk er að flýja árásir
uppreisnarmanna eða af ótta
við hefndaraðgerðir nígeríska
hersins,“ segir Adrian Edwards,
talsmaður Flóttamannastofn-
unarinnar, í tilkynningu frá stofn-
uninni nú fyrir helgi.
Hann segir stofnunina óttast
mjög að flóttamannastraumurinn
muni aukast til muna. Frásagnir
þeirra flóttamanna sem rætt hafa
við fulltrúa Flóttamannastofn-
unarinnar eru ófagrar.
„Grimmd og tíðni þessara
árása á sér engin fordæmi,“ segir
Edwards.
Árásarmennirnir hafa brennt
heilu þorpin til grunna. Þeir hafa
kastað handsprengjum inn á
markaðs torg, þar sem fjöldi fólks
var staddur. Sumir hafa orðið
vitni að því að vinir þeirra eða
ætt ingjar hafa, að því er virðist
af handahófi, verið valdir úr hópi
fólks og drepnir úti á götu.
Ein af stúlkunum sem rænt var
í síðasta mánuði hefur sagt fjöl-
miðlum að hún sé of hrædd til að
fara aftur í skólann sem hún gekk
í áður en henni var rænt.
Stúlkunum var öllum rænt úr
skólanum, en Boko Haram segjast
andvíg því að stúlkur njóti vest-
rænnar menntunar.
gudsteinn@frettabladid.is
Nígeríustjórn
hafnaði hjálp
Flóttamannastofnun S.Þ. hefur varað við því að
flótta manna straumurinn frá Nígeríu muni aukast
mjög á næstunni vegna ofbeldisverka Boko Haram.
MÓTMÆLI Ættingjar stúlknanna hafa harðlega gagnrýnt stjórnvöld fyrir seinagang.
FRÉTTABLAÐIÐ/AP
LÍBÍA Tugir manna drukknuðu
út af strönd Líbíu í síðustu viku.
Fólkið reyndi að komast frá Afríku
til Evrópu í von um betra líf. Liðs-
mönnum sjóhers Líbíu tókst að
bjarga rúmlega 50 manns, en allt
að 130 manns voru um borð. Í gær
var búið að finna 36 lík, en rúm-
lega 50 manns að auki var saknað.
Frá þessu var skýrt á vefsíðu
BBC sem vitnar í Saleh Mazek,
innanríkisráðherra Líbíu, um að
Líbía ráði ekki lengur við flótta-
mannastrauminn til Evrópu. - gb
Flóttafólk í Miðjarðarhafi:
Tugir drukkna
við Líbíuströnd
PI
PA
R
\
TB
W
A
•
S
ÍA
•
1
41
41
9
Viðskiptafræði með vinnu
Kynningarfundur þriðjudaginn 13. maí
kl. 12.10–12.50, í stofu 102 í Gimli.
Nánar á vmv.hi.is