Fréttablaðið - 12.05.2014, Blaðsíða 50
12. maí 2014 MÁNUDAGUR| SPORT | 26
Heimsmeistarakeppnin í fótbolta fer nú fram í tuttugasta sinn frá upphafi og
að þessu sinni verður hún á heimavelli sigursælustu
HM-þjóðarinnar frá upphafi, Brasilíu. Það eru 64 ár
síðan Brasilíumenn héldu HM síðast (1950) og enn
fremur 36 ár síðan HM-keppnin fór fram í
Suður-Ameríku (Argentína 1978). Tvær aðrar
keppnir hafa farið fram í Suður-Ameríku
því sú fyrsta fór fram í Úrúgvæ 1930 og sú
sjöunda var haldin í Síle árið 1962. Að þessu
sinni taka 32 þjóðir þátt eða tvöfalt fleiri en
þegar HM var síðast í Suður-Ameríku í júní
1978. Heimsmeistarakeppnin í ár hefst með
opnunarleik Brasilíu og Króatíu í Sao Paulo
12. júní næstkomandi og lýkur með úrslita-
leiknum á Maracana-leikvanginum í Ríó
13. júlí.
> 31 dagur í HM í Brasilíu
FORMÚLA 1 Lewis Hamilton er hrein-
lega óstöðvandi í Formúlunni þessa
dagana en hann vann sinn fjórða
kappakstur í röð á Spáni í gær.
Hann er fyrir vikið orðinn efstur í
stigakeppni ökuþóra en Hamilton er
með þriggja stiga forskot á liðsfélaga
sinn, Nico Rosberg, en báðir keyra
þeir fyrir Mercedes.
Hamilton leiddi keppnina í gær
frá upphafi til enda. Rosberg andaði
ofan í hálsmálið á honum allan
tímann en aðrir bílar voru víðs fjarri.
Daniel Ricciardo á Red Bull varð
þriðji og heimsmeistarinn Sebastian
Vettel fjórði.
„Ef ég á að segja eins og er þá
keyrði ég ekki nógu hratt í dag. Nico
var að keyra hraðar en ég. Sem betur
fer fékk ég góðar ráðleggingar frá
mínu fólki og okkur tókst að púsla
þessu saman,“ sagði Hamilton eftir
keppnina.
„Hann er að keyra betur en ég
almennt en ég hef náð að byrja
keppnirnar vel og það hefur reynst
mér mjög dýrmætt.“
Rosberg var svekktur að hafa ekki
náð félaga sínum.
„Einn hringur í viðbót og þá hefði
ég getað látið á það reyna að komast
fram úr Lewis. Ég er frekar svekktur
en það er engu að síður gott að hafa
náð öðru sæti. Það eru enn margar
keppnir eftir,“ sagði Rosberg. - hbg
Hamilton búinn að vinna fj ögur mót í röð
GLAÐUR Hamilton brosti breitt á
verðlaunapallinum. FRÉTTABLAÐIÐ/GETTY
FÓTBOLTI Það var mikil spenna
fyrir lokaumferðina í ensku
úrvalsdeildinni en bæði Man. City
og Liverpool áttu möguleika á
meistaratitlinum. Man. City stóð
betur að vígi og sigldi bikarnum
heim með sannfærandi sigri á
West Ham.
Gestirnir náðu ekki einu sinni
skoti á markið og Man. City varð
verðskuldaður Englandsmeistari.
Þeirra annar titill á þremur árum.
„Ég er stjóri frábærra leik-
manna sem eru í frábæru félagi og
spila fyrir enn betri áhorf endur,“
sagði stoltur stjóri City, Manuel
Pellegrini, eftir leikinn en hann
gerði liðið að meisturum á sínu
fyrsta ári með liðið.
„Þegar upp er staðið þá erum við
að uppskera allt sem við gerðum
í vetur. Við höfum lagt mikið á
okkur og gengið í gegnum mikið.
Það er frábært að hljóta þennan
titil og ég tel okkur eiga það
skilið.“
Það gekk brösuglega framan af
hjá City en þegar liðið fór í gang
var það ekki stöðvað.
„Þetta var mjög sérstakt tímabil
fyrir okkur. Við stokkuðum spilin
eftir að hafa aðeins fengið eitt stig
í fyrstu sex útileikjunum okkar. Þá
sagði ég strákunum að við þyrftum
að gera ákveðnar breytingar. Þeir
trúðu á það sem ég hafði fram að
færa og ekkert lið fékk fleiri stig
á útivelli eftir þetta. Það skipti
sköpum að þeir tryðu á mig og það
sem ég hafði fram að færa.“
Liverpool stimplaði sig aftur inn
í hóp bestu liða Englands í vetur og
árangur liðsins frábær. Hann er þó
súrsætur í ljósi þeirrar stöðu sem
liðið var komið í.
„Þetta hefur verið ótrúlegt
tímabil. Að vinna tólf af fjórtán
leikjum þessa árs er ótrúlegt afrek
hjá strákunum,“ sagði Brendan
Rodgers, stjóri Liverpool, en hann
er búinn að koma liðinu í Meistara-
deildina á nýjan leik.
„Við erum með ungt lið og okkur
hefur tekist að fá stuðningsmenn-
ina til þess að trúa á liðið. Það
er okkar hlutverk. Við munum
styrkja okkur í sumar og verðum
klárir í baráttuna næsta vetur. Nú
trúum við því að við getum farið
alla leið.“
henry@frettabladid.is
Man. City gerði engin mistök
24 ára bið Liverpool eft ir Englandsmeistaratitlinum lauk ekki í gær. Liverpool kláraði sinn leik en þurft i að
treysta á tap hjá Man. City en það var aldrei í kortunum. Leikmenn City öruggir og fögnuðu titlinum.
MEISTARAR Vincent Kompany, fyrirliði Man. City, lyftir hér bikarnum eftirsótta. FRÉTTABLAÐIÐ/GETTY
EITT SKREF ENN Stjarnan getur tryggt
sér titilinn í næsta leik. FRÉTTABLAÐIÐ/DANÍEL
SPORT
ÚRSLIT
CARDIFF CITY - CHELSEA 1-2
1-0 Craig Bellamy (14.), 1-1 Andre Schürrle (71.),
1-2 Fernando Torres (74.).
FULHAM - CRYSTAL PALACE 2-2
0-1 Dwight Gayle (27.), 1-1 Cauley Woodrow
(61.), 1-2 Dwight Gayle (83.), 2-2 David (90.+4).
HULL CITY - EVERTON 0-2
0-1 James McCarthy (8.), 0-2 R. Lukaku (45.).
LIVERPOOL - NEWCASTLE 2-1
0-1 Martin Skrtel, sjm (20.), 1-1 Daniel Agger
(62.), 2-1 Daniel Sturridge (64.)
MAN. CITY - WEST HAM 2-0
1-0 Samir Nasri (38.), 2-0 Vincent Kompany (48.)
NORWICH CITY - ARSENAL 0-2
0-1 Aaron Ramsey (52.), 0-2 Carl Jenkinson (61.)
SOUTHAMPTON - MAN. UTD 1-1
1-0 Rickie Lambert (28.), 1-1 Juan Mata (53.)
SUNDERLAND - SWANSEA 1-3
0-1 Nathan Dyer (6.), 0-2 Marvin Emnes (14.),
1-2 Fabio Borini (50.), 1-3 Wilfried Bony (54.)
TOTTENHAM - ASTON VILLA 3-0
1-0 Paulinho (13.), 2-0 Baker (34.), 3-0 Adeb (37.)
WBA - STOKE CITY 1-2
0-1 Gareth McAuley (22.), 1-1 Stephane Ses-
segnon (55.), 1-2 Charlie Adam (87.).
LOKASTAÐAN
Manchester City 38 27 5 6 102-37 86
Liverpool 38 26 6 6 101-50 84
Chelsea 38 25 7 6 71-27 82
Arsenal 38 24 7 7 68-41 79
Everton 38 21 9 8 61-39 72
Tottenham 38 21 6 11 55-51 69
Man. United 38 19 7 12 64-43 64
Southampton 38 15 11 12 54-46 56
Stoke City 38 13 11 14 45-52 50
Newcastle 38 15 4 19 43-59 49
Crystal Palace 38 13 6 19 33-48 45
Swansea City 38 11 9 18 54-54 42
West Ham 38 11 7 20 40-51 40
Sunderland 38 10 8 20 41-60 38
Aston Villa 38 10 8 20 39-61 38
Hull City 38 10 7 21 38-53 37
West Brom 38 7 15 16 43-59 36
Norwich 38 8 9 21 28-62 33
Fulham 38 9 5 24 40-85 32
Cardiff 38 7 9 22 32-74 30
Mörkin: 0-1 Kolbeinn Kárason (78.), 1-1 Einar
Karl Ingvarsson (84.)
FJÖLNIR (4-3-3): Þórður Ingason 7 - Gunnar
Valur Gunnarsson 6 (71., Einar Karl Ingvarsson -),
Atli Már Þorbergsson 6, Bergsveinn Ólafsson 7,
Guðmundur Þór Júlíusson 6 - Illugi Gunnarsson
6, Gunnar Már Guðmundsson 5, Guðmundur Karl
Guðmundsson 6 - Ragnar Leósson 3 (81., Guð-
mundur Böðvar Guðjónsson -), Aron Sigurðarson
7* (64., Christopher Tsonis 6), Þórir Guðjónsson 6.
VALUR (4-3-3): Fjalar Þorgeirsson 7 - James Hurst
6, Magnús Már Lúðvíksson 6, Mads Nielsen 6,
Bjarni Ólafur Eiríksson 6 - Haukur Páll Sigurðsson
6 (24., Kristinn Ingi Halldórsson 4), Halldór
Hermann Jónsson 4, Kristinn Freyr Sigurðsson
6 - Lucas Ohlander 4 (75., Kolbeinn Kárason
-), Sigurður Egill Lárusson 5 (86., Arnar Sveinn
Geirsson -), Indriði Áki Þorláksson 5.
Skot (á mark): 12-8 (4-5) Horn: 3-7
Varin skot: Þórður 4 - Fjalar 3
1-1
Fjölnisvöllur
Áhorf.: 736
Valdimar
Pálsson (6)
ÚRSLIT
OLÍS-DEILD KVENNA
STJARNAN - VALUR 26-23
Stjarnan-kvenna - Mörk (skot): Jóna Margrét
Ragnarsdóttir 10/3 (14/4), Helena Rut Örvarsdóttir
6 (8), Sandra Sif Sigurjónsdóttir 2 (2), Þórhildur
Gunnarsdóttir 2 (3), Hildur Harðardóttir 2 (3),
Nataly Sæunn Valencia 2 (4), Esther Viktoría
Ragnarsdóttir 2 (8), Sólveig Lára Kjærnested (2),
Varin skot: Florentina Stanciu 23/1 (46/7, 50%),
Hraðaupphlaup: 2 ( Þórhildur 2 )
Fiskuð víti: 4 ( Jóna, Hildur, Esther, Sólveig)
Valur-kvenna - Mörk (skot): Kristín Guðmunds-
dóttir 10/4 (16/5), Anna Úrsúla Guðmundsdóttir
5/2 (7/2), Morgan Þorkelsdóttir 3 (3), Sigurlaug
Rúnarsdóttir 2 (2), Karólína Lárudóttir 2 (5),
Bryndís Elín Wöhler 1 (3).
Varin skot: Berglind Íris Hansdóttir 14 (39/2,
36%), Sigríður Arnfjörð Ólafsdóttir (1/1, 0%),
Hraðaupphlaup: 2 ( Morgan, Karólína )
Fiskuð víti: 7 (Kristín, Anna 2, Morgan 2, Bryndís,
Rebekka Rut )
Staðan í einvíginu er 2-1 fyrir Stjörnuna.
OLÍS-DEILD KARLA
HAUKAR - ÍBV 26-19
Haukar - Mörk (skot): Einar Pétur Pétursson 5 (6),
Sigurbergur Sveinsson 5/4 (7/4), Brynjólfur Snær
Brynjólfsson 3 (5), Árni Steinn Steinþórsson 3 (7),
Tjörvi Þorgeirsson 3 (8), Jón Þorbjörn Jóhannsson
2 (2), Elías Már Halldórsson 2 (4), Einar Ólafur
Vilmundarson 1 (1), Þröstur Þráinsson 1 (1),
Jónatan Ingi Jónsson 1 (2).
Varin skot: Giedrius Morkunas 25/2 (44/5, 57%)
ÍBV - Mörk (skot): Agnar Smári Jónsson 4 (9),
Theodór Sigurbjörnsson 4/3 (9/5), Einar Gauti
Ólafsson 2 (3), Grétar Þór Eyþórsson 2 (6/1),
Róbert Aron Hostert 2 (8), Andri Heimir Frið-
riksson 1 (1), Magnús Stefánsson 1 (1), Svavar
Grétarsson 1 (1), Hallgrímur Júlíusson 1 (2), Guðni
Ingvarsson 1 (5)
Varin skot: Kolbeinn Aron Ingibjargarson 10
(26/2, 38%), Henrik Vikan Eidsvag 1 (11/2, 9%),
Staðan í einvíginu er 2-1 fyrir Hauka.
Mikið úrval af stuðningshlífum frá Sporlastic.
Vandaðar vörur á góðu verði.
Sporlastic vörurnar fást einnig í Lyfju Lágmúla, Reykjavíkurapóteki
og Apóteki Vesturlands, Akranesi. FA
S
TU
S
_H
_2
7.
05
.1
4
Verið velkomin í verslun okkar að Síðumúla 16, 2.h. Opið mán - fös 8.30 - 17.00
Síðumúli 16 • 108 Reykjavík • Sími 580 3900 • www.fastus.is
Veit á vandaða lausn