Fréttablaðið - 12.05.2014, Blaðsíða 14
12. maí 2014 MÁNUDAGURSKOÐUN
HALLDÓR
FRÉTTABLAÐIÐ Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík Sími: 512 5000, ritstjorn@frettabladid.is FRÉTTASTJÓRI: Andri Ólafsson andri@frettabladid.is RITSTJÓRNARFULLTRÚI: Álfrún Pálsdóttir alfrun@frettabladid.is VIÐSKIPTI: Fanney Birna Jónsdóttir fanney@frettabladid.is MENNING: Friðrika Benónýsdóttir fridrikab@frettabladid.is
DÆGURMÁL: Lilja Katrín Gunnarsdóttir liljakatrin@frettabladid.is VÍSIR: Kolbeinn Tumi Daðason, kolbeinntumi@365.is LJÓSMYNDIR: Pjetur Sigurðsson pjetur@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Sæmundur Freyr Árnason sfa@frettabladid.is ÚTLITSHÖNNUN: Silja Ástþórsdóttir siljaa@frettabladid.is
FRÁ DEGI
TIL DAGS
ÚTGÁFUFÉLAG: 365 miðlar ehf. STJÓRNARFORMAÐUR: Ingibjörg S. Pálmadóttir FORSTJÓRI OG ÚTGÁFUSTJÓRI: Ari Edwald
RITSTJÓRAR: Ólafur Þ. Stephensen olafur@frettabladid.is, Mikael Torfason mikael@frettabladid.is Fréttablaðið kemur út í 90.000
eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á
landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds.
ISSN 1670-3871 Skuldaniðurfellingarfrumvörpin eru nú
að koma til afgreiðslu í þinginu.
Fyrir liggur að skuldaniðurfell ingin
mun kosta samfélagið mikið í hærri
vöxtum, meiri verðbólgu, minni fjár-
festingu og tapi sveitarfélaga og Íbúða-
lánasjóðs. Í fljótu bragði virðist þessi
kostnaður jafnvel meiri en sá ávinningur
sem sum skuldug heimili fá með þessari
aðgerð. Tillögur ríkisstjórnarinnar hafa
vanmetið kostnaðinn.
Ríkisstjórnin hefur sagt að hámarks-
niðurfærsla verði 4 milljónir á heimili.
Það hljómar ekki svo illa. Þegar grannt
er skoðað kemur í ljós að örfáir munu
njóta þeirrar skuldalækkunar, því allt
er dregið af þeim sem einhverja úrlausn
hafa fengið hingað til. Það sem er frétt-
næmt er að einungis einstaklingar sem
eiga yfir 20 milljónir skuldlausar eða
hjón sem eiga yfir 30 milljónir skuld-
lausar munu fá pitsuna óskerta, allar 4
milljónirnar sem lofað hefur verið. Allir
hinir munu fá hámarksupphæðina skerta.
Þar við bætist að til stendur að draga
frá allar sértækar úrlausnir sem ríkis-
stjórn jafnaðarmanna stóð fyrir á fyrra
kjörtímabili. Þannig munu allar skulda-
lækkanir vegna sértækrar skuldaað-
lögunar og greiðsluaðlögunar koma til
lækkunar á leiðréttingunni. En samn-
ingar einstaklinga við banka um aðrar
afskriftir koma ekki til frádráttar.
Fjöldamargir einstaklingar sömdu við
bankann sinn um lækkun skulda utan
ramma sértækrar skuldaaðlögunar eða
greiðsluaðlögunar. Fjárhæðir slíkra
afskrifta geta numið milljörðum og ríkis-
stjórnin hefur enga tilraun gert til að
greina þessa upphæð. Þessi forréttinda-
hópur – sem kannski átti meiri eignir,
hafði hærri laun eða þekkti til í banka-
kerfinu og fékk þess vegna betri kjör –
mun fá leiðréttinguna óskerta, en þeir
sem fóru formlega leið því þeir fengu
enga úrlausn annars munu verða skertir.
Þannig nýtist leiðrétting ríkisstjórnar-
innar best þeim best settu og mismunar
fólki í sambærilegri stöðu með einstak-
lega ósvífnum hætti.
Sannast hið fornkveðna: „Vont er
þeirra ránglæti, verra er þeirra rétt-
læti.“
Skuldalækkunin gefur ríkum mest
Innskot í Fréttablaðið skilar árangri!
MEST LESNA
DAGBLAÐ Á ÍSLANDI*
Fréttablaðið er mest lesna dagblaðið landsins
með glæsilegt forskot á keppinautana.
Meðallestur Fréttablaðsins í
aldurshópnum 25-54 ára er 73%
á höfuðborgarsvæðinu.*
Við bendum auglýsendum á að notfæra
sér forskotið þegar þeir velja dreifingarleið
fyrir fjölpóst sinn. Við dreifum sex daga
vikunnar til heimila á stærsta markaðssvæði landsins.
Kannaðu dreifileiðir og verð í síma 512 5448
eða í tölvupóstfangi fjolpostur@frettabladid.is
*P
re
nt
m
ið
la
kö
nn
un
C
ap
ac
en
t o
kt
ób
er
–d
es
em
be
r 2
01
2
–
hö
fu
ðb
or
ga
rs
væ
ði
2
5-
54
á
ra
HAFÐU FJÖLPÓSTINN ÞINN
Í FRÉTTABLAÐINU
FJÁRMÁL
Árni Páll
Árnason
formaður
Samfylkingarinnar
➜ Þegar grannt er skoðað kemur
í ljós að örfáir munu njóta þeirrar
skuldalækkunar, því allt er dregið
af þeim sem einhverja úrlausn hafa
fengið hingað til.
S
igur austurrísku draggdrottningarinnar Conchitu
Wurst í Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva á
laugardagskvöldið hefur almennt verið túlkaður sem
sigur fordómaleysis Evrópubúa og skýr skilaboð til
Pútíns Rússlandsforseta um að stefna hans í mál-
efnum samkynhneigðra eigi ekki upp á pallborðið hjá almenn-
ingi í Evrópu. Niðurstaðan hefur enda vakið hörð viðbrögð
hjá Rússum og í morgunþætti rússneska ríkissjónvarpsins í
gærmorgun, daginn eftir keppnina, lét þingmaðurinn Vladimír
Zhirinovsky þau orð falla að úrslitin mörkuðu endalok Evrópu.
„Þetta er komið úr böndunum,“ sagði hann. „Það eru ekki
lengur neinir karlmenn eða kvenmenn í Evrópu, bara ÞAÐ.“
Reyndar hafa hinir for-
dómalausu Íslendingar verið
á svipuðum nótum á Facebook
og Twitter, veltandi því fyrir
sér fram og til baka hvort
kalla ætti Conchitu, sem auð-
vitað er hinn samkynhneigði
Tom Neuwirth í draggi, hann
eða hana. Eins og það sé mál
málanna. Sjálf hefur Conchita slegið á þessar vangaveltur
með því að svara spurningunni um hvort hún sé karl eða kona
á þann hátt að hún sé drottning í vinnunni og latur strákur
heima. Á blaðamannafundi eftir að úrslitin lágu fyrir bætti
hún um betur og sagði: „Mig dreymir um heim þar sem við
þurfum ekki að tala um aukaatriði eins og kynferði, hvaðan þú
ert eða hvern þú elskar. Málið snýst alls ekki um það.“ Annars
staðar hefur hún látið hafa eftir sér að sú ákvörðun að vera
með skeggið í dragginu hafi helgast af löngun til að fá fólk til
að horfa fram hjá staðalímyndum og bera virðingu fyrir mann-
eskjunni sem slíkri, hvort sem hún fellur inn í normið eða ekki.
Og það tókst á laugardagskvöldið, eða hvað?
Eurovision er reyndar ekki góður mælikvarði á umburðar-
lyndi almennings. Ekkert frekar en Gay Pride. Þar er leyfilegt
að vera öðruvísi í einn dag eða tvær vikur, en það umburðar-
lyndi nær kannski ekki mikið lengra. Eða trúum við því að
fólkið sem kýs draggdrottningu í Eurovision eða mætir til
að horfa á gleðigönguna hafi þar með tekið samkynhneigða í
sátt og lagt fordóma sína á hilluna? Pútín er nefnilega ekkert
einn um það að hafa andstyggð á samkynhneigðum. Í öllum
ríkjum Evrópu eru menn enn þá barðir til óbóta fyrir það eitt
að skera sig úr norminu. Það er enn þá gert grín að homma-
lega stráknum í skólanum. Hommi er enn þá skammaryrði í
unglingahópum og strákur í stelpufötum er enn þá frík í augum
umhverfisins. Svo ekki sé nú minnst á umræðuna um sjálf-
sagðan rétt hinsegin fólks til að giftast og eignast börn. Hvers
vegna er enn verið að ræða það? Er það ekki svo sjálfsagt að
það ætti fyrir löngu að vera hætt að vera eitthvað sem þarf að
ræða fram og til baka? Eiga ekki mannréttindi að gilda fyrir
alla alls staðar, ekki bara í eitt kvöld? Og dregur ekki sú túlkun
að með því að kjósa draggdrottningu til sigurs í Eurovision hafi
Evrópa verið að senda Pútín persónuleg skilaboð stórlega úr
því meinta fordómaleysi sem liggur að baki kosningunni?
Snýst sigur Conchitu um mannréttindi?
Fordómalaus
í einn dag
Friðrika
Benónýsdóttir
fridrikab@frettabladid.is
Ósannspár
Felix Bergsson var kynnir
Eurovision- keppninnar á RÚV
á laugardagskvöldið en skiptar
skoðanir eru um hvort honum
hafi farist hlutverkið vel úr hendi.
Reyndi Felix sí og æ að spá fyrir um
úrslit og stigagjöf í pólitísku sam-
hengi en oftar en ekki brást honum
bogalistin, enda ekki á
vísan að róa er menn
reyna að sjá fyrir um
framtíðina.
Það sem fer upp
Atriði Póllands, sem um langt árabil
hefur verið fjarri góðu gamni þegar
kemur að Eurovision-keppninni,
vakti talsverða athygli. Á sviðinu
voru afar brjóstgóðar konur að þvo
þvott og strokka smjör. Gerði Felix
grín að barmi stúlknanna og efaðist
um að hann væri frá náttúrunnar
hendi. Talaði hann meðal
annars um að það sem færi
upp kæmi aftur niður og
fannst einhverjum það grín
afar ósmekklegt.
Ekki allir sammála
Margir hafa spreytt sig á því að
lýsa Eurovision á Íslandi, þar á
meðal Sigmar Vilhjálmsson og Gísli
Marteinn Baldursson, og hafa þeir
báðir ávallt slegið rækilega í gegn
hjá íslensku þjóðinni. Hafa þeir afar
beitt skopskyn og talsverða þekk-
ingu á Eurovision-keppninni
sem sumum sem höfðu sig
frammi á samfélagsmiðlum
á laugardagskvöld fannst
vanta nokkuð upp á hjá
Felix. En sitt sýnist hverjum
vitanlega og ekki geta allir
alltaf verið sammála. Sérstak-
lega ekki um Eurovision.
liljakatrin@frettabladid.is