Fréttablaðið - 04.06.2014, Side 6
4. júní 2014 MIÐVIKUDAGUR| FRÉTTIR | 6
1. Hversu mörgum kjörseðlum var
breytt í kosningunum í Reykjavík nú?
2. Hvaða konungur hefur boðað
afsögn sína?
3. Hver eru grunnlaun borgarfulltrúa?
SVÖR:
1. 1.604. 2. Jóhann Karl Spánarkonungur.
3. Tæp hálf milljón króna.
Við tjöldum því besta
ISIS 500
Mjög vandað 5 manna tjald, 7,8 fm fortjald, 4000 mm
vatnsheldni, eldvarinn dúkur, einnig til 6 manna.
Tempest 200
Vinsælasta 2ja manna göngutjaldið okkar,
5000 mm vatnsheldni, 2,75 kg.
Kirby 400 - 4 manna tjald, gott fortjald, 195 cm
lofthæð, 3000 mm vatnsheldni, eldvarinn dúkur.
kr. 40.995
Tilboð
34.995
kr. 64.995
Tilboð
49.995
78.995
BREIÐDALSHREPPUR Rétt rúmur
meirihluti Breiðdælinga vill sam-
einast öðru sveitarfélagi. Þetta
kom fram í kosningu meðal íbúa
sem gerð var samhliða sveitar-
stjórnarkosningunum. Flestir sem
gáfu upp hvaða sveitarfélagi Breið-
dalshreppur ætti að sameinast
nefndu Fjarðabyggð.
Alls greiddu 84 íbúar hreppsins
atkvæði í skoðanakönnuninni, eða
rétt rúmur helmingur íbúa. Á kjör-
skrá voru 152. Íbúar sveitarfélags-
ins í upphafi árs voru 187. - sa
Könnuðu hug bæjarbúa:
Vilja sameina
Breiðdalshrepp
SAMFÉLAGSMÁL Samfélagssjóður
Valitor veitti fyrir helgi ellefu
styrki að heildarupphæð 7.350.000
krónur. Hlutverk sjóðsins er að
styðja við málefni, sem bæta
mannlíf og efla.
Úr sjóðnum hlutu styrk Bald-
vin I. Tryggvason, Barnamenn-
ing, Verkefnið Allir öruggir heim,
Félag lesblindra á Íslandi, Óperan
Ragnheiður, Gettu betur-stelpur,
Hrafnhildur Árnadóttir, Ingvar
Alfreðsson, Ragnheiður Lilja Óla-
dóttir, Ungmennaráð Samfés og
umhverfissamtökin Blái herinn.
Sjóðurinn var stofnaður fyrir
22 árum og hafa frá upphafi verið
veittir samtals 164 styrkir til ein-
staklinga og samtaka. - fb
Valitor afhenti styrki:
Ellefu fengu sjö
milljónir króna
ÁRBORG Meirihluti íbúa sveitar-
félagsins Árborgar vill að skoð-
aður verði möguleiki á að sam-
einast öðrum sveitarfélögum, ef
marka má skoðanakönnun sem
unnin var samhliða sveitarstjórn-
arkosningum um helgina.
Niðurstöðurnar voru kynntar
í gær en af þeim 2.870 sem tóku
þátt í könnuninni sögðust 782
ekki vilja að sameining við önnur
sveitarfélög yrði skoðuð. 1.311
sögðust vilja að skoðaður yrði
sá möguleiki að sveitarfélögin í
Árnessýslu sameinist í eitt.
Þá sögðu 765 að skoða ætti
hvort Árborg gæti sameinast
einu eða fleirum af sjö sveitar-
félögum sem nefnd voru. - bá
Skoðanakönnun í Árborg:
Meirihluti íbúa
vill sameiningu
SÝRLAND, AP Forsetakosningar voru
haldnar í Sýrlandi í gær, þrátt fyrir
borgarastyrjöld og linnulitlar loft-
árásir stjórnarhersins á svæði upp-
reisnarmanna.
Lítill vafi lék á því að Bashar al
Assad forseti myndi bera sigur úr
býtum, en bæði stjórnarandstaðan
og leiðtogar á Vesturlöndum hafa
litið á þessar kosningar sem skrípa-
leik. Stjórn landsins tilkynnti síð-
degis í gær að kjörstaðir yrðu hafðir
opnir fimm klukkustundum lengur
en upphaflega stóð til. Ástæðan
var sögð vera svo mikil kjörsókn.
Tugir þúsunda manna flykktust
að minnsta kosti út á götur höfuð-
borgarinnar Damaskus og veifuðu
ýmist fánum eða myndum af Assad
forseta.
Í fjarska mátti þó heyra sprengju-
hljóð þar sem stjórnarherinn hélt
ótrauður áfram árásum á þorp í
nágrenninu. Miklar öryggisráð-
stafanir voru enda gerðar í höfuð-
borginni. Að minnsta kosti þrisvar
sinnum flugu herþotur yfir borgina,
en slíkt mun sjaldséð sjón. - gb
Forsetakosningar framlengdar um fimm tíma, vegna mikillar kjörsóknar:
Kosið í miðri borgarastyrjöld
STRÍÐ Í ALEPPO Meðan kosið var víða
um land var sprengjum varpað á svæði
uppreisnarmanna. FRÉTTABLAÐIÐ/AP
HAFNARFJÖRÐUR „Það hafa allir
flokkar verið að tala saman,“ segir
Gunnar Axel Axelsson, oddviti Sam-
fylkingarinnar í Hafnarfirði.
Björt framtíð, sem menn telja
sigurvegara
kosninganna,
hefur rætt við
Vinstri græn og
Samfylkinguna
annars vegar og
Sjálfstæðisflokk-
inn hins vegar
um samstarf á
breiðum grunni.
Guðlaug Krist-
jánsdóttir, oddviti Bjartrar fram-
tíðar, segir að flokkurinn vilji vinna
með öllum flokkum í bæjarstjórn. Í
kosningabaráttunni hafi verið lagt
upp með breiða samstöðu.
„Við metum það svo að kjósendur
hafi kosið þá hugmynd. Mögulega
komum við fólki á óvart með því að
vilja að allir rói í sömu átt en þannig
nýtast kraftar bæjarfulltrúa best,“
segir Guðlaug.
Gunnar Axel segir að Samfylk-
ingunni lítist ágætlega á tillögur
Bjartrar framtíðar. Sjálfsagt sé að
láta á þær reyna.
„Við ætlum að gefa Bjartri fram-
tíð svigrúm til að skoða hlutina,“
segir Guðrún Ágústa Guðmunds-
dóttir, bæjarstjóri og oddviti VG, og
bætir við að vinstri græn séu alveg
róleg yfir þessu.
Þeir sem rætt var við í gær vildu
ekki skjóta hugmynd Bjartar fram-
tíðar um breiða samstöðu í kaf en
töldu hana varla raunhæfa. Þess
vegna væru allir að ræða óform-
lega sín á milli um alla mögulega
og ómögulega meirihluta. Erki-
fjendurnir Samfylking og Sjálf-
stæðisflokkur hefðu til að mynda
átt óformlegt spjall.
Sjálfstæðisflokkurinn hefur ekki
verið stærsti flokkurinn í Hafnar-
firði frá árinu 1998. Þrátt fyrir það
tapaði hann örlitlu fylgi í kosningun-
um nú miðað við kosningarnar fyrir
fjórum árum.
Möguleikarnir á myndun meiri-
hluta í Hafnarfirði eru nokkrir.
Sjálfstæðisflokkur gæti myndað
meirihluta með Bjartri framtíð eða
Samfylkingu. Þá gætu Vinstri græn,
Samfylking og Björt framtíð líka
myndað meirihluta.
Ekki náðist í Rósu Guðbjartsdótt-
ur, oddvita Sjálfstæðismanna, í gær.
Kristinn Andersen, annar maður á
lista, vildi ekkert láta eftir sér hafa.
johanna@frettabladid.is
Allir flokkar rætt
saman í Hafnarfirði
Björt framtíð leggur áherslu á breiða samstöðu og að allir flokkar vinni saman.
VG telur að það eigi að gefa Bjartri framtíð svigrúm til að skoða málin. Sjálf-
stæðisflokkurinn hefur ekki tjáð sig um hugmyndir Bjartrar framtíðar.
Viðræðum Bjartrar framtíðar og
Sjálfstæðisflokksins í Kópavogi
miðar vel. Í gær var farið yfir
hina ýmsu málaflokka. Ef ekkert
óvænt kemur upp á er stefnt
að því að kynna nýjan málefna-
samning og nýjan meirihluta í
Kópavogi um hvítasunnuhelgina.
➜ Viðræður ganga vel
ALLIR SAMAN NÚ Björt framtíð leggur til að allir flokkar vinni saman í bæjarstjórn Hafnarfjarðar. FRÉTTABLAÐIÐ/DANÍEL
GUÐRÚN ÁGÚSTA
GUÐMUNDSDÓTTIR
GUNNAR AXEL
AXELSSON
GUÐLAUG KRIST-
JÁNSDÓTTIR
UMHVERFISMÁL Sterkar líkur eru
á að saurgerlar á borð við E.coli
séu í Þingvallavatni. Kjartan Guð-
mundson, líffræðingur og meist-
aranemi í umhverfis- og auðlinda-
fræði, rýnir í örveruflóru vatnsins
í meistaraprófs ritgerð sinni.
Saurgerlar (E.coli) fundust í
fimm sýnum í grennd við mannabú-
staði. „Þingvallavatn er gríðarstórt
og því erfitt að átta sig á hvaðan
saurmengunin kemur. Staðreyndin
sem blasir við er að hér í sveitinni
eru 600 bústaðir sem uppfylla ekki
kröfur um tveggja þrepa hreinsun á
skólpi. Það, sem slíkt, setur spurn-
ingarmerki við heilbrigði drykkjar-
vatns á svæðinu,“ segir Kjartan.
Þá er óljóst hvaða áhrif stóraukin
köfun á Þingvöllum hefur. Rúmlega
15 þúsund kafarar, hvaðanæva að
úr heiminum, köfuðu í Silfru á síð-
asta ári. Engin krafa er um að fólk
hreinsi kafarabúnað sem hingað er
fluttur. Slíkt á þó við um innflutt
reiðtygi og veiðibúnað. - khn
KAFAÐ Á ÞINGVÖLLUM Ekki er gerð krafa
um að fólk hreinsi köfunarbúnað sem
fluttur er til landsins. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM
Niðurstöður meistaraprófsritgerðar varpa ljósi á áhrif mannabyggðar:
Saurgerlar taldir í Þingvallavatni
➜ Í lögum um þjóðgarðinn á
Þingvöllum segir að óheimilt
sé að gera nokkuð sem geti
spillt eða mengað vatn.
VEISTU SVARIÐ?