Fréttablaðið - 04.06.2014, Qupperneq 12
4. júní 2014 MIÐVIKUDAGUR| FRÉTTIR | 12
Sími 412 2500 - sala@murbudin.is - www.murbudin.is
Kletthálsi Reykjavík
Reykjanesbæ
BOZZ
sturtuklefi
80x80cm
43.900
11.990
AGI-167 hitastýrð
blöndunar tæki fyrir sturtu
fáanleg með upp stút.
Rósetturog hjámiðjur
fylgja.
Fást einnig í 90x90cm á
kr. 45.900. Einnig eru til
rúnnaðir 90x90 klefar
á kr. 45.900
Sturtustöng og -brúsa fylgja.
GÆÐAVARA
Vatnslás og botnventill frá
McAlpine seldur sér á kr. 1.290
Ferðalangar geta frá og með kom-
andi maímánuði heimsótt 800
metra löng ísgöng um 30 metrum
undir yfirborði Langjökuls. Þessi
undraveröld í jöklinum mun bjóða
gestum að njóta veitinga í sértil-
höggnum veitingasal; virða fyrir
sér sýningar í afkimum og hliðar-
skútum, tilhöggvin íslistaverk svo
ekki sé talað um jökulstálið sjálft
upplýst eftir kúnstarinnar reglum.
Hugsað er fyrir öllu, jafnvel þeim
sem eru á þeim buxunum að ganga
í það heilaga því í jöklinum verður
lítil kapella fyrir þá sem gera þær
sérkröfur.
Þetta var meðal þess sem Sig-
urður Skarphéðinsson, fram-
kvæmdastjóri IceCave, nefndi við
kynningu á ísgöngum í vestanverð-
um Langjökli í gær, þeim stærstu í
Evrópu þegar þau verða fullbyggð.
Göngin eru ofan við Geitlandsjökul
í um 1.260 metra hæð yfir sjávar-
máli.
Í máli hans kom fram að ísgöng-
in eru hugsuð sem viðbót við ferða-
þjónustu á því svæði landsins sem
ásókn er mest. Vegna nálægðar
við höfuðborgarsvæðið geta ferða-
þjónustufyrirtæki markaðssett
dagsferðir þaðan, með viðkomu á
Þingvöllum, við Geysi og Gullfoss
og gert fólki kleift að sjá sýnishorn
af mörgu því forvitnilegasta sem
landið hefur að bjóða.
Það er Icelandic Tourism Fund
(ITF I), framtakssjóður í eigu
Landsbankans, Icelandair Group
og nokkurra lífeyrissjóða, sem
stendur að verkefninu undir merkj-
um fyrirtækisins IceCave. Við
opnun í maí árið 2015 er reiknað
með að framkvæmdin muni kosta
á bilinu 200 til 300 milljónir, en
verktakar eru þegar þetta er skrif-
að komnir rúmlega 40 metra inn í
jökulinn og sækist vel.
Eins og Fréttablaðið greindi frá
í september er fjárfestingargeta
framtakssjóðsins um 2,1 milljarð-
ar króna, sem verður nýtt til fimm
til tíu verkefna. Annað verkefni
sem hefur vakið athygli er hesta-
miðstöð í Ölfusi. Sérstaða sjóðsins
eru fjárfestingar í ferðaþjónustu
eingöngu.
Verkefnið er ekki nýtt af nálinni,
undirbúningur hófst hjá verkfræði-
stofunni Eflu árið 2010. Samráð
var þá strax haft við sveitarfé-
lagið Borgarbyggð og Umhverfis-
stofnun. Skipulagsstofnun gaf út
að verkefnið væri ekki matsskylt
en náttúruverndarsjónarmið verða
í hávegum höfð, að sögn Sigurðar.
Ari Trausti Guðmundsson, jarð-
eðlisfræðingur og ráðgjafi í verk-
efninu, svaraði spurningum á fund-
inum um öryggismál í göngunum
og á jöklinum.
Í máli hans kom fram að á jökli
er hætta á hruni mest úti við jaðra
hans; þar sem hreyfingin og bráðn-
unin er mest. „Það verður ekki sagt
að svona ísgöng séu 100% örugg.
Þú byggir ekki mannvirki í nátt-
úrunni sem það á við, en hætturnar
af þessu eru hverfandi,“ sagði Ari
Trausti og nefndi ferðir inn í hraun-
hella og önnur náttúruleg fyrirbæri
þar sem hættan er meiri ef eitthvað
er.
Eins kom fram að áður en ferða-
fólki verður hleypt inn í göngin
verða þau prófuð í eitt ár, áður en
kemur að opnun. Búist er við allt
að 30.000 gestum á ári, um fjörutíu
manns gætu verið í hópi í ísgöng-
unum á hverjum tíma.
Opna undraheim inni í Langjökli
Lengstu ísgöng í Evrópu verða opnuð ferðafólki í Langjökli í maí 2015. Þau prýðir veitingasalur, sýningaraðstaða og kapella og kosta 200 til
300 milljónir. Ísgöngin verða eins örugg og annað sem menn heimsækja í náttúrunni. Reiknað er með 20 til 30 þúsund gestum á ári.
KAPELLA Dæmi annars staðar frá sýna að mikill áhugi er hjá fólki
að ganga í það heilaga við óvenjulegar aðstæður. Þessu er mætt í
ísgöngunum með lítilli kapellu, þar sem krossinn og bekkir verða úr
ís, en sessurnar þó úr timbri.
SEST TIL BORÐS Gestir geta við dvöl í ísgöngunum sest niður í veit-
ingasal og notið léttra veitinga. Stólar og borð verða úr ís; barinn líka.
Gestir á hverjum tíma verða líklega um 80 talsins, en mögulegt að
leiða fjóra hópa í gegn daglega.
TJÖRN UNDIR JÖKLI Neðst í ísgöngunum er reiknað með að koma niður á grunnvatn. Með þetta verður unnið og gerður verður ævintýrahellir þar sem ljós, vatn og ís skapa sérstaka upplifun.
„SÝNINGARTJALD“ Göngin sjálf verða hrá og sjá má óhreinindi og
annað sem jökullinn geymir. Sprungur í jöklinum veita dagsljósi inn í
göngin. Á mannhæðarháum skjá verður hægt að leita upplýsinga um
sögu jöklanna og hlýnun jarðar sem ógnar tilvist þeirra.
Svavar
Hávarðsson
svavar@frettabladid.is
Það
verður ekki
sagt að svona
ísgöng séu
100% örugg.
Þú byggir
ekki mann-
virki í náttúrunni sem það á
við, en hætturnar af þessu
eru hverfandi.
Ari Trausti Guðmundsson
jarðeðlisfræðingur