Fréttablaðið - 04.06.2014, Side 18

Fréttablaðið - 04.06.2014, Side 18
4. júní 2014 MIÐVIKUDAGUR| SKOÐUN | 18 Í kjölfar Hrunsins vakti margt ugg. Það sem sem olli mér einna þyngstum áhyggjum var að harðri þjóðernishyggju yxi fisk- ur um hrygg líkt og víða hafði gerst. Íslending- ar eru sjálfhverf þjóð og skildu varnaðarorð og gagnrýni umheimsins sem ofsóknir gegn landi og þjóð. Uggurinn reynd- ist ástæðulaus þar til í nýafstöðn- um kosningum. Ekki óvænt Það kom ekki á óvart að frum- kvæði að þjóðernishyggju kæmi frá Framsókn. Hún hefur lengi verið snar þáttur í hugmynda- fræði flokksins. Í byrjun kann hún að hafa verið frjó. Svo er ekki nú. Árangurinn af útspilinu í moskumálinu kom heldur ekki á óvart. Hugsanlega gefa úrslitin í Reykjavík hugboð um hlutfall ákafra þjóðernis- sinna. Það er þó óvíst. Hlutfallið kann að vera mun hærra en upp úr kössunum kom. Í öllu falli er tími til kominn fyrir allt vel hugsandi fólk sem þráir opið samfélag að snúast til varnar gegn tortryggni, útilok- unarstefnu og útlendingaandúð. Blindgata Átökin sem blásið hefur verið til snúast um hvort veita eigi mús- limum og orþodoxum lóðir á sömu forsendum og öðrum trúfélögum og afturkalla e.t.v. þegar veittar lóðir. Í lýðræðislegu réttarríki er þessi kostur ekki í boði þótt hug- myndin hafi nýst í kosningaslag. Í stjórnarskrá lýðveldisins segir: „Allir eiga rétt á að stofna trúfélög og iðka trú sína í sam- ræmi við sannfæringu hvers og eins“. Til þess þurfa múslimar moskur ekki síður en kristið fólk kirkjur. Auk þess segir: „Enginn má neins í missa af borgaraleg- um og þjóðlegum réttindum fyrir sakir trúarbragða sinna“. Og loks: „Allir skulu vera jafnir fyrir lögum og njóta mannréttinda án tillits til … trúarbragða … og stöðu að öðru leyti“. Öllum þessum mikil vægu mannréttindareglum virðast borgarfulltrúar Fram- sóknar vilja gleyma eða brjóta gegn þeim. Trúfrelsis- og jafnræðisreglur stjórnarskrárinnar vernda rétt allra en leggja jafnframt mikil- vægar skyldur á herðar okkar en þar segir líka: „Þó má ekki kenna eða fremja neitt (þ.e. í nafni trúar) sem er gagnstætt góðu siðferði eða allsherjarreglu“, sem og „né heldur má nokkur fyrir þá sök skorast undan almennri þegn- skyldu“. Ákvæðunum er ætlað að tryggja að enginn misnoti frelsi sitt til að brjóta gegn lögum og grunngildum landsmanna. Þann- ig er trúfrelsið stillt af. Þetta er sá rammi sem stjórn- arskráin setur um grundvallar- mannréttindi á trúmálasvið- inu. Af ákvæðunum verður ekki slegið eða kosið um framkvæmd þeirra nema með því að ógna lýð- ræðinu og réttarríkinu. Borgar- og skipulagsyfirvöld hljóta því að úthluta lóðum til múslima eins og þegar aðrir eiga hlut að máli. — Eða hvernig málflutningur skyldi vera hafður uppi ef kosið yrði um slíkt mál? Til framtíðar Nú verðum við sem viljum opið, frjálst og friðsamlegt samfélag að horfast í augu við raunveruleik- ann: Við verðum að standa saman um grunngildi okkar. – Fram- sóknarflokkurinn má gjarna vera með ef hann vill og endurheimt- ir trúverðugleika eftir útspilið í Reykjavík. Stöndum saman Við eigum flest sameigin- legt að hugsa mikið um mat og eiga nóg til af honum. Annað sem við eigum sam- eiginlegt er að sofa. Að nærast og sofa eru frum- þarfir okkar. Án þeirra værum við ekki hér. En hvað með hreyfingu? Hreyfing er klárlega vanmetin. Einungis um 30 prósent fólks hreyfa sig nægilega mikið dag hvern, miðað við opinberar ráð- leggingar. Við þurfum að hreyfa okkur til að viðhalda eðlilegum efnaskiptum. Þyngd okkar stjórn- ast af efnaskiptum líkamans og fæð- unni sem við innbyrðum. Ef efna- skiptin eru meiri en hitaeiningarnar sem við fáum úr matnum þá grenn- umst við. Ef hitaeiningarnar eru fleiri en efnaskiptin geta unnið úr þá fitnum við. Efnaskipti líkamans eru tvenns konar: Grunnefnaskipti, sem ráðast af fjölda hitaeininga sem líkaminn nýtir í hvíld, og umfram- efnaskipti, sem ráðast af því hversu mikið við virkjum vöðva okkar til að nýta súrefni og næringarefni í að búa til orku og hita. Það sem er áhugavert í þessu samhengi er að ef við hreyfum okkur reglulega þá eykst grunnefnaskiptahraði okkar í allt að tvo sólahringa eftir eina æfingu. Það þýðir að við getum innbyrt fleiri hita- einingar án þess að fitna. Auk þess að geta unnið betur úr fæðunni ef við hreyfum okkur þá líður okkur vel eftir hreyfingu. Líkaminn losar vellíðunar- og verkjastillandi endorfín þegar við hreyfum okkur. Rannsóknir hafa sýnt að endorfín styrkir ónæmis- kerfið og þar á meðal dráps- frumur sem eyða veirum og krabba- meinsfrumum. Lengra og betra líf Þeir sem hreyfa sig reglulega geta átt von á því að lifa lengra og betra lífi. Hreyfing gerir líkamann okkar betur í stakk búinn til að takast á við veikindi. Þeir sem hreyfa sig reglulega fá síður lífsstílssjúkdóma eins og hjarta- og æðasjúkdóma og lungnasjúkdóma: Blóðþrýstingur og kólesteról lækkar, hjartað styrk- ist, lungun þenjast betur út og eiga auðveldara með að metta blóðið af súrefni. Ákveðnar tegundir krabbameina eru einnig fátíðari á meðal þeirra sem hreyfa sig reglulega. Hér er átt við algengustu krabbamein eins og í brjóstum, blöðruhálskirtli, lung- um og ristli. Við vitum þó ekki enn hvort hreyfing hafi áhrif á önnur krabbamein því það hefur verið minna rannsakað. Þeir sem hafa greinst með krabbamein og hreyfa sig reglulega fá einnig síður krabba- mein að nýju og auka lífslíkur sínar. Krabbamein er ekki lengur dauða- dómur eins og það var fyrir nokkr- um áratugum. Meirihluti þeirra sem greinist nú með krabbamein læknast eða lifir með sjúkdómnum. Þeir sjúkdómar sem flestir kljást við eru lífsstílssjúkdómar. Nú getum við bólusett gegn skæðustu smitsóttum eða gefið sýklalyf gegn sýklum sem áður felldu heilu fjöl- skyldurnar. Við getum haft mikil áhrif á okkar eigin lífslíkur og lífs- gæði með því að sinna vel frumþörf- unum: Fá góðan nætursvefn, borða næringarríkan mat og hreyfa okkur að minnsta kosti þrisvar til fimm sinnum í viku. Nú verður Heilsuhlaup Krabba- meinsfélagsins haldið í 23. skipti fimmtudaginn 5. júní (sjá nánar á www.krabb.is). Með þessu hlaupi erum við að vekja athygli á mikil- vægi hreyfingar. Nú er tækifæri til að fjárfesta í eigin heilsu. Hreyfing á að vera jafnmikilvægur hluti af lífi okkar og svefn og næring. Hvað gerir hreyfi ng fyrir þig? Um miðjan níunda ára- tug síðustu aldar var svo komið að fiskistofnar í höfunum kringum land- ið voru að eyðast. Hélst það í hendur við gróður- eyðingu og víðtækan upp- blástur lands. Eigendur og umsjónarfólk auðlinda þjóðarinnar voru komin vel á veg með að farga gæðum láðs og lagar. Við eyðingu sjávarauðlindar- innar var brugðist og stjórnkerfi fiskveiða komið á. Annars vegar var heildarafli hverrar fiskteg- undar ákveðinn. Hins vegar var öllum útgerðum í sjósókn úthlutað ókeypis aflamarki byggðu á afla- reynslu, sem var föst hlutdeild í árlega leyfðum heildarafla. Þess- ar aflaheimildir voru framseljan- legar, sem var driffjöður þess að auka hagræði. Það var flestum þeim sem komu að mótun aflamarkskerfisins ljóst að frjálst framsal myndi færa aflaheimildir milli útgerða og þar með byggðarlaga. Þegar búið var að draga saman heildarþorskafla úr 450 þ. tonnum í 165 þ.t., hefði óbreytt útgerðarmunstur lagt bæði byggðarlög og útgerðir í rúst. Eina leiðin til að bjarga útgerðarstöð- um og efla útgerðarfyrirtæki var að gera kvótakaup frjáls. Okkur, sem um þessi mál fjöll- uðum, var einnig ljóst að veik fjár- hagsstaða íslenskra útgerðarfyrir- tækja gerði þau að auðveldri bráð erlendra stórútgerða, þegar við- skiptaheimurinn færi að opnast. Á þeim þrjátíu árum sem þetta kerfi hefur verið við lýði, hafa flest öll markið þess náðst. Afleiðingarnar fyrir byggðir landsins hafa verið miklar. Án frjálsa framsalsins hefðu þær hins vegar orðið mun umfangsmeiri og erfiðari viðfangs. Kerfið hefði staðnað í örsmáum óarðbærum útgerðum, sem rekn- ar hefðu verið með tíðum gengis- fellingum og ríkisaðstoð. Erlent fjármagn í útgerð Í EES-samningnum eru skýr ákvæði um bann við erlendri fjár- festingu í íslenskum sjávarút- gerðum. Á upphafsárum nýs fisk- veiðistjórnunarkerfis var þetta skiljanleg ráðstöfun. En það hefur breyst. Íslensk útgerð er í sterkri stöðu um þessar mundir. Þær útgerðir sem ekki hafa skuldsett sig úr hófi með dýrum kvótakaup- um eða spákaupmennsku, standa almennt sterkt að vígi. Í fram- haldi af styrkingu útgerðanna hófu þær sókn erlendis. Nú voru það íslenskir útgerðarmenn sem keyptu erlendar útgerðir og urðu að öflugustu útgerðarfyrirtækjum Evrópu. En eins og frjálsa framsal- ið var nauðsynleg ráðstöfun til að miðla afla til öflugustu fyrir- tækjanna, þá er frjálst fjármagns- flæði besta ráðstöfunin til að styrkja fjárhagsstöðu, endurnýjun og markaðs- öflun íslenskra útgerða. Það er því fagnaðarefni að skráning þeirra í kaup- höllinni sé hafin. Jafnframt þarf að opna fyrir erlent fjármagn, því lífeyrissjóðir eru ekki fram- sæknustu fjárfestarnir. Ekkert er að óttast þótt erlendir fjárfestar taki þátt í að fjármagna útgerðir hérlendis. Okkur er í lófa lagið að setja ákvæði sem niðurnjörva í stjórnarskrá eignarhald þjóðar- innar á auðlindinni og jafnframt að allir sem geri út greiði þjóðinni afnotagjald. Þannig myndi íslensk útgerð þróast best. Uppdiktuð hræðsla eða eiginhagsmunir? Í þessu samhengi er fróðlegt að skoða afstöðu LÍÚ til Evrópusam- bandsins. Sá matseðill sem LÍÚ réttir að okkur er fullur af sérrétt- um sem allir eru eldaðir úr ótta og hræðslu. Þeir eru hræddir við að stjórn sjávaraútvegsmála flytjist til Brussel. Flestallir sérfræðingar sem kynnt hafa sér þessi mál eru sammála um að stjórn sjávarút- vegsmála héldist hérlendis, vegna þess að við eigum enga fiskveiði- lögsögu með ESB og ekki væri til staðar nein veiðireynsla erlendra þjóða hér við land. Þar að auki væri hér eitthvert öflugasta stjórn- kerfi fiskveiða sem fyrirfyndist. LÍÚ óttast að verða afskipt í veiðum úr flökkustofnum. Vitað er þó að við myndum halda óbreytt- um veiðirétti úr þessum stofnum sem búið er að semja um. Jafnvel makríllinn er nánast frágenginn. Þá hræðast þeir evrópska fjárfest- ingu. Erfitt er að skilja hræðslu öfl- ugustu útgerðarfyrirtækja Evrópu við erlenda fjárfestingu. Stunda þau hana þó sjálf í allmiklum mæli í aðildarlöndum ESB. Ekki hafa keyptar útgerðir þar verið flutt- ar til Íslands. Þeim virðist vegna vel í höndum íslenskra útgerðar- manna. Hvar liggur vandinn? Hvað er verið að vernda? Jú, sagði þekktur fjármálamaður við mig, það er verið að vernda vitleysuna. Kannski raunveruleg ástæða þess- arar fælni sé þó önnur og dýpri. Vera má að íslenskir útgerðar- menn vilji með þessu koma á og festa síðan í sessi eignarhald sitt á sjávarauðlindinni. Þeir gera það best með því að sveipa kufli full- veldis- og sjálfstæðisbaráttu yfir kröfur sínar um alíslenskt eign- arhald. Það væri sanngöfugur og óeigingjarn tilgangur eins og þeim einum sæmir. Að vernda vitleysuna, eða …? SAMFÉLAG Hjalti Hugason prófessor ➜ Það kom ekki á óvart að frumkvæði að þjóðernis- hyggju kæmi frá Framsókn. ➜ Kannski raunveru- leg ástæða þessarar fælni sé þó önnur og dýpri. HEILBRIGÐIS- MÁL Lára G. Sigurðardóttir læknir SJÁVARÚT- VEGUR Þröstur Ólafsson hagfræðingur

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.