Fréttablaðið - 04.06.2014, Page 20

Fréttablaðið - 04.06.2014, Page 20
 | 2 4. júní 2014 | miðvikudagur Allar markaðsupplýsingar eru aðgengilegar á Dagatal viðskiptalífsins dagatal viðskiptalífsinsl i i lí i Miðvikudagur 4. júní ➜ Fasteignamarkaðurinn í mán- uðum eftir landshlutum Fimmtudagur 5. júní ➜ Aðalfundur Haga Föstudagur 6. júní ➜ Helstu liðir í efnahagsreikningi SÍ og gjaldeyrisforði ➜ Landsframleiðslan á 1. árs- fjórðungi 2014 ➜ Gistinætur á hótelum í apríl 2014 Þriðjudagur 10. júní ➜ Fjöldi þinglýstra leigusamninga um íbúðarhúsnæði eftir lands- hlutum ➜ Fjármál hins opinbera á 1. árs- fjórðungi 2014 Miðvikudagur 11. júní ➜ Vaxtaákvörðunardagur Seðla- banka Íslands ➜ Efnahagslegar skammtímatölur í júní 2014 Föstudagur 13. júní ➜ Gjaldeyrisforði og tengdir liðir ➜ Atvinnuleysistölur fyrir maí ➜ Vísitala launa á 1. ársfjórðungi 2014 Harpa Ólafsdóttir, stjórnarfor- maður Gildis lífeyrissjóðs, segir að tillaga um að fulltrúi sjóðs- ins í stjórn Haga fari fram á að ráðningarsamningur við forstjóra fyrir tækisins verði endurskoðaður sé ótæk. Ekki sé hægt að ætla eina fulltrúa sjóðsins í stjórn verslun- arfyrirtækisins að leggja tillög- una fram. Tillagan kom upphaflega frá Erni Pálssyni, framkvæmdastjóra Landssambands smábátaeigenda og fulltrúa í fulltrúaráði sjóðsins. Örn lagði hana fram á ársfundi Gildis í lok apríl en í tillögunni er miðað við að laun, hlunnindi og árangurstengdar þóknanir for- stjóra Haga fari ekki umfram þrjár milljónir króna á mánuði. Mánað- argreiðslur forstjórans eru þar sagðar vera sex milljónir króna. Jafnframt er lagt til að ráðning- arsamningar annarra stjórnenda fyrir tækisins verði endur skoðaðir. Tillögunni var vísað til stjórnar Gildis en hún hefur ekki verið lögð fram á stjórnarfundum Haga. „Við getum ekki gert þetta með þeim hætti að ætla einum stjórn- armanni að fara fyrir okkar hönd með þessa kröfu. Þeir sem eru stjórnarmenn í Högum vinna eftir sinni sannfæringu þó svo að við eigum þarna stóran hlut og höfum vissulega einhverja sýn á þessi launamál,“ segir Harpa. „Tillagan er ekki tæk enda var á ársfundinum farið yfi r lagaleg rök hennar og þau halda ekki. Hins vegar h lutu þessi sjónarmið mikinn hljóm- grunn á árs- fundinum enda höfum við lengi haft af þessu áhyggjur,“ segir Harpa. Lífeyrissjóðurinn á 10,3 pró- senta hlut í Högum. Stjórn sjóðs- ins starfar, að sögn Hörpu, eftir hluthafastefnu sem mótuð var á síðasta ári. „Í þeirri stefnu erum við með ákveðinn ramma þar sem við horf- um til þess með hvaða hætti eigi að ákveða laun, bæði stjórnarmanna og stjórnenda. En við keyptum okkur inn í Haga löngu áður en sú stefna var mótuð. Þar er vand- inn. En vissulega höfum við okkar skoðanir á málinu og ákveðnar áhyggjur í þeim efnum.“ Árni Hauksson, stjórnarformað- ur Haga, segir í ársskýrslu fyrir- tækisins, sem kom út á mánudag, að laun stjórnenda séu „hressi- lega tengd árangri þeirra í starfi “. Launin hafi verið góð sökum þess mikla árangurs sem stjórnendur hafi náð í sínum störfum. „Þetta eru há laun. Það er ekki hægt að neita því. Spurningin er hins vegar hvað er hægt að gera. Stjórn Haga hefur með þetta að gera og nú er ársfundur fyrirtæk- isins í þessari viku og þá kemur væntanlega ný stjórn,“ segir Harpa. Segir tillögu um laun forstjóra Haga ótæka Tillaga um að laun forstjóra Haga verði endurskoðuð er ótæk að sögn stjórnarformanns Gildis lífeyrissjóðs. Hún hafi því ekki verið lögð fram á stjórnarfundum Haga. Gildi á 10,3% í fyrirtækinu. LÍFEYRISSJÓÐIR Haraldur Guðmundsson | haraldur@frettabladid.is STOFNAÐUR 2005 Gildi er þriðji stærsti lífeyrissjóður landsins en 180 þúsund einstaklingar eiga réttindi hjá sjóðnum. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON FINNUR ÁRNASON er forstjóri Haga Taktu gæðin með þér í nesti. Allt í einumpoka ÞÆGILEGT! Frábært fyrir ferðaskrif- stofur eða fyrirtækjahópa. Hægt er að hafa pokann í ýmsum útfærslum og stærðum. Gerum verð- tilboð fyrir stærri hópa. Nestispokinn frá Sóma 565 6000 / somi.is Kýpversk stjórnvöld léttu á föstu- dag öllum innlendum fjármagns- höftum sem hvílt hafa á landinu í rúmlega eitt ár í kjölfar falls bankakerfi sins þar í landi. Fjármálaráðherra landsins, Harris Georgiades, sagði þá að Kýpverjar gætu að nýju stofnað bankareikninga í landinu óhindr- að. Hann tók þó fram að enn væru í gildi allar takmarkanir sem varða viðskipti við útlönd. Kýp- versk stjórnvöld stefna þó að því að slík höft verði afnumin undir lok þessa árs. Íbúar Kýpur mega nú einnig innleysa ávísanir sem nema hærri upphæðum en 50 þúsund evrum og fyrirtæki ávísanir að upphæð 200 þúsund evrur. Afl étt- ingin kemur rétt rúmlega fjórtán mánuðum eftir að Kýpur hlaut tíu milljarða evra neyðarlán frá öðrum Evrópuríkjum og Alþjóða- gjaldeyrissjóðnum. Kýpverska fjármálaráðuneyt- ið sagði að jákvæðar horfur hjá alþjóðlegum matsfyrirtækjum og aukið alþjóðlegt traust á efna- hagskerfi landsins hafi skipt sköp- um í því að létta á höftunum. - sój Fjármálaráðherra Kýpur kynnti ákvörðun stjórnvalda um að létta á innlendum fjármagnshöftum: Kýpverjar létta á höftunum MÓTMÆLT Fjölmenn mótmæli brutust út á Kýpur í mars 2013 í kjölfar bankakrepp- unnar þar í landi. FRÉTTABLAÐIÐ/AP Hrannar Pétursson, upplýsinga- fulltrúi Vodafone, segir það hafa verið rætt innan fyrirtækisins að rukka fyrir alla internetnotkun, innlenda og erlenda, eins og Síminn hefur ákveðið að gera. „Það hefur svo sem lengi verið talað um það að einn daginn kæmi að því að meðhöndla innlent og erlent með sama hætti. Þetta er í takt við það sem gerist víða úti í heimi,“ segir Hrannar. Síminn kemur til með að rukka fyrir alla internetnotkun, innlenda og erlenda, frá og með 1. septem- ber. Hingað til hefur erlend internet- notkun einungis verið gjaldfærð. Við þessa breytingu er talið að gagna- notkun heimila muni mælast þrefalt meiri en nú en gagnamagnið verður þó aukið, þrefalt til fi mmtánfalt. „Almennt séð þá held ég, algjör- lega burtséð frá Símanum, að það megi færa fyrir því rök að þetta kerfi sé einfaldara. Það er oft óljóst hvort gögnin koma frá útlöndum eða ekki. Það má því alveg færa fyrir því rök að það sé eðlilegast að gera þetta svona,“ segir Hrannar jafn- framt. - sks Rætt hefur verið innan Vodafone að rukka fyrir alla internetnotkun en engar ákvarðanir hafa verið teknar: Gæti farið að fordæmi Símans EINFALDARA KERFI Hrannar Pétursson segir að færa megi rök fyrir því að það sé eðlilegast að rukka fyrir alla internetnokun. Gengi félaga í Kauphöll Íslands Á UPPLEIÐ Félög sem hækkuðu í verði Á NIÐURLEIÐ Félög sem lækkuðu í verði STÓÐU Í STAÐ Félög sem stóðu í stað MESTA HÆKKUN ÖSSUR 22,3% frá áramótum HB GRANDI 7,6% í síðustu viku MESTA LÆKKUN TRYGGINGAMIÐSTÖÐIN -18,9% frá áramótum VODAFONE -1,3% í síðustu viku 10 1 4 Aðallisti Kauphallarinnar | Nasdaq OMX Iceland Félag Gengi í gær Frá áramótum Vikubreyting Atlantic Airways (DKK) 144,00 -5,9% 0,0% Bank Nordic (DKK) 118,00 -9,2% 0,0% Eimskipafélag Íslands 233,00 -11,1% 1,3% Fjarskipti (Vodafone) 31,20 14,5% -1,3% Hagar 44,90 16,9% 1,1% Icelandair Group 17,80 -2,2% 1,4% Marel 108,50 -18,4% 2,8% N1 16.70 -11,6% 0,0% Nýherji 4,20 15,1% 2,4% Reginn 16,10 3,5% 0,0% Tryggingamiðstöðin* 26,00 -18,9% 1,0% Vátryggingafélag Íslands** 9,12 -15,5% 2,2% Össur 280,00 22,3% 1,1% Sjóvá 12,72 -5,8% 1,7% HB Grandi 27,00 -2,5% 7,6% Úrvalsvísitalan OMXI6 1171,45 -7,0% 1,7% First North Iceland Century Aluminum 1150,00 0,0% 0,0% Hampiðjan 20,00 50,9% 0,0% Sláturfélag Suðurlands 1,33 9,0% 0,0% Atlantic Petroleum (DKK) 145,00 0,0% 0,0% *fyrsta verð 08. maí 2013 **fyrsta verð 24. apríl 2013

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.