Fréttablaðið - 04.06.2014, Blaðsíða 28

Fréttablaðið - 04.06.2014, Blaðsíða 28
FÓLK|FERÐIR Póstdreifing | Vatnagörðum 22 | 104 Reykjavík | Sími 585 8300 | postdreifing.is Við sjáum um örugga dreifingu á fjölpósti Við náum til fjöldans B ra n de n bu rg Póstdreifing dreifir fjölpósti sex daga vikunnar til heimila á stærsta markaðssvæði landsins. Mælingar sýna að 60% landsmanna skoða fjölpóst og er hann því áhrifarík leið til að koma skilaboðum um vöru eða þjónustu beint inn á heimilin. Örugglega til þín. Nánari upplýsingar veitir söludeild í síma 585 8300. Ayers Rock í Ástralíu, eitt helsta náttúruundur veraldar, skiptir litum yfir daginn. Samfélagsmiðillinn Pinterest er ótrúlega skemmtilegt tól þegar skipuleggja þarf ferðalög, hvort sem um er að ræða ferðalagið fram undan eða draumaferð- ina sem farin verður síðar. Um margra ára skeið hafa ferðalang- ar notað ferðabæklinga og hefð- bundnar vefsíður til að kynna sér framboð áfangastaða og hvað er í boði á hverjum stað. Nú geta notendur Pinterest stofnað sérstaka möppu fyrir áfangastaðinn eða ferðalagið og safnað saman myndum í möppuna. Það er mun þægilegri og skemmtilegri kostur en að klippa út greinar úr bæklingum eða reyna að halda utan um margar vefslóðir og Instagram- myndasíður. Það er lítið mál að búa til nokkrar möppur fyrir ferðalagið. Ef stefnt er til Ítalíu í sumar má til dæmis stofna sér möppu utan um áfangastaðinn, aðra um veitingastaði, enn aðra um söfn og skemmtigarða, auðvitað þarf eina möppu fyrir verslanir á staðnum og svo mætti lengi telja. Í hverja möppu eru síðan myndir „pinnaðar“ og annað efni við hæfi. Einnig er hægt að fylgja eftir öðrum ferðalöngum og „pinna“ myndir þeirra og svo býður Pinterest upp á góða leitarvél. Þar má finna fjölda mynda en á bak við flestar þeirra er slóð á viðkomandi vefsíðu með frekari fróðleik um myndefnið. PINTEREST HJÁLPAR TIL Þeir nemendur sem skólinn útskrifar fara beint út á vinnumarkaðinn. Það er mikil eftirspurn eftir menntuðum leiðsögumönnum, sérstaklega leiðsögumönnum sem tala suð- ræn tungumál svo sem spænsku, frönsku, ítölsku og portúgölsku,“ útskýrir Friðjón Sæmundsson, skólastjóri Ferðamálaskóla Íslands, Bíldshöfða. „Einnig eru Kína og Rússland ört stækkandi markaður og þeir leiðsögumenn sem við útskrifum með þau tungumál hafa líka nóg að gera.“ Námið við Ferðamálaskóla Ís- lands tekur tvær annir og fer að stórum hluta fram með mynda- sýningum svo nemendur geta fylgst með á lifandi hátt þegar ferðast er um landið. Meðal helstu námsgreina eru leiðsögutækni, saga landsins, jarðfræði, jarðsaga, bókmenntir og listir, norðurljósin, menning- artengd ferðaþjónusta, skipu- lagðar ferðir og afþreyingar- ferðir. Í hverjum mánuði fer hópurinn í skipulagða vettvangs- ferð þar sem nemendur eru látnir spreyta sig við leiðsögn. Náminu lýkur með fimm daga hringferð um landið. Leiðbein- endur við skólann eru allir þaul- vanir leiðsögumenn með mörg ár að baki við móttöku ferðamanna. „Góður leiðsögumaður þarf að geta tjáð sig um gæði lands og þjóðar og það sem Ísland hefur upp á að bjóða. Við leggjum mikla áherslu á að nemendur æfi sig í styttri ferðunum sem farnar eru á námstímabilinu,“ útskýrir Friðjón. „Norðurljósaferðirnar höfum við kennt í mörg ár en norðurljósin eru stór þáttur í íslensku ferðaþjónustunni yfir vetrartímann. Námið er bæði fjölbreytt og skemmtilegt og þar sem búast má við mikilli aukningu erlendra ferðamanna til landsins á komandi árum er vöntun á menntuðum leiðsögu- mönnum. Við erum þegar farin að skrá inn fyrir næsta haust,“ segir Friðjón. Nánari upplýsingar um Ferða- málaskóla Íslands er að finna á vwww.menntun.is. EFTIRSPURN EFTIR LEIÐSÖGUMÖNNUM FERÐAMÁLASKÓLI ÍSLANDS KYNNIR Þrjátíu leiðsögumenn útskrifuðust frá Ferðamálaskóla Íslands nú í vor. Mikil eftirspurn er eftir menntuðum leiðsögu- mönnum samhliða vaxandi ferðamannastraumi til landsins. LEIÐSÖGUMENN Ferðamálaskóli Íslands á Bíldshöfða útskrifaði þrjátíu leiðsögumenn nú í vor. Fjölbreytt og skemmtilegt nám, segir skólastjóri. MYND/FERÐAMÁLASKÓLI ÍSLANDS www.tvolif.is opið virka daga 11-18 laugardaga 12-17 /barnshafandi Þú færð langmesta úrval meðgöngu- og brjóstagjafafatnaðar í Tvö Líf á frábæru verði! FRÍ PÓSTSENDING UM ALLT LAND Full búð af nýjum vörum, valdar vörur á 30% afslætti
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.