Fréttablaðið - 04.06.2014, Blaðsíða 33

Fréttablaðið - 04.06.2014, Blaðsíða 33
 7 | 4. júní 2014 | miðvikudagur ráð fyrir 100 milljarða veltu á þessu ári. Rekur lestarkerfi í Evrópu Í tilkynningunni kemur einnig fram að félagið rekur skrifstofur í 24 löndum í fi mm heimsálfum. Gámafl otinn telur um 19 þúsund gáma og um 700 þúsund gáma- einingar eru fl uttar með skipum, lestum, bílum og fl jótaprömmum á hverju ári. Flutningsmagnið hefur aukist ár frá ári og félagið rekur sem dæmi umfangsmikið lestar- kerfi í Evrópu. Starfsmenn eru um 1.400 talsins. „Fyrirtækið hefur vaxið og dafnað á síðustu áratugum með atvinnulífi nu og reynslan af því að þjónusta kröfuharða viðskipta- vini hér á landi er grunnurinn að þeirri velgengni sem fyrirtækið hefur áunnið sér,“ segir Pálmar. „Það er hlutverk okkar að sjá til þess að viðskiptavinir komi sínum vörum og aðföngum á milli staða á áreiðanlegan og hagkvæman hátt. Við sinnum þessu hlutverki okkar best með því að hlusta á viðskipta- vini og skilja þau viðfangsefni sem þeir eru að fást við. Með því að bjóða áreiðanlegar og hagkvæm- ar lausnir sem henta þeim þörfum sköpum við verðmæti fyrir okkar viðskiptavini.“ Var staðgengill forstjóra Pálmar starfaði eins og áður segir í þrettán ár hjá Samskipum. Árið 2011 var hann ráðinn fram- kvæmdastjóri framkvæmdasviðs Landsvirkjunar. Þar hefur hann borið ábyrgð á öllum virkjana- framkvæmdum á vegum fyrirtæk- isins, frá því ákvörðun um fjár- festingu í virkjun er tekin þangað til hún er tilbúin til afhendingar. „Þegar ég var hér hjá Sam- skipum var ég í nokkrum fram- kvæmdastjórastöðum og tók þá þátt í uppbyggingu félagsins erlendis og starfaði meðal annars um tíma sem staðgengill forstjóra Samskipa á Íslandi,“ segir Pálm- ar. Hann starfaði einnig hjá keppi- nautnum Eimskip frá 1994 til 1996. Pálmar er menntaður í vélaverk- fræði, lauk meistaragráðu í náms- greininni við Universität Karls- ruhe í Þýskalandi og er einnig með MBA-gráðu frá Háskóla Íslands. Hann er giftur Hildi Karlsdóttur grunnskólakennara. Þau eiga þrjú börn og tvö barnabörn. „Mér fi nnst rosalega skemmti- legt að vera að koma inn í Sam- skip aftur. Maður þekkir hversu góður starfsandinn í fyrirtækinu er og hversu samheldinn hópur- inn er. Hér er fólk sem er tilbúið til að leggja allt á sig til þess að ná árangri og býr yfi r mikilli þekk- ingu og reynslu í þessum bransa. Ég hef auðvitað fylgst vel með á hliðarlínunni eftir að ég fór enda er þetta skemmtilegur vett- vangur.“ Ólafur Ólafsson, stjórnarformað- ur Samskip Holding BV og aðaleig- andi samstæðunnar, segir skipu- lagsbreytingarnar lið í að búa félagið undir frekari sókn og upp- byggingu á erlendum mörkuðum. Stjórnendur samstæðunnar horfi meðal annars til Austur-Evrópu í þeim efnum. „Við ætlum okkur að vaxa meira inn í þann hluta Evrópu og þar eru gömlu ráðstjórnarríkin og Rúss- land stærst. Við munum fara meira inn á þessi lönd, meðal annars frá Tyrklandi þar sem við erum að taka í notkun nýja fl utningaleið, og erum nú þegar komin með umtals- verða lestarfl utninga út frá Pól- landi,“ segir Ólafur. Hann bætir við að stjórnendur samstæðunnar ætli að sækja hægt og rólega inn á þessa markaði. „Við biðum með Rússland því ástandið þar hefur verið svolítið brothætt. Þar munum við annað- hvort styrkja eigin siglingar eða fara í samstarf við önnur fl utn- ingafyrirtæki. Það er ekki einfalt að koma upp mjög samkeppnis- hæfu og góðu kerfi en við erum staðráðin í að gera það en það mun taka nokkur ár.“ Ólafur segir félagið einnig horfa til Spánar og Portúgals. Miklar væntingar hafi verið gerðar til frekari uppbyggingar Samskipa í löndunum tveimur en afl eiðingar efnahagskreppunnar hafi sett strik í reikninginn. „Við höfum beðið með það en erum enn með teikningarnar á borðinu. Við erum að meta ástand- ið og þá hvenær rétt sé að fara í að gera eitthvað.“ Starfsemin hér 23% af veltunni Um 23 prósent af veltu Samskipa Holding BV, sem skráð er í Hol- landi, má rekja til starfseminnar hér á landi. Árið 2005 varð erlend starfsemi Samskipa í fyrsta sinn meiri en sú innlenda og þá þróun má meðal annars rekja til kaupa á erlendum fl utningafyrirtækjum. „Fyrst vorum við í bölvuðum vandræðum með að samþætta þetta en við vorum komin á gott ról árið 2007. Svo fengum við gríð- arlegan sam- drátt á öllum okkar fl utninga- leiðum í kjölfar efnahagskrepp- unnar í Evrópu og þurftum að bregðast markvisst við því og það hefur allt tekist. Þá lögðum við alla áherslu á að passa upp á rekstur- inn á Íslandi og flutningakerfi okkar um allan heim. Það hefur tekist mjög vel og núna höfum við tekið allt sem tengist fl utningum með skipum, lestum og bílum og alla gáma, og sett í eitt svið og það heitir nú Samskip,“ segir Ólafur. Hann útskýrir hvernig Samskip Logistics byggir á þjónustu við við- skiptavini þar sem starfsmenn yfi r tuttugu skrifstofa, í fi mm heims- álfum, skipuleggja fl utninga með því að nota að mestu fl utningakerfi annarra fyrirtækja. „Þetta er svið sem við ætluðum alltaf að byggja upp en drógum úr á meðan við vorum að fást við önnur verkefni.“ Ólafur segir áætlun félagsins um aukna veltu, úr 88 milljörðum króna á síðasta ári í 100 milljón- ir á þessu, byggða á því að félagið hafi á undanförnum árum séð vöxt upp á sjö til átta prósent á öllum megin fl utningaleiðum. „Við erum núna að gera ráð fyrir umtalsverðum vexti út af meðal annars Tyrklandi. Við gerum ráð fyrir þó nokkurri tekjuaukn- ingu þar og hitt er áframhald- andi vöxtur á öllum okkar leiðum. Það verður bæði gert með því að kaupa minni fyrirtæki og ráða nýja starfsmenn inn á okkar skrif- stofur,“ segir Ólafur. Keypt fimm skip síðustu tvö ár Spurður hvar Samskip standi í samanburði við alþjóðlega fl utn- ingarisa eins og Maersk segir Ólafur að þar sé verið að bera saman tvö ólík fyrirtæki sem starfi á ólíkum sviðum. „Flutningar í Evrópu eru marg- þættir. Í fyrsta lagi eru stór skipa- félög sem fara frá Asíu til Evr- ópu, Asíu til Ameríku, Ameríku til Evrópu og svo framvegis. Þar eru Maersk og MSC langstærst en við erum ekkert í þannig fl utning- um. Síðan ertu með önnur félög í Evrópu sem taka úr þessum stóru skipum og fara með gámana inn á minni hafnir og við erum mjög lítið í því. Svo er „door-to-door shipping“, þar sem þú fl ytur til dæmis bjór frá Heineken-verk- smiðju í Hollandi til Bretlands, eða húsgögn fyrir IKEA frá Pól- landi til Frakklands. Við erum í þessum fl utningum og þar erum við stærstir.“ Samskip seldu að sögn Ólafs öll sín skip fyrir tuttugu árum og félagið hafði þá stefnu að nota ein- göngu leiguskip. „Það var gert vegna þess að það var nóg framboð af þeim hjá þýskum eigendum. Eftir fjármála- kreppuna hríðféllu skipin hins vegar í verði og fóru langt undir smíðakostnað. Við gátum því ekki annað en nýtt okkur það tækifæri og höfum keypt fi mm skip síðustu tvö árin.“ Horfa til Austur-Evrópu ÓLAFUR ÓLAFSSON Ég hef auðvitað fylgst vel með á hliðarlínunni eftir að ég fór enda er þetta skemmti legur vettvangur. Sendibíll ársins 2014. Hvað réð úrslitum? Var það framúrskarandi vinnuumhverfið og sveigjanlega flutningsrýmið? Lága eyðslan? Eða ríkulegur staðalbúnaður, eins og til dæmis Bluetooth, olíumiðstöð og brekkuaðstoð? Mögulega spilaði hátt endursöluverð og lág bilanatíðni líka inn í. Nýr Ford Transit Connect er harðgerður og vinnusamur. Komdu og prófaðu sendibíl ársins. FORD TRANSIT CONNECT FR Á 2.382.470 ÁN VSK MEÐ DÍSILVÉL Tökum allar tegundir bíla upp í nýja. Brimborg og Ford áskilja sér rétt til að breyta verði og búnaði án fyrirvara. Útbúnaður getur verið frábrugðinn mynd í auglýsingu. Transit Connect FR Á 2.589.641 ÁN VSK FÁANLEGUR Í TVEIMUR LENGDUM. FÆR FRÍTT Í STÆÐI. Brimborg Reykjavík Bíldshöfða 6 Sími 515 7000 Brimborg Akureyri Tryggvabraut 5 Sími 515 7050 Nýir og notaðir bílar: Söludeildir eru opnar alla virka daga kl. 9-17 og laugardaga kl. 12-16 Varahlutaverslun og verkstæðismóttaka er einnig opin laugardaga kl. 12-16 KR. KR. ford.is MEÐ BENSÍNVÉL Ford Transit Connect, EcoBoost bensín 100 hö. beinskiptur. Eldsneytisnotkun í blönduðum akstri 5,6 l/100 km. CO2 losun 129 g/km. Verð með bensínvél frá 2.990.000 m/vsk. Ford Transit Connect, 1,6TDCi dísil 75 hö. beinskiptur. Eldsneytisnotkun í blönduðum akstri 4,4 l/100 km. CO2 losun 115 g/km. Verð með dísilvél frá 3.250.000 m/vsk. Transit Connect með 1,6TDCi dísilvél og Start-Stop spartækni uppfyllir þau skilyrði sem þarf til að fá frítt í stæði í miðbæ Reykjavíkur í 90 mínútur í senn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.