Fréttablaðið - 04.06.2014, Blaðsíða 36
| 10 4. júní 2014 | miðvikudagur
Að undanförnu hefur nokkuð
verið fjallað um það á síðum
Fréttablaðsins að sveitarfélagið
Garðabær hafi gert samninga
um kaup á vörum og þjónustu án
útboðs. Var látið liggja að því að
með þessu hefðu innkauparegl-
ur Garðabæjar og lög um opin-
ber innkaup verið brotin. Þá kom
fram að ekkert virkt eftirlit væri
með því hvort sveitarfélög færu
að lögum við innkaup sín auk þess
sem haft var eftir forstjóra Sam-
keppniseftirlitsins að hann teldi
skipulag útboðsmála hér á landi
ekki nægilega skýrt og eðlilegra
væri að Samkeppniseftirlitið
hefði einhverja eftirlitsskyldu og
skýrt lagavald til þess að fylgjast
með útboðum hins opinbera.
Eftirlit er í höndum fyrirtækja
Vegna þessa er ástæða til að
vekja athygli á því að á Íslandi er
eftirlit með því að opinberir aðil-
ar fari að lögum sem um útboð
gilda aðallega í höndum fyrir-
tækja sem starfa á útboðsmark-
aði. Verði þessi fyrirtæki vör
við að opinberir aðilar brjóti lög
við framkvæmd útboða eða geri
samninga, sem skylt er að bjóða
út samkvæmt lögum, án útboðs,
eru þeim tryggð ákveðin úrræði í
lögum um opinber innkaup. Sam-
kvæmt þeim geta fyrirtæki skot-
ið málum sínum til kærunefndar
útboðsmála, en kærunefnd þessi
er sjálfstæð í störfum sínum og
því óháð hinu opinbera. Er henni
ætlað að leysa með skjótum og
óhlutdrægum hætti úr kærum
fyrirtækja vegna ætlaðra brota
á lögum um opinber innkaup og
reglum settum samkvæmt þeim.
Getur nefndin meðal annars fellt
úr gildi ákvarðanir opinberra
aðila eða hún getur lagt fyrir þá
að bjóða út tiltekin innkaup eða
auglýsa að nýju, telji hún lög hafa
verið brotin.
Ný úrræði vegna samninga sem
gerðir eru án útboðs
Hinn 1. september 2013 tóku
síðan gildi breytingar á lög-
unum þar sem nefndinni voru
tryggð ný úrræði til að taka á
brotum sem felast í því að opin-
berir aðilar geri samninga, sem
skylt er að bjóða út, án útboðs.
Verði fyrirtæki á útboðsmarkaði
vör við að slíkur samningur hafi
verið gerður geta þau kært gerð
samningsins til kærunefndar og
getur nefndin lýst slíkan samning
óvirkan. Í því felst að samningur-
inn fellur í raun úr gildi og hinn
opinberi aðili verður að bjóða
samninginn út. Þá getur nefndin
einnig stytt gildistíma samnings
og gert hinum brotlega opinbera
aðila að greiða stjórnvaldssekt í
ríkissjóð, sem getur numið allt
að 10% af ætluðu virði samnings.
Þá kann að vera að hinn opinberi
aðili þurfi að greiða viðsemj-
anda sínum, þ.e. þeim aðila sem
hann samdi upphaflega við áður
en samningur var lýstur óvirk-
ur, skaðabætur, en á þetta álita-
mál hefur reyndar ekki reynt enn
fyrir íslenskum dómstólum. Því
eru nú mjög alvarleg viðurlög
við því að opinberir aðilar geri
samning, sem lög áskilja að boð-
inn skuli út, án útboðs.
Ljóst er hins vegar að til þess
að eftirlitskerfi sem þetta virki
þurfa þátttakendur á útboðsmark-
aði að vera meðvitaðir um eftir-
litshlutverk sitt og þau úrræði
sem standa þeim til boða verði
þeir varir við brot. Mikilvægt er
því að þátttakendur hafi augun
hjá sér og kanni um leið og þeir
verða þess varir að samningur
hafi verið gerður án útboðs hvort
skylt hafi verið að bjóða umrædd-
an samning út og hvort ástæða
sé til að bera gerð samningsins
undir kærunefnd útboðsmála.
Án þessarar aðgæslu fyrirtækja
á útboðsmarkaði kunna opinberir
aðilar að komast upp með að gera
samninga án útboðs í trássi við
lög. Er því full ástæða til að vekja
athygli á þessu eftirlitshlutverki
fyrirtækja á útboðsmarkaði og
þeim úrræðum sem þeim standa
til boða.
Rétt er að geta þess að lokum
að með grein þessari er ekki tekin
nokkur afstaða til þess hvort
sveitarfélagið Garðabær hafi
brotið lög við innkaup sín.
Verði fyrirtæki á
útboðsmarkaði vör
við að slíkur samningur
hafi verið gerður geta þau
kært gerð samningsins til
kærunefndar og getur
nefndin lýst slíkan samn-
ing óvirkan.
Um gerð samn-
inga án útboðs
ÚTBOÐSMÁL
SIGURÐUR SNÆDAL JÚLÍUSSON
hæstaréttarlögmaður
HR á hlut í 6 íslenskum
„spin-off“ fyrirtækjum
Sex svokölluð „spin-off“-fyrirtæki hafa orðið til innan veggja Há-
skólans í Reykjavík á síðustu árum. Skólinn á eignarhlut í fyrir-
tækjunum og sum eru enn með einhverja starfsemi innan hans.
Í NAUTHÓLSVÍK Ari Kristinn Jónsson, rektor HR, segir
bæði nemendur og starfsmenn skólans hafa átt þátt í
stofnun „spin-off“-fyrirtækjanna. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM
Háskólinn í Reykjavík á eignarhlut
í sex svokölluðum „spin-off“-fyrir-
tækjum sem hafa orðið til innan
veggja skólans og með verulegu
framlagi hans á síðustu árum.
Fyrirtækin sem um ræðir eru:
Videntifi er Technologies, Skema,
ReKode Education, FiRe, 3Z
Pharmaceuticals og Línudans.
Skema og 3Z eru í dag með hluta af
starfsemi sinni innan HR.
„Orðið spin-off er notað þegar
þekking verður til innan háskóla og
hann hefur lagt verulega til þess að
gera þekkinguna mögulega ásamt
uppfi nningamönnunum sem yfi rleitt
eru starfsmenn skólans eða nem-
endur,“ segir Ari Kristinn Jónsson,
rektor HR, og heldur áfram:
„Þegar þessi verkefni koma út
úr þessu umhverfi eru þau orðin að
fyrirtækjum. Þetta er vel þekkt um
allan heim en sérstaklega í Banda-
ríkjunum.“
Þessi spin-off-fyrirtæki eru að
sögn Ara eingöngu lítill hluti af
þeim fjölda fyrirtækja sem verða
til innan skólans. Hann segir að
könnun sem hafi verið gerð meðal
útskrifaðra nemenda árið 2010 hafi
sýnt að rúmlega 16 prósent nem-
enda hafi annaðhvort stofnað fyrir-
tæki á meðan á námi stóð, eftir að
því lauk eða hvort tveggja.
„Fyrir hvert spin-off hjá okkur
eru fjölmörg fyrirtæki sem verða
til hjá nemendum og starfsmönnum
upp úr þeim verkefnum sem verið
er að vinna hérna án þess að skólinn
sé endilega með verulega aðkomu.
Þetta eru allt hlutir sem við ætlum
að halda áfram að efl a og styðja
við.“
Ari segir skólann hafa lagt mikla
áherslu á að kenna nemendum
nýsköpun þar sem markmiðið sé
að búa til fólk sem geti skapað sín
eigin tækifæri og ný verðmæti.
„Við gerum það með fjölda nám-
skeiða. Sum eru beint miðuð að því
að kenna nýsköpun, önnur eru eins
og stærri verkleg námskeið þar sem
nemendurnir beita nýsköpum til að
leysa raunveruleg viðfangsefni og
gera nýja hluti. Þannig að þegar
fólk kemur með hugmyndir, hvort
sem það eru starfsmenn eða nem-
endur, þá reynum við að beina þeim
í réttar áttir.“
NÝSKÖPUN
HARALDUR GUÐMUNDSSON | HARALDDUR@
FRETTABLADID.IS
Ábendingahnappinn má
finna á www.barnaheill.is