Fréttablaðið - 04.06.2014, Blaðsíða 38
Hin
ÞÓREY VILHJÁLM DÓTTIR
AÐSTOÐARMAÐUR
INNANRÍKISRÁÐHERRA
hliðin
Netfang rit stjorn@markadurinn.is Sími 512 5000 Fax 512 5301
Netfang auglýsingadeildar auglys ing ar@markadurinn.is Veffang visir.is
Gengi gjaldmiðla FTSE 100
6,836.30 -27.80
(0.41%)
Viðskiptavefur Vísis
@VisirVidskipti
Þau jákvæðu áhrif og innblástur sem
innflytjendur hafa á íslenskt samfé-
lag eru því miður oft vanmetin. Við
gleymum of oft þeirri staðreynd að
innflytjendur flytja inn hugvit, þekk-
ingu, menningu og fleiri þætti sem
auðga mjög íslenskt samfélag í víðu
samhengi. Við gleymum einnig þeirri
staðreynd að innflytjendur eru ekki
að taka af kökunni, heldur stækka
þeir hana og auka þannig framleiðni
í íslensku samfélagi.
Hærra hlutfall innflytjenda fyrir-
tækjaeigendur
Flestar vestrænar þjóðir hafa áttað
sig á þessu fyrir þó nokkru síðan. Í
rannsókn, sem unnin var af háskóla í
Kaliforníu á litlum og meðalstórum
fyrirtækjum, kom fram að frumkvöðl-
ar eru fleiri á meðal innflytjenda en
innfæddra í Bandaríkjunum. Niður-
stöðurnar voru að 10,3% innflytj-
enda ættu eigið fyrirtæki á meðan
9,3% innfæddra ættu eigið fyrirtæki.
Þar kom einnig fram að innflytj-
endur ættu þrjú af hverjum fjórum
einkaleyfum sem veitt hafa verið
í helstu háskólum Bandaríkjanna.
Frumkvöðlaeðlið virðist því vera
töluvert ríkara hjá innflytjendum.
Kaffihúsið hans Augustins
Við vitum að lítil og meðalstór fyrir-
tæki eru burðarás íslensks atvinnu-
lífs og þar hafa innflytjendur látið til
sín taka. Það má sem dæmi nefna
fjölda veitingastaða sem reknir
eru af innflytjendum og hafa svo
sannarlega auðgað matarmenningu
þjóðarinnar. Ég starfaði sjálf fyrir
um tveimur áratugum á kaffihúsi
í eigu innflytjanda, hins spænska
Augustins. Ég veit ekki betur en að
hann hafi allar götur síðan verið
í veitingarekstri og sé enn. Hann
hefur að jafnaði verið að skapa 5-10
störf á hverjum tíma.
Tækifærin sem við sjáum ekki
Það var einnig áhugavert fyrir
okkur Íslendingana sem unnum
fyrir Augustin að kynnast spænskri
menningu og spænskum mat. Þetta
vakti áhuga minn á Spáni og ég
fór í kjölfarið til Madrid þar sem
ég dvaldi í eitt ár til að sjúga í mig
menninguna og læra tungumálið
– og kom reynslunni ríkari til baka.
Það mætti nefna svipuð dæmi af
erlendum aðilum sem hafa starfað í
öðrum geirum hér á landi og víkkað
þannig sjóndeildarhring okkar.
Fjölþjóðlegt samfélag
einkaframtaks
Glöggt er gests augað, segir máls-
hátturinn – en það á vel við um þá
sem hingað flytja. Þeir sjá tækifæri
sem við hin sjáum ekki vegna þess
að þeir koma úr allt öðru umhverfi.
Þetta hefur orðið til þess að svo stór
hluti útlendinga stofnar fyrirtæki
sem mjög oft eru farsæl – oft eða
yfirleitt byggð á eða undir áhrifum
frá fyrirmynd í þeirra eigin landi eða
menningu. Tökum þeim fagnandi og
sköpum hér farsælt og fjölþjóðlegt
samfélag einkaframtaks.
Glöggt er gests augað
USD 113,36
GBP 189,93
DKK 20,66
EUR 154,25
NOK 18,88
SEK 16,957
CHF 126,26
JPY 1,10
2.6.2014 „Kjarni þessara breytinga er
að hugmyndir og nýsköpun geta í raun
sprottið upp hvar sem er og haslað sér
völl á alþjóðavísu á tiltölulega stuttum
tíma. Það gerir lítil lönd eins og
Ísland að leikendum í þessum nýja
heimi á þann hátt sem er langt
umfram okkar björtustu vonir.“
Ólafur Ragnar Grímsson,
forseti Íslands.
Harpa / Skeifan 6 / Keflavíkurvöllur / 5687733 / epal@epal.is / epal.is
Tilboðsverð:
138.800kr*
Fullt verð: 198.500kr
Nýherji selur tækjaleigu
Gengið hefur verið frá sölu á starfsemi Tækjaleigu
Nýherja til Sonik Tækni ehf. Sonik mun taka yfir
reksturinn þann 15. júní næstkomandi.
„Salan á Tækjaleigunni til Sonik Tækni er í takt
við nýjar áherslur Nýherja, sem er að efla
þjónustu- og lausnaframboð í upplýs-
ingatækni fyrir íslensk fyrirtæki,“ sagði
Finnur Oddsson, forstjóri Nýherja, í
fréttatilkynningu um söluna.
12,1 MILLJARÐUR
Tölur SÍ um viðskiptajöfnuð
Viðskiptajöfnuður mældist óhagstæður um
12,1 milljarð króna á fyrsta ársfjórðungi
samanborið við 11,2 milljarða hagstæðan
jöfnuð fjórðunginn á undan. Afgangur á
vöruskiptum við útlönd nam 9,3 milljörðum
en þjónustujöfnuður var jákvæður um 800
milljónir, samkvæmt bráðabirgðatölum Seðla-
banka Íslands.
Viðskiptajöfnuður án áhrifa innlánsstofnana í
slitameðferð var óhagstæður um 3,5 milljarða.