Fréttablaðið - 04.06.2014, Qupperneq 54
4. júní 2014 MIÐVIKUDAGUR| LÍFIÐ | 34
„Mig langaði að koma fram því ég
var beðinn um það og það hljómaði
eins og frábært tækifæri til að fara
til Vestmannaeyja því ég hef ekki
komið þangað áður,“ segir banda-
ríski tónlistarmaðurinn og Íslands-
vinurinn John Grant. Hann
treður upp á Þjóðhátíð
í Vestmannaeyjum
um verslunarmanna-
helgina og hlakkar
mikið til.
„Ég ætla mestmegnis
að syngja lög af nýjustu
plötu minni, Pale Green
Ghosts, og líka nokkur af
fyrstu sólóplötunni minni,
Queen of Denmark,“ segir
John. Hann er ekki viss hvort hann
þori að smakka þjóðhátíðarrétt-
inn, reyktan lunda.
„Ég er ekki viss. Kannski.“
John er á tónleikaferðalagi sem
stendur en hann vonast til að vinna
meira með íslenskum tónlistar-
mönnum í framtíðinni. Hann samdi
til að mynda enska textann við
Eurovision-lag Pollapönks,
Enga fordóma, og er
stoltur af strák-
unum.
„Mér fannst
þeir frábærir
og þeir gerðu mig
vissulega stoltan. Það er mik-
ill heiður að þeir hafi beðið mig
að hjálpa því þeir eru yndislegar
manneskjur og frábærir tónlistar-
menn og mér fannst lagið þeirra
gott. Þeir eru umvafðir góðri orku
og flytja frábæran boðskap.“
- lkg
Ég ætla mest megn-
is að syngja lög af nýj-
ustu plötu minni, Pale
Green Ghosts.
Ætlar kannski að smakka lunda
Tónlistarmaðurinn John Grant treður upp á Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum.
NÓG AÐ GERA Mikið er að gera hjá
John sem vonast til að fá allavega
nokkra daga í sumarfrí í ár.
FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI
Ein uppáhaldsmyndin mín er
3 Amigos. Ég kann hana utan að
og horfi á hana ef mig vantar að
komast í gott skap. Viðræður eru
í gangi um íslenska endurgerð
myndarinnar með mig, Góa og Jóa í
aðalhlutverkum. Sel það ekki dýrara
en ég …
Atli Þór Albertsson leikari
BÍÓMYNDIN
„Þetta er hugmynd sem strákarn-
ir fengu, sem hefur gerjast í svo-
lítinn tíma. Þetta er svo skemmti-
legt og gefandi fyrir svo margar
sakir,“ segir tónlistarkonan Ása
Berglind Hjálmarsdóttir en hún,
ásamt þeim Tómasi Jónssyni og
Jökli Brynjarssyni, stendur fyrir
hljómleikaröðinni, Nú verður
glaumur og gaman, nú gleðjist
hver einasta sál.
Um er að ræða hljómleikaröð til
heiðurs eldri borgurum Íslands,
sem inniheldur 65 tónleika á ein-
ungis 30 dögum.
„Þetta er þétt dagskrá hjá okkur,
við erum með allt upp í fjóra tón-
leika á einum deginum. Við förum
líka um allt land,“ segir Ása Berg-
lind.
Þau ætla að heimsækja hvert
einasta hjúkrunar- og dvalarheim-
ili landsins en í fyrstu vikunni
leika þau á 26 tónleikum.
Öll gefa þau vinnuna sína og
gera þetta af góðmennskunni
einni. „Við erum að gefa vinnuna
okkar og bensín, en við vonumst
þó til þess að einhverjir sjái hag
sinn í að styrkja þetta verkefni.
Við höfum talað við fyrirtæki og
sjóði en höfum ekki fengið neina
styrki nema útilegukortið styrkti
okkur með útilegukortum. Argh
ehf. styrkti okkur líka með gerð
auglýsingaplakats,“ útskýrir Ása
Berglind.
Tónleikarnir á hverjum stað
fyrir sig eru 45 mínútna langir.
„Það er svo einfalt, að taka sér
klukkutíma pásu frá Facebook,
skunda á elliheimilið með hljóð-
færi og spila og syngja með fólk-
inu. Það gefur okkur og fólkinu
ólýsanlega mikið. Við höfum feng-
ið frábær viðbrögð og nú þegar
höfum við lent í alls kyns tilfinn-
ingum, fólk ýmist hlær eða græt-
ur.“
Á hljómleikaröðinni ætla þau
að leika íslenska dægurlagatónlist
sem flestir ættu að þekkja. „Við
spilum íslenskar dægurlagaperl-
ur, allt frá lögum eftir Jón Múla
Árnason yfir í Hreðavatnsvals-
inn,“ bætir Ása Berglind við.
Hún segist ekki geta lýst þeirri
góðu tilfinningu að skemmta fólki.
„Það er dásamlegt þegar líf kemur
í döpur augu, sagði einn starfs-
maður við mig um daginn. Tónlist-
in er svo ákaflega öflugt og gott
lyf,“ bætir Ása Berglind við.
Hægt er að fylgjast með ferða-
lagi þeirra á fésbókarsíðu þeirra
sem er samnefnd tónleikaferðinni.
gunnarleo@frettabladid.is
Gleðja eldri borgara
með hljómleikaröð
Ása Berglind Hjálmarsdóttir stendur, ásamt tveimur öðrum, fyrir tónleikaferð, þar
sem þau leika á hjúkrunar- og dvalarheimilum landsins. 65 tónleikar á 30 dögum.
Á FARALDSFÆTI Tónleikaröðin hófst 1. júní og verður tríóið á ferð og flugi við að
skemmta öldruðum allan júnímánuð.
Það er svo einfalt, að taka sér klukkutíma pásu
frá Facebook, skunda á elliheimilið með hljóðfæri
og spila og syngja með fólkinu. Það gefur okkur
og fólkinu ólýsanlega mikið.
Ása Berglind Hjálmarsdóttir
Bandaríska útgáfufyrirtækið Time
Inc., eigandi tímaritanna InStyle,
People og Sports Illustrated, hótar
að lögsækja tímaritið Nordic Style.
Telja forsvarsmenn Time Inc. að
merki tímaritsins sé of líkt merki
tímaritsins InStyle og gæti því vald-
ið ruglingi hjá viðskiptavinum þess
síðarnefnda.
„Það var mikið áfall þegar mér
barst bréfið frá Time Inc.,vegna alvar-
leika hótunarinnar. Að því sögðu þá er
áhugavert að gera sér grein fyrir að
lítið sjálfstætt veftímarit, sem dreift
er án endurgjalds, skuli vera þyrnir
í augum útgáfufyrirtækisins,“ segir
Soffía Theódóra Tryggvadóttir, aðal-
ritstjóri Nordic Style.
Nordic Style er ókeypis veftíma-
rit og blogg sem fjallar um tísku og
hönnun frá Norðurlöndunum.
„Þó svo að við íhuguðum mikið að
fara í hart þá varð niðurstaða okkar
sú að það myndi ekki borga sig fyrir
okkur, hvorki fjárhagslega né tíma-
lega séð. Þess vegna neyðumst við til
að þróa ímyndina upp á nýtt,“ segir
Signý Kristinsdóttir , markaðsstjóri
tímaritsins.
Þetta er ekki í fyrsta sinn sem
Time Inc. lögsækir íslenskt fyrir-
tæki. Árið 1981 höfðaði það lögsókn
gegn Frjálsu framtaki hf. sem þá gaf
út tímaritið Líf. Farið var fram á að
nafni tímaritsins Líf yrði breytt, þar
sem það væri of líkt nafni tímarit-
ins Life, sem Time gefur út. Frjálst
framtak hf. var sýknað í Héraðsdómi,
en síðar dæmt til að breyta nafninu í
Hæstarétti. Nafninu var breytt í Nýtt
Líf. - lkg
Bandarískt stórfyrirtæki hótar lögsókn
Útgáfufyrirtækið Time Inc. fer fram á að tímaritið Nordic Style breyti lógói sínu.
MIKIÐ ÁFALL Soffía er stofnandi
Nordic Style.
LÓGÓIÐ SEM ÞYKIR
OF LÍKT INSTYLE.
Opinn fundur á vegum Alþjóðamálastofnunar Háskóla Íslands og
Evrópustofu í samstarfi við Landvernd og Náttúruverndarsamtök Íslands.
Á þessu málþingi verður fjallað um stefnu Evrópusambandsins í loftslags-
málum og hvernig hún hefur áhrif á Íslandi í gegnum EES-samninginn. Er
sambandið að standa sig nægilega vel í baráttunni gegn hlýnun jarðar?
Á Íslandi er losun gróðurhúsalofttegunda á hvern íbúa með því mesta
sem gerist í heiminum. Hvað eru íslensk stjórnvöld að gera til að draga úr
þessari losun? Hvaða tækifæri eru til nýsköpunar í viðskiptageiranum á
Íslandi? Þarf að breyta viðhorfum hérlendis?
OPNUNARÁVARP
Pia Hansson, forstöðumaður Alþjóðamálastofnunar Háskóla Íslands
Stefna Evrópusambandsins í loftslagsmálum og
EES-samningurinn
Samuel Flückiger, sérfræðingur í umhverfismálum hjá EFTA
Gagnrýnin umfjöllun um stefnu Evrópusambandsins
í loftslags- og orkumálum
Wendel Trio, formaður Climate Action Network Europe
Stefna og aðgerðir Íslands í loftslagsmálum
Hugi Ólafsson, skrifstofustjóri í umhverfis- og auðlindaráðuneytinu
Tækifæri til nýsköpunar í viðskiptageiranum á Íslandi
Bryndís Skúladóttir, forstöðumaður umhverfismála hjá Samtökum iðnaðarins
Gerum minna - hreinskilið viðhorf til höfuðorsaka
nútímaloftslagsbreytinga
Finnur Guðmundarson Olguson, einn umsjónarmanna grugg.is, vefrits um
umhverfismál
SAMANTEKT
Árni Finnsson, formaður Náttúruverndarsamtaka Íslands
Fundarstjóri: Guðmundur Ingi Guðbrandsson, framkvæmdastjóri Landverndar
Fundurinn fer fram á ensku. Boðið verður upp á kaffiveitingar – Allir velkomnir.
Nánari upplýsingar: www.ams.hi.is og www.evropustofa.is
EVRÓPUMÁL
FIMMTUDAGINN 5. JÚNÍ KL. 13:00-16:00 Í ODDA 101
Ísland, Evrópusambandið
og loftslagsbreytingar
Education and Culture
Lifelong Learning Programme
JEAN MONNET
Ábendingahnappinn má finna á
www.barnaheill.is