Fréttablaðið


Fréttablaðið - 07.06.2014, Qupperneq 12

Fréttablaðið - 07.06.2014, Qupperneq 12
7. júní 2014 LAUGARDAGURSKOÐUN FRÉTTABLAÐIÐ Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík Sími: 512 5000, ritstjorn@frettabladid.is FRÉTTASTJÓRI: Andri Ólafsson andri@frettabladid.is RITSTJÓRNARFULLTRÚI: Álfrún Pálsdóttir alfrun@frettabladid.is VIÐSKIPTI: Fanney Birna Jónsdóttir fanney@frettabladid.is MENNING: Friðrika Benónýsdóttir fridrikab@frettabladid.is DÆGURMÁL: Lilja Katrín Gunnarsdóttir liljakatrin@frettabladid.is VÍSIR: Kolbeinn Tumi Daðason, kolbeinntumi@365.is LJÓSMYNDIR: Pjetur Sigurðsson pjetur@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Sæmundur Freyr Árnason sfa@frettabladid.is ÚTLITSHÖNNUN: Silja Ástþórsdóttir siljaa@frettabladid.is ÚTGÁFUFÉLAG: 365 miðlar ehf. STJÓRNARFORMAÐUR: Ingibjörg S. Pálmadóttir FORSTJÓRI OG ÚTGÁFUSTJÓRI: Ari Edwald RITSTJÓRAR: Ólafur Þ. Stephensen olafur@frettabladid.is, Mikael Torfason mikael@frettabladid.is Fréttablaðið kemur út í 90.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. ISSN 1670-3871 U mræðan um múslima, sem spratt upp í kjölfar mosku- og nauðungarhjónabandaútspils oddvita Framsóknar- flokksins í borgarstjórn Reykjavíkur, hefur á köflum farið algjörlega úr böndunum og getur ekki kallazt neitt annað en hatursorðræða. Vísir birti fyrr í vikunni frétt þar sem haft var eftir formanni Félags múslima að fljótlega væri hægt að hefja framkvæmdir við byggingu moskunnar í Sogamýri. Í athugasemdakerfi vefjarins spratt fram svo mikið af ógeðslegu hatri, þar á meðal hreinum og klárum morðhótunum í garð for- svarsmanna trúfélagsins, að við hljótum að staldra við. Ef við prófuðum að setja inn í þennan almennt illa orðaða og rangt stafsetta texta orðin „sýnagóga“ og „gyðingar“ í stað „moska“ og „múslimar“, verða hugrenningatengslin við stærstu hatursglæpi sögunnar býsna óþægileg. Margir þeir sem amast við veru og sýnileika múslima á Íslandi vitna í Kóraninn máli sínu til stuðnings, til dæmis um alls konar mannhatur og ómannúðlegar refsingar. Hafa þeir prófað að lesa Biblíuna með sömu gleraugum? Morðhótanirnar hafa verið kærðar til lögreglunnar og senni- lega væri hægt að kæra fleiri ummæli sem hafa fallið um mús- lima á Íslandi síðustu daga með vísan til ákvæða hegningarlaga um að menn skuli ekki þurfa að sæta háði, rógi, smánun eða ógnun vegna trúar sinnar. Á sama tíma kemur í ljós að hreinræktaður og augljós haturs- glæpur gegn múslimum á Íslandi, þegar trúarrit þeirra var atað svínsblóði og svínshausum dreift á moskulóðina, hefur verið rann- sakað með hangandi hendi hjá lögreglunni í Reykjavík og engin niðurstaða fengizt. Yfirmenn lögreglunnar virðast áhugalausir um málið og lítið inni í því. Kærum við okkur um þetta andrúm haturs og mismununar gagnvart fámennum trúarhópi? Við getum að minnsta kosti ekki sætt okkur við að það gangi yfir ákveðin mörk. Karl Popper, austurrískur heimspekingur sem horfði á heima- land sitt verða gyðingahatri og nazisma að bráð, skrifaði í bók sinni, Opið samfélag og óvinir þess, að í opnu lýðræðissamfélagi yrðu menn að umbera jafnvel þá óumburðarlyndu. En ef óum- burðarlyndið væri endalaust umborið, endaði það á því að ganga af umburðarlyndi hins opna samfélags dauðu. Popper var á því að það ætti ekki að berja óumburðarlyndið niður, svo lengi sem svara mætti því með rökum og almenn- ingsálitið héldi því í skefjum. En um leið ætti hið opna samfélag að áskilja sér rétt til að segja: Hingað og ekki lengra. Bannið við hatursorðræðu og hatursglæpum eru slík varnarviðbrögð samfé- lags sem er opið og umburðarlynt og vill vera það áfram. Það er engin leið að kenna Framsóknarflokknum í Reykjavík um hatursorðræðuna í garð múslima. Hún var þarna fyrir. En þeir sem hata múslima túlka margir hverjir moskuútspilið sem stuðning við hugmyndir sínar frá flokki, sem hingað til hefur verið talinn standa vörð um hið opna samfélag. Það kaldhæðnislega er að í stað þess að stíga myndarlega fram gegn hatrinu og í þágu umburðarlyndisins halda sumir talsmenn flokksins því fram að þeir séu sjálfir fórnarlömb hatursorðræðu. Þeir eiga að vera stærri en svo. Þeir eiga eins og allir aðrir máls- metandi menn að segja skorinort: Hatur og mismunun gagnvart einum trúarhópi fær ekki að viðgangast. Við erum opið samfélag. SPOTTIÐ AF KÖGUNARHÓLI ÞORSTEINS PÁLSSONAR Ólafur Þ. Stephensen olafur@frettabladid.is Lesa má í úrslit sveitarstjórn-arkosninganna með ýmsu móti. Þannig gefur sam-anburður við fjögurra ára gamlar tölur í síðustu sveitarstjórn- arkosningum aðra mynd en miðað við ársgamlar tölur frá alþingis- kosningunum í fyrra. Ætli menn að spá í hvort kjósendur voru að senda stjórnarflokkunum skilaboð þarf að bera úrslitin saman við þær kosn- ingar sem komu þeim til valda. Þegar litið er á úrslitin í kosning- unum um síðustu helgi frá þessu sjónarhorni er nokkuð augljóst að kjósendur voru að senda stjórnar- flokkunum mismunandi skilaboð. Ef báðir flokkarnir ætla að greina þau og taka tillit til þeirra kann það þar af leiðandi að auka á sam- búðarvandann. Kjósi menn aftur á móti að leiða skilaboðin hjá sér núna getur reynst snúnara að bregðast við þegar nær dregur kosningum. Miðað við síðustu sveitarstjórn- arkosningar vann Framsókn mik- inn sigur í Reykjavík með því að fá tvo menn kjörna út á tæplega ell- efu prósent atkvæða. Þessi sigur fékkst með leikfléttu á síðustu stundu sem gagnast hefur þeim flokkum vel í Evrópu upp á síð- kastið sem sækja jaðaratkvæði með því að sá tortryggni í garð útlendinga. Þegar þessi úrslit eru hins vegar borin saman við þingkosningarn- ar fyrir ári kemur í ljós að Fram- sókn hefur tapað meir en þriðj- ungi atkvæðanna í Reykjavík þrátt fyrir þessa leikfléttu. Þetta þýðir að atkvæðin sem færðu flokknum ríkisstjórnarforystuna eru farin. Það eru sterk og afgerandi skila- boð frá kjósendum. Lærdómurinn fyrir Framsókn er þó sá að það gangi að höfða til jaðaratkvæða með popúlistískum málflutningi ýmist yst til vinstri eins og í fyrra eða yst til hægri eins og nú. Breytt forysta og kerfi sbreytingar Þessi samanburður horfir með allt öðrum hætti við þegar litið er á árangur Sjálfstæðis flokksins. Tap hans í Reykjavík var afar stórt þegar litið er á kosningarnar fyrir fjór- um árum. Hann heldur aftur á móti þeim hlut sem hann fékk í alþingiskosningunum fyrir ári. Úrslitin í Reykjavík eru að þessu leyti hlutlaus gagnvart ríkis- stjórnarsetunni. Það er skárri nið- urstaða en síðustu skoðanakann- anir bentu til. Í kraganum umhverfis höfuð- borgina og í ýmsum sveitarfé- lögum úti á landi þar sem Sjálf- stæðisflokkurinn hefur verið í meirihluta eða meirihlutasam- starfi heldur hann hlut sínum frá síðustu sveitarstjórnarkosningum og styrkir stöðuna í sumum tilvik- um. Þó að samanburður við alþing- iskosningar í þessum bæjarfélög- um sé erfiðari en í Reykjavík eru úrslitin augljóslega betri en í þeim. Það er sammerkt með þessum sveitarfélögum að þar hafa kjós- endur bæði lengri og skemmri reynslu af góðu jafnvægi milli ábyrgrar fjármálastjórnar og traustrar velferðarþjónustu. Þó að vörumerki Sjálfstæðisflokks- ins hafi fallið í hruninu hafa þessi sveitarfélög haldið því uppréttu. Augljóst er að kjósendur hafa ekki viljað raska þeirri stöðu sem ábyrg fjármálastjórn hefur skap- að í þessum heimabæjum þeirra algjörlega óháð afstöðu til ríkis- stjórnarinnar. Hæpið er því að staðhæfa að góð úrslit í þessum bæjarfélögum lýsi trausti á ríkisstjórnina. En lær- dómurinn sem Sjálfstæðisflokkur- inn getur dregið af þessum kosn- ingaúrslitum er að leggja áfram áherslu á ábyrga fjármálastjórn eins og hann hefur reynt í stjórn- arsamstarfinu. Hann á mikið verk fyrir höndum þar til hann hefur endurnýjað traust á því sviði við landsstjórnina. En skilaboðin frá kjósendum eru skýr um þetta efni. Ábyrgð og velferð Niðurstaðan er sem sagt þessi: Framsóknarflokk-urinn fær skilaboð um að hann geti haldið sér á floti með málflutningi sem skapar stund- arvinsældir á pólitískum jöðrum. Sjálfstæðisflokkurinn fær aftur á móti þau skilaboð að langtíma- sjónarmið um ábyrgð í fjármál- um séu líklegust til árangurs. Slík pólitík er jafnan erfið í byrj- un en skilar sér síðar. Verkurinn er sá að það er eins og að blanda olíu við vatn þegar fella á saman þessi misvís- andi skilaboð til stjórnarflokk- anna. Það eykur svo á vandann að Framsóknarflokkurinn hefur misst þann stuðning sem notað- ur var til að réttlæta stjórnarfor- ystu hans þrátt fyrir meira fylgi Sjálfstæðisflokksins. Það var misráðið af Alþýðu- sambandinu rétt fyrir kosning- ar að lýsa því yfir að tilraunin til ábyrgra stöðugleikasamninga hefði mistekist. En hitt má vera rétt að nýjar pólitískar forsend- ur þurfi svo halda megi áfram á þeirri braut. Kosningaúrslit- in gefa tilefni til að lagðar verði skýrar línur í þeim tilgangi. Að þessu virtu væri það í góðu samræmi við kosningaúrslitin og eins til að undirstrika að ábyrgð- in hefði leyst skyndivinsælda- aðgerðir af hólmi að Sjálfstæð- isflokkurinn tæki við forystu í ríkisstjórninni. Jafnframt þyrfti að sýna róttækar kerfisbreyting- ar, meðal annars með áætlun um frjálsa búvöruverslun. Olía og vatn blandast illa Listrænn stjórnandi Víkingur Heiðar Ólafsson 4 DAGAR. 9 TÓNLEIKAR. 13.–16. JÚNÍ. Kynnið ykkur magnaða dagskrá á www.reykjavikmidsummermusic.com Er Framsókn fórnarlamb hatursorðræðu? Enga sýnagógu
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.