Fréttablaðið - 07.06.2014, Side 20

Fréttablaðið - 07.06.2014, Side 20
7. júní 2014 LAUGARDAGUR| HELGIN | 20 faldleikanum. Í stað þess að nota hakkað kjöt eins og gengur og gerist notar hann gúllaskjöt og bætir við fitunni eftir á. „Bragðið kemur með fitunni. Svo byrjuðum við á því að handpressa hamborg- arana. Það kemur allt önnur áferð á borgana sem eru handpressaðir,“ segir Tommi, sem er með gæða- eftirlit með hráefninu á stöðunum úti í heimi og nú síðast þegar Búllan opnaði í Berlín. Sjálfur hefur hann borðað einn hamborgara á dag í tíu ár. Stund- um fleiri en alltaf allavega einn. Tommi er þó mjög meðvitaður um líkamlegt heilbrigði og setti sér það markmið að taka 105 kíló í bekk- pressu þegar hann var 65 ára, sem honum tókst. „Þeir sem á annað borð borða hamborgara vita að það er matur sem hægt er að borða hvenær sem er allan sólarhringinn. Ég hef alltaf sagt að það sé ósanngjarnt að nota hamborgarann sem samnefnara yfir óhollan skyndibita. Þegar við opnuð- um annan staðinn í London, í mjög flottu hverfi á Kings Road, hélt ég ræðu þar sem ég sagðist borða einn hamborgara á dag og þeir sem töldu það óhollan skyndibita gætu dæmt um það sjálfir og reif bolinn sem ég var í,“ segir Tommi með bros á vör. „Myndin af því fór um Twitter eins og eldur í sinu, sem var fyndið.“ Elti ástina heim Þrátt fyrir að hafa ekki órað fyrir velgengni staðarins á erlendri grundu leitaði hugur Tomma út fyrir landsteinana með staðinn fyrir nokkrum árum. Hann seldi Búlluna við Geirsgötu til þeirra aðila sem reka hana í dag og keypti sér íbúð ásamt syni sínum við South Beach í Miami. Planið var að kanna rekstrargrundvöll fyrir hamborgarastað í Banda- ríkjunum. „Við vorum fluttir út þegar örlögin gripu í taumana. Ég varð ástfanginn. Ætlaði að flakka á milli landa en svo gat ég ekki hald- ið í mér og elti ástina heim. Opnaði Búlluna hér á Bíldshöfða og ákvað að halda þessu ævintýri áfram. Hver veit hvað hefði gerst ef við hefðum ílengst í Bandaríkjunum?“ Staðirnir eru margrómaðir á erlendri grundu. Tommi segir til dæmis að velgengni staðanna beggja í London hafi farið fram úr björtustu vonum. Þeir hafa aldrei auglýst mikið enda segir Tommi orðsporið vera bestu auglýs- inguna. Sjálfur er hann ekki hrif- inn af samfélagsmiðlum og fussar og sveiar yfir Facebook. „Við fengum til liðs við okkur tvær stúlkur í London sem sáu um að koma Búllunni á fram- færi á samfélagsmiðlum úti. Þær GRILLAR HAMBORGARA Tómas Tómasson hefur grillað óhemju marga hamborgara um ævina og hérna sýnir hann hvernig fagmenn bera sig að. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.