Fréttablaðið - 07.06.2014, Side 28

Fréttablaðið - 07.06.2014, Side 28
7. júní 2014 LAUGARDAGUR| HELGIN | 28 „Ég er full þakklætis fyrir að þetta hafi átt sér stað og ég hafi fengið að taka þátt í því. Við sjáum ekki enn í dag hvaða áhrif flokkurinn mun hafa til framtíðar, á hvað verður leyfilegt og hvað er í lagi í stjórn- málum. Fyrir tíma Besta var of lítið pláss fyrir mannlega nálgun í pólitíkinni.“ Heiða Kristín Helgadóttir, kosningastjóri Besta flokksins og framkvæmdastjóri Bjartrar framtíðar. „Þau komu inn í borgarstjórn fallega kok- hraust um að það væri nóg að vera þarna bara af öllu hjarta og þá yrði þetta ekkert mál. Svo komust þau að því að fólk í hefðbundnu flokkunum var líka þarna af öllu hjarta. Það varð auðveldara að vinna með þeim eftir það og gleði þeirra var vissulega smitandi. Hildur Sverrisdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins. „Þetta var svona gjörn- ingur. Hann var svo- lítið langur, stundum svolítið alvarlegur, stundum rosalega skemmtilegur og fyndinn. Á einhverjum tímum var hann sorglegur. Hann var svona eins og mjög góð bók eða bíómynd, með byrjun, miðju og endi.“ S. Björn Blöndal, aðstoðarmaður Jóns Gnarr. „Það er dálítið meira en að segja það að fara í meirihluta- samstarf með sex óreyndum borgarfulltrúum. En ég hef sjaldan unnið með fólki sem er eins fljótt að læra. Þau hafa yndislega nærveru, góðan húmor og þótt þau væru óreynd þá báru þau mjög mikla virðingu fyrir viðfangs- efninu.“ Oddný Sturludóttir, borgarfulltrúi Samfylkingarinnar. „Allt var þetta risastór gjöf og risastór lærdómur. Ég kveð bestu árin stolt og þakklát.“ Eva Einarsdóttir, borgarfulltrúi Besta flokksins. „Þetta var góð hug- mynd og gott grín sem gengur upp. Svo varð þetta voða mikil alvara og fólkið sem var komið í þessa stóla datt úr gríngírnum og þurfti að gera sitt besta. Alvaran tók við með geðveikum skuldum hjá Orkuveitunni og þá var ekki hægt að djóka lengur.“ Dr. Gunni, 11. sæti Besta flokksins. Ísbjörn í Hús- dýragarðinn ! Alls konar fyrir aumingja Disney-land í Vatnsmýri Jón Gnarr segir í þættinum Tví- höfða að hann langi í þægilega innivinnu með aðstoðarmanni og bílstjóra og hyggist stofna flokk og fara í framboð. Jón vill verða borgarstjóri í Reykjavík. „Segi af mér ef djobbið verður leiðinlegt.“ „Við höfum ákveðið að draga framboð Besta flokksins til baka … DJÓK“ Jón Gnarr Besti flokkurinn blæs til kvenna- göngu til heiðurs íslenskum konum. Gangan fékk nafnið Meðgangan og í kjölfarið er kynbættur framboðslisti kynntur. Jón Gnarr segir meirihlutamynd- un velta á því hverjir hafa séð sjónvarpsþættina The Wire. Besti flokkurinn fær mesta fylgið í borgarstjórnarkosningunum og sex fulltrúa. Myndar meirihluta með Samfylkingu. Besti flokkurinn tekur þátt í sínum fyrsta borgarstjórnar- fundi og tekur við stjórnartaum- unum. Fyrsti Góðan daginn dagurinn haldinn Jón vekur heimsathygli vegna viðtals við erlenda pressu: „Ég horfi mestmegnis á klám á netinu.“ Jón Gnarr móðgar kínverska sendinefnd. Afhendir þeim bréf um að hann vilji að þeir láti Li Xiaobo lausan. Jón Gnarr vill fá úttekt á fjárhags- stöðu Orkuveitu Reykjavíkur. Laugavegur breytist í göngugötu hluta af sumri og hjólastígum fjölgað. Tyrfingur Tyrfingsson leikskáld segir Besta flokkinn vera póstmódernískt listaverk. Minnkandi ánægja með störf borgarstjóra. 22,4% ánægð með störf hans miðað við 61,7% í ágúst 2010. MMR Rúm 20% segja það koma til greina að kjósa Besta flokkinn í næstu alþingiskosningum. MMR Landsframboðið fær nafn, Björt framtíð! Rafrænar íbúakosningar kynntar um betri hverfi. Betrireykjavik.is kynnt í kjölfarið. Afkoma OR sú besta í sögu fyrirtækisins. Jón Gnarr mætir sem Obi-Wan Kenobi á RIFF. Jón Gnarr vill að herskipum verði bannað að leggjast að bryggju í Reykjavík og her- flugvélum bannað að lenda á Reykjavíkurflugvelli. Skrifstofa borgarstjóra og borgarritara færist í Gerðuberg í Breiðholti í þrjár vikur. Breytingar á Hofsvallagötu vekja upp misjafnar skoðanir um hjólreiðavæna borg. Jón Gnarr og Sigurjón Kjartansson koma aftur saman í Tvíhöfðaþætti. Þar tilkynnir Jón að hann muni hætta í stjórnmálum að loknum kosningum og að Besti flokkurinn verði lagður niður. Nýtt aðalskipulag Reykja- víkurborgar samþykkt. „Við erum að tala um að fá kaup- manninn á horninu og félaga hans inn í hverfin. Ég vona að skósmiðurinn komi líka.“ Jón Gnarr 2. júní 2014 síðasti borgar- stjórnarfundur Jóns Gnarr og Besta flokksins. 4. júní 2014 . Stofnuð Facebook- síða til að skora á Jón að bjóða sig fram til forseta 2016. ALLS KONAR UM BESTA FLOKKINN Árið 2009 sagði Jón Gnarr í útvarpsþættinum Tvíhöfða að hann langaði í þægilega innivinnu, með einkabílstjóra og aðstoðarmann. Hálfu ári síðar var hann orðinn borgarstjóri Reykjavíkur. Besti flokkurinn var grínframboð með ótrúlegum kosningaloforðum og var eitt þeirra að öll loforðin yrðu svikin. Fulltrúar annarra flokka stóðu á gati og þegar kannanir sýndu góðan árangur flokksins sögðu þeir að þetta væri löngu hætt að vera fyndið. En grínið hélt áfram næstu fjögur árin með sex fulltrúa Besta flokksins í borgarstjórn og Jón Gnarr sem borgarstjóra. Það var síðan í Tvíhöfðaþætti í október árið 2013 sem Jón Gnarr tilkynnti að hann ætlaði ekki að bjóða sig fram aftur og eftir rúma viku mun nýr borgar- stjóri taka við Jóni Gnarr. Þar með mun fjögurra ára grafalvarlegu gríni Besta flokksins vera lokið. 2010 2012 2011 2013 2014 Versta framboð sem litið hefur dagsins ljós. Ólafur F. Magnússon, fyrrverandi frambjóðandi Frjálslynda flokksins. ALLS KONAR UMSAGNIR Jón virðist vera afleitt efni í góðan stjórnmálamann Jón Trausti Reynisson, ritstjóri DV. Þetta framboð er skrum, svipað og hjá Berlusconi Hallgrímur Helgason rithöfundur. Dýrt spaug að laga til eftir Jón og félaga Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins. Ég efast um að ég geti átt samvinnu við Sjálfstæðisflokkinn. Mér finnst ég sýna auðmýkt en fá lítið á móti nema töffaragang, hroka og fálæti. Ég brosi en fæ lítið til baka. Jón Gnarr ALLS KONAR UMMÆLI, MÁLEFNI OG ATBURÐIR Fíkniefnalaust Alþingi árið 2020 ! Fella niður allar skuldir Fækka jólasveinum í einn Alls konar kosningaloforð Hlusta meira á konur og gamalt fólk Froska í Tjörnina og íkorna í Hljóm- skálagarðinn Besti flokkurinn bætti stjórnmálamenninguna Gísli Marteinn Baldursson, fyrrv. borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins. Jón Gnarr vill gera Múmíndal að vinabæ Reykjavíkur
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.