Fréttablaðið - 07.06.2014, Page 36

Fréttablaðið - 07.06.2014, Page 36
FÓLK| Tveggja ára hagnýtt framhaldsskólanám til starfa í sjávarútvegi og fiskeldi. Inntökuskilyrði: Grunnskólapróf. Á Fisktæknibraut er hægt að velja þrjár línur: Sjómennska/veiðar - Fiskvinnsla- Fiskeldi Hvert námsár skiptist í eina önn í skóla og eina á vinnustað undir leiðsögn tilsjónamanns (72 ein). Eins árs nám við vélar og hugbúnað frá Marel. Inntökuskilyrði: Hafa lokið námi í Fisktækni eða sambærilegu námi. Námsárið skiptist í fagbóklegar greinar og vinnustaðanám undir leiðsögn tilsjónamanns (36 ein). Eins árs nám í gæðstjórnun. Inntökuskilyrði: Hafa lokið námi í Fisktækni eða sambærilegu námi. Námsárið skiptist í fagbóklegar greinar og vinnustaðanám undir leiðsögn tilsjónamanns (36 ein). Þriggja ára iðnnám með mikla starfsmöguleika til starfa við veiðarfæragerð (48 ein). HELGIN leiðina, tölum fyrir bindindi og hvetjum fólk til að vera lög- hlýðið, fyrirmyndarborgarar og almennt með allt sitt á hreinu.“ BARNABARN STÓRRA AFA Helgi er barnabarn Einars heitins Gíslasonar sem oft var kenndur við Betel í Vestmannaeyjum. Einar var landsfrægur prédikari og forstöðumaður í Fíladelfíu í 22 ár. „Mér þótti vænt um afa minn sem var stórbrotinn og skemmtilegur karakter, fastur fyrir en mildur og góður. Afi var alinn upp sem útvegsbóndi, hafði mikið fyrir lífinu og ég bar mikla virðingu fyrir honum, enda merkilegur maður og þjóðþekktur. Um sextugt fékk hann heilablóðfall og varð ekki samur á eftir. Þá var ég sjö ára. Ég man lítið eftir honum sem prédikara en hef heyrt til hans á upptökum og skynja að það er mikið af afa í sjálfum mér þótt við höfum hvor sinn prédikunar- stílinn.“ Móðurafi Helga var Helgi Hall- varðsson, skipherra hjá Land- helgisgæslunni. „Ég átti því tvo stóra afa og ekki allir sem eiga afa sem báðir hafa gefið út ævisögu sína. Ég kannast við þá báða í sjálfum mér en er þó líkari Helga afa í útliti.“ Helgi segir að styrkleika sínir í prestembættinu séu væntum- þykja fyrir fólki og þörf til að hjálpa því að blómstra í lífinu. „Það er stærsta krafan í starfi prests; að hafa tíma, dug og kær- leika í starfið í stað þess að líta á það sem verkefni. Ég er líka á heimavelli þegar kemur að því að útskýra ritningartexta Biblí- unnar, sem er einkenni Hvíta- sunnukirkjunnar. Ég hef yndi af því að skoða gamla texta í upp- runalegu samhengi og sjá hvern- ig mannlegt eðli er samt við sig. Þá kemur í ljós að nútímafólk tekst enn á við sömu vandamál, langanir og þrár og leitar svara við sömu spurningum.“ JESÚS ER DROTTINN Helgi ólst upp í Vesturbænum fyrstu æviárin en bjó síðar lengst af á Kjalarnesi. Hann lauk stúdentsprófi frá Menntaskólan- um í Hamrahlíð og fór þaðan til Belgíu þar sem hann lauk próf- gráðu í guðfræði. „Ég fékk ungur tækifæri til að prédika og fann strax að ég væri á réttri hillu. Söfnuður Hvítasunnu- kirkjunnar á það sameiginlegt að hafa Jesú Krist í brennidepli og við erum með stystu trúarjátn- ingu í íslenskum trúfélögum, sem er „Jesús er Drottinn“ og er talin elsta trúarjátning manna. Jesús er leiðtoginn sem við öll viljum líkjast og allir hafa upplifað að Jesús sé raunverulegur. Trúin er því ekki bara góð hugmynd; hún er veruleiki sem við lifum.“ Helgi segir engan þurfa að vera í krísu til að upplifa Jesú sem förunaut í sínu lífi. „Það hendir venjulegar mann- eskjur, eins og við erum flest, og gefur þeim ríkulega lífsfyll- ingu. Það blómstrar, hættir að hafa áhyggjur af áliti annarra, hættir að láta höft hamla sér og gerir það sem það er skapað til að gera. Á sama tíma erum við til staðar þegar fólk fótar sig á trúar- göngunni, hvetjum það til að vaxa og finna hæfileika sína og gjafir.“ Margir safnaðarmeðlima Hvíta- sunnukirkjunnar hafa farið út af sporinu og segir Helgi þá sækja í kirkjuna vegna þess að hún dæmir þá ekki. „Í stað þess að dæma tökum við utan um þá og hér fá þeir hvatningu og stuðning. Það koma ótrúlega margir til okkar sem eng- in tengsl hafa við kirkjuna, eins og innflytjendur sem eru vanir því úr heimalandi sínu að kirkjan sé eina óspillta stofnunin sem hægt er að treysta. Þeir leggja traust sitt á Jesú og kirkjuna sem verður stuðningsnet þess og fjölskylda þegar eiginleg fjölskylda er fjarri.“ Hvítasunnusöfnuðurinn telur um 1.200 manns og á hverjum sunnudegi mæta hundruð þeirra til kirkju. Félagsstarf er ríkulegt og tónlistarlíf í Fíladelfíu rómað eins og landsmenn þekkja af sjón- varpsútsendingu jólatónleika kirkjunnar á aðfangadagskvöld. „Jólatónleikarnir eru styrktar- tónleikar en ágætis hliðarverkun er að fólk kynnist okkur í leiðinni. Við finnum fyrir meiri velvild í samfélaginu eftir að jólatónleik- unum var sjónvarpað og nú vita fleiri hver við erum og að við erum meinlaust trúfélag,“ segir Helgi og brosir. Í frístundum hefur Helgi gaman af útivist og veiði, hjólreiðum og samveru með fjölskyldu og vinum. „Ég er líka forfallinn áhuga- maður um ruðning (e. rugby) og mig hefur lengi langað að gefa mér tíma til að sækja æfingar hjá rugbyfélagi sem æfir á Vals- vellinum. Þetta er alvöru sport sem útheimtir heilmikil átök og kannski það yrði erfitt að útskýra glóðarauga á samkom- um,“ segir Helgi og skellir upp úr. ■ thordis@365.is GERIST EKKI SUMARLEGRA Tekið er um stilkinn á fyrsta blóminu og gert gat með nögl- unum. Næsta stilk er stungið ofan í og þannig koll af kolli þar til keðjan er orðin nógu löng. Nú er tími blómakransanna runninn upp. Til eru þó nokkrar aðferðir til að búa þá til. Sumar krefjast þess að notaður sé blóma- vír og -bönd en þegar dvalið er úti í guðsgrænni náttúrunni er ekki víst að slíkt sé við höndina. Auðveldast er að gera svokall- aða blómakeðju. Byrjaðu á því að tína vænan vönd. Ýmist er hægt að velja eina tegund eða blöndu af villtum blómum. Best er að velja blóm með nokkuð sverum og stífum stilkum, eins og til að mynda baldursbrár. Byrjaðu á því að stytta stilk- ana. Gættu þess að hafa þá alla um það bil jafn langa. Taktu svo um stilkinn á fyrsta blóminu og gerðu lítið gat með nöglunum nokkuð fyrir ofan miðju, nærri blómahnappinum. Stingdu næsta stilk þar ofan í. Gerðu svo gat á þann stilk og stingdu þriðja ofan í hann. Haldu svo áfram þar til keðjan er orðin hæfileg löng. Tengdu hana þá saman í hring með sama hætti. Gott er að vefja samskeytin vel með stilkum, hnýta og herða að. AUÐVELD BLÓMA- KEÐJA Í HÁRIÐ Ýmist er hægt að flétta, hnýta eða vefja blómakrans í hárið. Það getur þó vafist fyrir mörgum. Auðveldast af öllu er að gera fallega blómakeðju til skrauts. LIFIR Í TRÚNNI Helgi segir Hvítasunnukirkjuna hvetja fólk til að taka ástarsamband alvarlega, giftast maka til lífstíðar og spara sig fyrir hjónaband. FÓLK ER KYNNINGARBLAÐ sem býður aug lýsendum að kynna vörur og þjónustu í formi viðtala og umfjallana ásamt hefðbundnum auglýsingum. Blaðið fylgir Fréttablaðinu daglega. Útgefandi: 365 miðlar | Ábyrgðarmaður: Jón Laufdal | Hönnun: Silja Ástþórsdóttir Sölumenn: Bryndís Hauksdóttir, bryndis@365.is, s. 512 5434 Kolbeinn Kolbeinsson, kolli@365.is, s. 512 5447 FLJÓTLEGUR BLÓMAKRANS Með þessari aðferð er hægt að útbúa blóma- krans í hárið á börnunum á augabragði.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.