Fréttablaðið - 07.06.2014, Síða 38

Fréttablaðið - 07.06.2014, Síða 38
FÓLK|HELGIN SÖLULEYFI Hægt er að sækja um söluleyfi á Bernhöftstorfu- markaðinn hjá um- hverfis- og skipu- lagssviði Reykja- víkurborgar. Skemmtiatriði og viðburðir verða auglýstir á heima- síðu Reykjavíkur- borgar. STAÐALBÚNAÐUR Össur Hafþórsson hjá Reykjavík Ink segir flott húðflúr í dag vera jafn sjálfsagðan hlut og að eiga flottan jakka og góðan síma. The Icelandic Tattoo Convention 2014 stendur nú yfir á Bar 11 við Hverfisgötu. MYND/ANDRI MARÍNÓ Þetta er ein risastór tattú-stofa. Hér eru húðflúrarar frá Bandaríkjunum, Þýska- landi, Portúgal og fleiri stöðum og mikið líf og fjör,“ segir Össur Hafþórsson hjá Reyjavík Ink en nú um helgina stendur yfir húð- flúrráðstefna, haldin í níunda sinn, á Bar 11 við Hverfisgötu. Ráðstefnan hefur alltaf verið vel sótt gegnum árin og stemm- ingin alltaf góð, segir Össur. Bæði Íslendingar og erlendir gestir sækja hátíðina. „Ferðamennirnir eru stór hluti gesta sem er gott,“ segir Össur. „Húðflúr er ekki sama tabúið og það var. Í dag eru mömmur með tattú. Húðflúr eru orðin hálf- gerður staðalbúnaður og hluti af því að eiga gott úr, flottan jakka og góðan síma,“ segir Össur en þvertekur fyrir að fyrir vikið gætu húðflúr verið orðin lummó. „Alls ekki, en fólk er farið að velja betur, þetta er engin vitleysa lengur. Húðflúr hafa táknrænt og tilfinningalegt gildi fyrir marga, ekki eins og þegar fólk var að fá sér kínversk tákn eða tribal, og mundi síðan jafn- vel ekkert hvað táknið átti að merkja. Við eigum líka frábær íslensk tákn, rúnaletrið. Rúnir eru til dæmis vinsælar hjá ferða- mönnunum.“ Þeir húðflúrlistamenn sem flúra á ráðstefnunni eru: Jason June, Guy Ursutti, Jason Thomp- son, Mason Corelli, Scott Ellis, Holly Ellis, Chip Baskin, Austin Maples, Jason Donahue, Jesse Allen Gordon, Ryan Campell, Jennifer Lynn, Simon Capex, Jav- ier Wolf, Roberto, Eric Axel, Will Card, Rita, Zaxe og Sepp. Tíma- pöntun fer fram á staðnum. Dagskráin hefst klukkan 12 í dag og á morgun og stendur til klukkan 22. Stakur dagur kostar 700 krónur en frítt er inn fyrir börn. Össur segir ráðstefnuna fjölskylduvænan viðburð. „Börnin eru svo oft hugmynd- in að baki húðflúrum hjá fólki svo það er bara um að gera að þau kynnist þessu.“ EKKI LENGUR TABÚ HELGIN Húðflúrarar víðs vegar að úr heiminum flúra nú í portinu bak við Bar 11 við Hverfisgötu. The Icelandic Tattoo Convention er nú haldin í níunda sinn. Markaðstorg verður opnað í dag á Bernhöftstorfunni klukkan 13 með pompi og prakt. Spennandi og fjölbreytt- ur varningur verður til sölu og mun hljómsveitin White Signal troða upp og einnig Sirkus Ís- lands. Hljómsveitin White Signal hefur meðal annars unnið jólalagasamkeppni Rásar 2 undanfarin tvö ár og verið í sumarvinnu við að skemmta borgarbúum síðustu tvö sumur. Sirkus Íslands hefur verið starfræktur síðan haustið 2007 og verið meðlimur í sjálfstæðu leikhúsunum frá 2009. Sirkus- inn samanstendur af fjölbreytt- um hópi hæfileikaríks fólks á ýmsum sviðum sirkuslista sem sameinar krafta sína undir stjórn Lee Nelson. Bernhöftstorfan mun breyt- ast í markaðstorg allar helgar í sumar og eins mun torgið mun standa þeim sem hafa söluleyfi opið aðra daga vikunnar. ÍSLENSKUR MARKAÐUR Á BERNHÖFTSTORFUNNI Bernhöftstorfan breytist í markaðstorg í dag og á morgun. Dagskráin hefst með stæl klukkan 13. White Signal og Sirkus Íslands skemmta gestum. MARKAÐSLÍF Bernhöftstorfan mun iða af lífi í dag og á morgun en torfan hefur fengið hlutverk markaðstorgs í sumar. 540 2000 | penninn@penninn.is www.penninn.is | www.eymundsson.is Vöruúrval mismunandi eftir verslunum. Upplýsingar eru birtar með fyrirvara um villur og myndabrengl. MERKTU ÞÍNAR KÚLUR! MERKITÚSS FYRIR GOLF SKAPALÓN GOLFIÐ MINNISBLOKK Nú er um að gera að sérmerkja goflkúlurnar fyrir sumarið ! Þrír litir og fylgir sér skapalón með. Snilldarbók með skorkortum ásamt blaðsíðum fyrir mikilvæg minnisatriði. Fáanleg í 4 litum - stærð 10 x 14.5 sm. 999 kr. 1.899 kr. 5% afsláttur af ÖLLUM VÖRUM einnig tilboðum
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.