Fréttablaðið - 07.06.2014, Page 55
| ATVINNA |
Háskólatorgi, 3. hæð Sæmundargötu 4 Sími 570 0700 fs@fs.is www.fs.is
KANNTU AÐ ELDA FRUMLEGAN
OG FRAMANDI MAT?
Félagsstofnun stúdenta óskar eftir að ráða matráð í nýja
veitingasölu á háskólasvæðinu. Í starfinu felst umsjón með
veitingasölunni, matreiðsla á réttum dagsins, hlaðborði,
innkaupum á hráefni og öðrum verkum sem til falla.
Viðkomandi þarf að vera þjónustulipur og hafa reynslu af
matreiðslu. Nám í matreiðslu er kostur en aðalatriðið er færni
í að matbúa og eiga gott með samskipti við annað fólk.
Vinnutími er alla virka daga frá 7–15.
Áhugasamir sendi umsókn á valdis@fs.is.
Félagsstofnum stúdenta rekur fjölbreytta
veitingasölu á háskólasvæðinu, Hámu,
Stúdentakjallarann og Kaffistofur stúdenta.
Ný veitingasala á vegum FS opnar í haust.
Félagsstofnun stúdenta er sjálfseignarstofnun
með sjálfstæða fjárhagsábyrgð. Hlutverk
hennar er að veita stúdentum ódýra og
fjölbreytta þjónustu. Að henni standa
stúdentar við Háskóla Íslands, HÍ og mennta-
málaráðuneytið. FS rekur Kaffistofur stúdenta,
Hámu, Leikskóla stúdenta, Bóksölu stúdenta,
Stúdentakjallarann, Bókakaffi stúdenta,
Stúdentagarða og Stúdentamiðlun.
Starfsmenn FS eru um 150 talsins.
ht.is
Hvetjum alla þá sem uppfylla þessi skilyrði og hafa áhuga á starfinu til
þess að fylla út rafræna umsókn á heimasíðu okkar www.ht.is/starf
LAGERSTARFSMAÐUR / BÍLSTJÓRI
Óskum eftir lagerstarfsmanni í fullt starf. Helst koma þeir til greina sem búa yfir öguðum
vinnubrögðum, nákvæmni og skipulagshæfileikum í bland við jákvætt hugarfar. Viðkomandi
þarf að vera líkamlega hraustur og eiga gott með að vinna í samvinnu við hóp samstarfs-
manna á lager. Æskilegt að viðkomandi hafi meirapróf eða áhuga á að taka slíkt próf.
Heimilistæki var stofnað
árið 1962 og er í dag
leiðandi fyrirtæki í sölu
á raf- og heimilistækjum
á Íslandi. Starfræktar
eru 7 verslarnir um
land allt undir merkjum
Heimilistækja.
R E S T A U R A N T
YFIRMENN
Í ELDHÚS OG SAL
Leitum að metnaðarfullum og hressum
fagmönnum sem getað blandað
geði, hrært upp í hlutunum og töfrað
fram uppskrift af ljúfum stundum
fyrir gestina okkar.
Sendu ferilskrá á
apotek@apotekrestaurant.is
ef þú ert menntaður matreiðslu- eða
framreiðslumaður sem hefur áhuga
á að bygg ja upp spennandi veitingahús
á besta stað í bænum.
LAUGARDAGUR 7. júní 2014 15