Fréttablaðið - 07.06.2014, Side 94
7. júní 2014 LAUGARDAGUR| LÍFIÐ | 58
BAKÞANKAR
Fanneyjar Birnu
Jónsdóttur
Fatahönnuðurinn Stella McCartney frumsýndi snemmsum-
arlínu sína fyrir árið 2015 í New York í vikunni. Skær mynst-
ur, sterkir litir og dýramynstur einkenna línuna en meðal
þess sem er að finna í línunni eru töskur í öllum stærðum og
gerðum sem eru innblásnar af ofurhetjum. Margt var um
manninn þegar Stella kynnti línuna og voru fyrirsæturnar
Cara Delevingne og Jourdan Dunn og leikkonurnar Amber
Heard og Maggie Gyllenhaal meðal gesta. - lkg
Ofurhetjutöskur frá Stellu McCartney
Fatahönnuðurinn frumsýnir snemmsumarlínuna í öllum regnbogans litum.
ÞEGAR rætt er um hryðjuverkaógnir
gleymist oft hversu fáir standa á bak við
þær, hversu fáar þær eru og hversu lítið
mannfallið hefur verið í samanburði við
allar helstu dánarorsakir á Vesturlöndum.
Áhrifaríkasta vopn hryðjuverkamanna er
nefnilega ekki sprengjur, hálfsjálfvirkir
hríðskotarifflar eða önnur verkfæri sem
notuð eru til að fremja illvirki. Það er ótti
almennings við hið óþekkta; hvar og hvenær
næsta árás mun eiga sér stað. Ekki bætir
úr skák að tilgangur og markmið illvirkj-
anna eru okkur algjörlega framandi.
OG SUMIR verða alltaf hræddari en
aðrir. Þeir urðu fljótt helstu boðberar
fagnaðarerindis hryðjuverkamann-
anna. Eins ótrúlegt og það hljómar
þá virtust viðkomandi nýta hvert
tækifæri til að ýta undir eigin
vanlíðan, tóku allt hið versta
af netmiðlum og dreifðu til að
kynda enn frekar undir eigin
ótta og annarra. Það er ekki
að ástæðulausu að meðferð við
ofsakvíða/-hræðslu snýst um að
greina einkennin áður en kastið
byrjar. Því þegar það er á annað
borð hafið er fólk fast í spíral
og færist alltaf neðar og neðar
þar til kastið er yfirstaðið. Á meðan virkar
hvorki heilbrigð skynsemi, rökhugsun eða
neitt annað.
ÞESSI ótti gerði vestrænum stjórnvöldum
kleift að ryðjast inn í einkalíf okkar með
grófari hætti en áður – setja á stofn eftir-
litsþjóðfélag. Angarnir af þessu rötuðu inn
í íslenska löggjöf þótt hvorki fyrr né síðar
hafi nokkrar vísbendingar verið um yfirvof-
andi hryðjuverk hér á landi.
ÞAÐ ER kaldhæðnislegt, en aðferðafræði
þeirra sem kynda nú undir andúð á mús-
limum byggir á nákvæmlega sömu aðferða-
fræði og hinir örfáu hryðjuverkamenn.
Einstök tilvik frá meginlandinu um nauð-
ungarhjónabönd, umskurð kvenna og illa
áttaða einstaklina sem röfla um upptöku
sjaríalaga eru notuð til að kynda undir ótta
almennings. Og alveg eins og með hryðju-
verkin þá verða sumir hræddari en aðrir.
Við finnum þá á Facebook og í athuga-
semdakerfum póstandi sleggjudómum, töl-
fræði frá vafasömum xenófóbískum stofn-
unum og fölsuðum myndum af börnum sem
hefur verið nauðgað til dauða eftir nauð-
ungarhjónaband. Það eina sem er eftir er
að stjórnvöld fari að setja lög til að bregðast
við þessari nýju „ógn“.
Samfélag óttans
EGILSHÖLLÁLFABAKKA
KRINGLUNNI
SPARBÍÓ
AKUREYRI
KEFLAVÍK
EMPIRE
VARIETY
TOTAL FILM
BIOGAGNRYNI VALDIMARS
HOLLYWOOD REPORTER NEW YORK DAILY NEWS
ANGELINA JOLIE OG ELLE FANNING
EKKI TRÚA ÆVINTÝRINUVINSÆLASTA MYNDIN
Í HEIMINUM Í DAG
Allir borga barnaverð
FAULT IN OUR STARS 5, 8, 10:40
MILLION WAYS TO DIE IN THE WEST 8, 10:30
VONARSTRÆTI 5, 8, 10:40
TÖFRALANDIÐ OZ 2D 2, 4, 6
TÖFRALANDIÐ OZ 3D 2
RÍÓ 2 2D 2
L.K.G - MBL
Tilboð í bíó. Gildir á allar sýningar merktar með rauðu.
OPIÐ ALLA HVÍTASUNNUNA - TÍMAR OG TILBOÐ GILDA 7. TIL 9. JÚNÍ
35.000
GESTIR!
STÓRKOSTLEGASTA
ÁSTARSAGA
ÁRATUGARINS
-ENTERTAINMENT WEEKLY
THE FAULT IN OUR STARS
ER NÁNAST GALLALAUS
-C.P., USA TODAY
BYGGÐ Á
METSÖLUBÓKINNI
SKRIFAÐ Í
STJÖRNURNAR
FÁRSJÚK
ÁSTARSAGA
FAULT IN OUR STARS
FAULT IN OUR STARS LÚXUS
MILLION WAYS TO DIE . . .
TÖFRALANDIÐ OZ 2D ÍSL. TAL
X-MEN 3D
X-MEN 3D LÚXUS
X-MEN 2D
VONARSTRÆTI
VONARSTRÆTI LÚXUS
LÁSI LÖGGUBÍLL
RIO 2 2D ÍSL. TAL
KL. 5.20 - 8 - 10.40
KL. 5
KL. 8 - 10.45
KL. 1 - 3.10 - 5.45
KL. 8 - 10.45
KL. 2 - 10.45
KL. 2 - 5
KL. 3 - 5.20 - 8 - 10.30
KL. 8
KL. 1
KL. 1 - 3.10
FAULT IN OUR STARS
TÖFRALANDIÐ OZ 2D ÍSL. TAL
VONARSTRÆTI
THE AMAZING SPIDERMAN 2 2D
THE OTHER WOMAN
HARRÝ OG HEIMIR
Miðasala á:
Kauptu miða á X-Men með
17.000 GESTIR!
KL. 3 - 5.20 - 8 - 10.40
KL. 3 - 5.30
KL. 3 - 6 - 8 - 9 - 10.40
KL. 3 - 10.30
KL. 8
KL. 6
SHORT TERM 12ANTBOY ANDRI & EDDA VERÐA BESTU VINIR
LAU & SUN: 16.00
SJÁ FLEIRI SÝNINGAR Á WWW.BIOPARADÍS.IS - Miðasala: 412 7711 - Hverfisgata 54 - bioparadis.is - Hluti af Europa Cinemas
TÖFF TASKA
Þessi taska er
meðal annars
í nýju línunni.
NORDICPHOTOS/
GETTY