Fréttablaðið - 16.06.2014, Blaðsíða 13

Fréttablaðið - 16.06.2014, Blaðsíða 13
MÁNUDAGUR 16. júní 2014 | SKOÐUN | 13 Það hefur lengi vel verið við lýði að aðilar sæki út fyrir hinn akademíska þanka- gang og fari að hagnýta þekkingu sína á atvinnu- markaðinum samhliða námi. Nú á tíðum, sem og áður, stendur laganem- um til boða að starfa hjá hinum ýmsu fyrirtækjum og stofnunum í svokallaðri námsvist/starfsþjálfun. Það fyrir komulag er til þess gert að gefa nemendum nasasjón af praktík á vinnumarkaðinum og gefa nemum færi á að kynnast reynslu- heimi lögfræðinga. Í kringum námsvistina hefur verið gert regluverk. Í Háskóla Íslands eru reglur um námsvist nemenda í fram- haldsnámi. Getur nemandi hlotið 6 einingar fyrir vinnu í 160 klukku- stundir hjá viðurkenndri stofnun eða fyrirtæki. Um samskonar regluverk er að ræða fyrir Háskólann í Reykja- vík, þar kemur fram að nemandi geti hlotið 7,5 einingar fyrir 150 klukku- stundir af lögfræðistörfum. Einnig segir í reglum Háskólans í Reykja- vík að starfsnám skuli vera ólaun- að, slíkt er ekki skilyrði í reglum Háskóla Íslands. Framboði námsvistar hefur vaxið fiskur um hrygg en það er í mörg horn að líta. Lögfræðistofur og stofnanir eru í auknum mæli farn- ar að sækja í laganema sem ólaunað vinnuafl. Þau störf sem unnin eru af laganemum í starfsnámi eru oft og tíðum útseld til viðskiptavina á lögfræðitaxta og eru arðbær fyrir fyrirtækið. Stofnanir geta einn- ig ráðið til sín launalaust nemend- ur, með sérfræðiþekkingu, til að sinna störfum sem annars þyrfti að manna með fullu- eða hlutastarfi launaðs lög- fræðings. Hverjir hafa svo tök á því að fá nemendur í slíka námsvist? Eru ein- hver takmörk við það hvað lögmannsstofa, stofnun, fyrirtæki eða jafnvel ein- staklingur sem er starfandi lögmaður geti í reynd ráðið marga ólaunaða laganema til starfa hjá sér? Hvernig er svo hægt að finna út hvort nem- andinn sé að sinna námsvist í reynd eða að starfa í þágu vinnuveitanda, launalaust? Áhugaverður dómur féll í Banda- ríkjunum varðandi námsvist í máli Alex Footmans og Eric Glatt gegn Fox. Dómurinn komst að þeirri niðurstöðu í málinu að ekki væri heimilt að greiða þeim Alex og Eric engin laun fyrir vinnuframlag sitt þrátt fyrir að það væri sett upp sem starfsnám. Dómurinn tekur meðal annars mið af eldri dóm Hæsta- réttar Bandaríkjanna, Walling gegn Portland Terminal Co., og fer í mat á því hvað sé námsvist og hvað sé í reynd vinnuframlag í þágu vinnu- veitanda. Skýr greinarmunur nauðsyn Það er áhugavert að skoða þann mælikvarða sem kemur fram í dómnum og reyna að rýna betur í hvað sé ólaunuð vinna og hvað sé námsvist. Farið er í sex atriði til viðmiðunar. (1) Það er gerð krafa um að þrátt fyrir að vinnuveitandi útvegi aðstöðu fyrir nemanda þarf að vera um að ræða þjálfun sem er samskonar og veitt er í akadem- ísku umhverfi. (2) Reynsla nem- anda þarf að vera í þágu hans en ekki vinnuveitanda. (3) Nemandi á ekki að koma í staðinn fyrir venju- legt starfsfólk eða sinna þess störf- um heldur starfa undir handleiðslu annarra starfsmanna. (4) Vinnuveit- andi sem veitir námsvist fær engan ávinning af starfi nemandans og í reynd gæti það þá heldur tafið fyrir öðru starfsfólki. (5) Starfsnemi á ekki endilega rétt á starfi við lok námsvistar og (6) bæði vinnuveit- andi og nemi vita og gera sér grein fyrir því að staðan er ólaunuð. Það er ýmislegt sem vert er að skoða í þessum málum hérlendis. Lýtur námsvist á Íslandi sams- konar takmörkunum sem skerpa á skilunum milli þess að vera launa- laust starf eða námsvist? Það er afar mikilvægt að greina á milli hvað sé námsvist og hvað sé launalaust vinnuframlag meðal annars vegna þess að aflahæfi manna er verndað af stjórnarskrá og kjarasamning- ar gera ráð fyrir lágmarkslaunum. Mönnum er almennt ekki heimilt að semja um lægri laun en kjarasamn- ingar kveða á um. Það þarf að vera skýr greinamunur á vinnuframlagi sem nýtur réttarverndar til launa og námsvistar sem er undanþegin slíkri launakröfu, eða hvað? Í DAG Guðmundur Andri Thorsson rithöfundur Mér hefur alltaf fundist hún svo- lítið einkennileg þessi setning hjá Jóni Trausta: „Ég vil elska mitt land.“ Þetta er úr Íslandsvísum hans frá árinu 1901 sem tileink- aðar eru alþingismönnum og hafa að geyma heitstrengingar á þeirra tíma vísu þegar ættjarðarástin var enn saklaus og alltumlykjandi, umfaðmandi en ekki útilokandi. Þetta hljómar eins og það sé ein- hverjum vandkvæðum bundið að elska landið. Hann vill … en ástin á aldrei að vera komin undir vilja heldur er þetta kennd sem umlyk- ur mann nánast án þess að maður fái nokkuð við ráðið. Maður elsk- ar af því að maður elskar. Og það er auðvelt að elska Ísland: fjöll- in, fossana, litlu blómin, lækina, vindinn, grænar sveitir, bláan himin, litskrúðug þök, hina sér- stæðu íslensku rýmiskennd sem lýsir sér í sundurlausu og agalausu skipulagi og skorti á miðju, tungu- málið, fólkið … Ætli eigi ekki betur við mína kynslóð frasinn léttúðugi: „Ég fíla svo vel að vera frónari.“ Að vera frónari … Ísland er ungt. Þjóðin er ung og íslensk menning er enn í mótun. Íslensk menning er deigla, opið svæði en ekki lokað; hún er ekki endanleg – skilgreind fyrir fullt og allt, hún er ekki liðin undir lok. Hvernig eigum við eiginlega að hafa þetta: erum við amerísk? erum við evrópsk? erum við norð- urlandaþjóð? erum við ekki kelt- ar? eða eigum við kannski að vera herúlar eða péttar eða einhver slík dularfull og exótísk þjóð sem hvarf á þjóðflutningatímanum í kjölfar hruns Rómaveldis? Enn eru Íslend- ingar að hugsa sig um. Menning okkar er enn að taka við áhrifum héðan og þaðan sem ganga svo í samband við það sem fyrir er og úr verður eitthvað nýtt: hvort sem um er að ræða bókmenntir eða bátasmíði, arkítektúr, hárgreiðslu, tónlist, fimleika, umbreytta bíla eða skótísku. Hér er fámenn þjóð og blönduð, það munar um hvern nýjan einstakling: Sé eitt- hvað spennandi og lífvænlegt við íslenska menningu er það þetta: hversu blönduð hún er og hversu auðveldlega hún tekur við nýjum áhrifum í sífellu og skapar úr þeim eitthvað nýtt, eitthvað sitt. Þetta er innflytjendamenning í grunninn og við sem hér búum erum komin af landnemum – sold- ið eins og Ameríkanar, nema mun- urinn er sá að þegar Ísland byggð- ist var hér ekki fyrir önnur þjóð sem rænd var landi sínu, reisn og siðum; landnám Íslands útheimti ekki þjóðarmorð heldur bara hitt: að fara um með eldi eða kú og gefa hverju fjalli nafn, hverjum firði, hverjum dal, hverjum hól. Þar með er að vísu ekki sagt að saga landnámsins sé laus við ofbeldi. Saga þjóðarinnar hefst á þrælauppreisn, þegar írskir þræl- ar – „vestmenn“ – drepa Hjör- leif, fóstbróður Ingólfs, og fara út í Vestmannaeyjar, sem æ síðan hefur verið kjörlendi hinna upp- reisnargjörnu hrekkjarlóma. Þræl- ar Ingólfs, Vífill og Karli, voru líka írskir og kaldhæðnir eftir því. Þegar þeir fundu öndvegissúlurn- ar þar sem Reykjavík stendur nú sagði Karli: „Til ills fóru vér um góð héruð, er vér skulum byggja útnes þetta.“ Af þessu fólki erum við komin. Í leit að rými Við skiljum orð Karla þegar við lesum þau. Ekki bara orðin, held- ur getum við tengst hugarfarinu þar að baki: þó að rituð séu tveim- ur og hálfri öld síðar af Ara fróða þá getum við þegar við lesum þessi orð komist í beint samband við hugsanir írsks þræls við upp- haf fastrar búsetu á Íslandi. Það er nokkurs vert. Íslendingar koma úr öllum áttum. Hingað fluttist í upphafi fólk frá Noregi, Írlandi, Suðureyj- um og Finnlandi, svo að nokkur lönd séu nefnd. Og æ síðan hefur komið hingað fólk frá öllum deild- um jarðar, ýmist náð að una sér í þessu harðhnjóskulega umhverfi eður ei: nú er svo komið að þjóð- félagið verður ekki rekið með góðu móti án þess að njóta krafta frá fólki sem kemur hingað í leit að vinnu eða staðfestu. Komi þeir sem koma vilja, veri þeir sem vera vilja, fari þeir sem fara vilja, mér og mínum að meinalausu: Þessi orð eiga að vera greypt yfir dyrnar á svonefndri Útlendingastofnun. Hin hefðbundna íslenska sögu- skoðun er sú að hingað hafi upp- haflega komið fólk til þess að sleppa undan ofríki og skattpín- ingu Haraldar lúfu; það hafi vilj- að ráða sér sjálft; það hafi leitað að rými þar sem það gæti mótað sjálft líf sitt. Því ekki það? Þar með hljótum við að taka vel þeim sem hingað leita. Og þó að hug- myndin um land, þjóð og tungu verði æ langsóttari eigum við sem hér búum að geta mæst í ástinni á rýminu sem Ísland veitir okkur. Íslenskar deilur í þúsund ár: snú- ast þær ekki alltaf um rými? Hið eilífa landamerkjaþjark? Íslensk ættjarðarást snýst um rýmið eins og við sjáum á rammflóknu gadda- vírsneti um allar þorpagrundir hér; hið eilífa tal Íslendinga um „dásamlegt útsýni“ tjáir þrá eftir víðáttu, að sjá langt og helst út á sjó, hafa tilfinningu fyrir olnboga- rými. Íslandssagan er leit að rými fyrir sig og sína; landlaust fólk að hrekjast upp á heiðar í leit að rými eftir að stórbændur höfðu komið málum svo fyrir að eðlileg þétt- býlismyndun varð ekki við sjávar- síðuna. Af þessu landlausa fólki erum við komin. Og hljótum að skilja allt landlaust fólk sem hingað kemur í leit að rými. Nóg er plássið hér. „Ég vil elska mitt land“ ➜ Dómurinn komst að þeirri niðurstöðu í málinu að ekki væri heimilt að greiða þeim Alex og Eric engin laun fyrir vinnufram- lag sitt þrátt fyrir að það væri sett upp sem starfsnám. Save the Children á Íslandi ➜ Og þó að hugmyndin um land, þjóð og tungu verði æ langsóttari eigum við sem hér búum að geta mæst í ástinni á rýminu sem Ísland veitir okkur. Íslenskar deilur í þúsund ár: snúast þær ekki alltaf um rými? Vinna lögfræðingar frítt, námsvist eða launalaus vinna? Frábærar McCain franskar á 5 mínútum Franskar kartöflur í sérflokki sem þú töfrar fram á augabragði. Einföld og fljótleg matreiðsla og algjör sæla fyrir bragðlaukana. Prófaðu núna! KJARAMÁL Gísli Logi Logason laganemi
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.