Fréttablaðið - 16.06.2014, Blaðsíða 44

Fréttablaðið - 16.06.2014, Blaðsíða 44
16. júní 2014 MÁNUDAGUR| MENNING | 20 ASKJA · Krókhálsi 11 · 110 Reykjavík · Sími 590 2100 · askja.is Viðurkenndur sölu- og þjónustuaðili KIA á Íslandi. Þú finnur „Kia Motors Ísland“ á Facebook Ég er bara að segja sögur af venju- legu fólki,“ segir Þórdís Gísla- dóttir um ljóðabók sína Velúr sem nýverið kom út hjá Bjarti. „Ég gríp hugmyndir sem eru á sveimi á net- inu, eða í loftinu eða þegar einhver segir eitthvað og það mallar í und- irmeðvitundinni þangað til það verður að einhverju. Ég er ekki að sækja mikið í þjóðararfinn eða eitthvað þannig.“ Talandi um þjóðararf þá eru í bókinni úrklippur úr gömlum dag- blöðum, bæði fréttir, tilkynning- ar og auglýsingar sem greinilega höfða til þín. Er það ekki partur af arfinum? „Jú, kannski, en aðallega hef ég áhuga á Reykjavík á fyrri hluta síðustu aldar, hvernig borgin varð til og hvað hún var allt öðru- vísi en okkur er kennt í Íslandssög- unni í skólanum. Manni var sagt allt um sveitina en var aldrei sagt að á þriðja og fjórða áratugnum hefði verið hér samfélag sem var miklu alþjóðlegra og allt öðruvísi en maður ímyndar sér.“ Hvaðan kemur nafnið Velúr? „Velúr er uppáhaldsefnið mitt. Það er mjúkt og hentar vel í heimaföt en er líka sparilegt. Það getur til dæmis verið í leiktjöldum, jogging- göllum fyrir gamalt fólk og svona velúrmönnum sem eru mjúku mennirnir. Þannig að velúr hefur margar hliðar og margar vísanir. Svo hefur fólk túlkað þetta á þann hátt að ég vilji fara vel úr, en það var nú ekki mín meining.“ Kápumyndin er mynd af vegg- fóðri sem óhjákvæmilega dregur hugann að Veggfóðruðum óendan- leika Ísaks Harðarsonar, er það með vilja gert? „Ísak er í upp- áhaldi en þetta var svo sem ekki hugsað sem vísun í hann. Það er önnur saga á bak við þetta útlit. Þegar ég fékk að vita að ég fengi Bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar fyrir Leyndar- mál annarra hér um árið var ég ekki kominn með útgefanda og þurfti að hafa hraðar hendur við hönnun bókarinnar. Þá notaði ég veggfóður sem ég átti en var ekki búin að setja á vegg í kápumynd- ina og fannst kjörið að halda þeim stíl með þessa. Fyrir utan það að veggfóður er líka svona heimilis- legt eins og velúr.“ Þórdís upplýsir að hún sé Hafn- firðingur í fjóra ættliði í báðar ættir en hafi flutt í borgina um tvítugt og sé löngu farin að líta á sig sem Reykvíking. Er hún næsta borgarskáld? „Það veit ég nú ekki en mér finnst Reykjavík mjög van- metinn staður og hef mikinn áhuga á að skoða sögu hennar.“ Dreymir þig þá ekkert um að skrifa stóru Reykjavíkurskáldsöguna? „Hún kemur kannski einhvern tímann. Svona þriggja kynslóða saga í anda Marianne Fredrikson. Ég bara veit það ekki. Hún er allavega einhvers staðar í huganum.“ Ljóðin í bókinni eru flest stuttar, skarpar og kaldhæðnislegar mynd- ir, beitirðu kaldhæðninni meðvit- að? „Nei, það geri ég reyndar ekki, en ég er líklega svolítið kaldhæðin þótt ég ætli mér ekkert endilega að vera það. Ég er bara alin upp í þannig andrúmslofti að það þykir eðlilegt að tjá sig á þennan hátt.“ Sumir halda því fram að það eigi frekar að flytja ljóð en lesa, en Þórdís er ekki alveg sammála því. „Það er svona bæði og. Maður fær allt aðra upplifun af því að lesa ljóð en hlusta á þau, þannig að ég held að þau þurfi að vera til á prenti líka.“ fridrikab@frettabbladid.is Reykjavík er vanmetinn staður Ný ljóðabók Þórdísar Gísladóttur, Velúr, kom út á dögunum. Fyrri ljóðabók hennar, Leyndarmál annarra, hlaut Bókmenntaverðlaun Tó- masar Guðmundssonar árið 2010 og vakti mikla athygli. Þórdís er á svipuðum slóðum í Velúr, en segir þó að þessi ljóð séu meira unnin. ÞÓRDÍS GÍSLADÓTTIR „Ég er líklega svolítið kaldhæðin þótt ég ætli mér ekkert endilega að vera það.“ FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Þeir skrifa sjaldan ástarljóð sín með blóði. Ef þau gufa ekki upp í helgarferðum milli hægindastólsins og Húsasmiðjunnar geyma þeir þau í næturdraumum eða urða í fjöldagröfum fullum af kaldhæðni hressileika brjóstsviða og vinnusemi. MENNIRNIR Í FYRIRTÆKJUNUM MENNING
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.