Fréttablaðið - 04.07.2014, Blaðsíða 2

Fréttablaðið - 04.07.2014, Blaðsíða 2
4. júlí 2014 FÖSTUDAGUR| FRÉTTIR | 2 Svíarnir vilja heldur kaupa frysta fiskinn frá íslandi heldur en ferska fiskinn hér. BAGHDAD, AFP Þrjátíu og tveimur tyrkneskum vörubílstjórum, sem íraskir hermenn höfðu tekið sem gísla, var sleppt í dag. Þeir voru vel haldnir að sögn Ahmets Davutoglu, utanríkisráðherra Tyrklands, utan eins sem þurfti læknisaðstoð. Mennirnir hafa verið í haldi hermanna síðan 9. júní en þeir voru teknir í Mosúl þegar íraskir öfgamenn yfirtóku borgina. Enn eru þó 49 manns í haldi öfgamannanna en unnið er að því að fá það fólk frelsað. Öll voru starfsmenn tyrknesku ræðismannsskrifstof- unnar í Mosúl. - nej Unnið er að því að frelsa tyrkneska gísla íraskra hermanna: 32 vörubílstjórar frelsaðir í Írak FRELSINU FEGNIR Mennirnir hafa verið í haldi síðan í byrjun júní en voru í góðu ásigkomulagi. Þeir voru fluttir til Tyrklands í gær. MYND/AFP VIÐSKIPTI Fjórum sinnum á ári ekur Guðbjörn Elíson, eigandi netversl- unarinnar Islandsfisk, frá Varberg á vesturströnd Svíþjóðar til við- skiptavina sinna í mörgum tugum borga og bæja í Svíþjóð og Dan- mörku með frystan fisk, lambakjöt og sælgæti frá Íslandi. „Fjöldi viðskiptavina á skrá hjá okkur er um 2.500 og þeim fjölgar ört. Venjulega ek ég með vörur til 300 til 400 viðskiptavina í hverri ferð. Mikill meirihluti viðskipta- vina hefur verslað við okkur frá því að við stofnuðum netverslunina 1990,“ segir Guðbjörn sem einnig er farinn að aka með íslensk matvæli til annarra landa Norður-Evrópu. Hann kveðst gista á hótelum á ferð- um sínum og fá þar rafmagn fyrir litla vörubílinn sinn sem í er bæði frystir og kælir. Það eru ekki bara Íslendingar í þessum löndum sem eru sólgnir í íslenska matinn, að sögn Guð- bjarnar. „Þetta spyrst út mann frá manni. Svíar eru til dæmis um þriðjungur viðskiptavina net- verslunarinnar. Svíar og Danir sem smakka íslenska fiskinn verða fastir viðskiptavinir og þeir fara á hnén og biðja mig um að hætta ekki þessum ferðum. Dönsk kona sem er viðskipta- vinur hjá mér lét systur sína, sem býr á vesturströnd Svíþjóð- ar og er sjávarlíffræðingur, vita af netversluninni og nú versla þrettán manns í kringum hana við mig. Svíarnir vilja heldur kaupa frysta fiskinn frá Íslandi en ferska fiskinn hér.“ Fiskur er sú vara sem mest er keypt í netversluninni, að sögn Guð- bjarnar. „Vinsælasta varan er sjó- fryst ýsuflök en línufiskur sækir mikið á. Þar á eftir kemur lamba- kjötið. Ég er alltaf með saltkjöt, svið og slátur til sölu og árstíðabundna vöru eins og hangikjöt og konfekt um jól og þorramat á þorranum auk páskaeggja um páska.“ Guðbjörn selur ekki bara ein- staklingum íslensk matvæli heldur selur hann einnig til veitingastaða, dagheimila, stóreldhúsa og versl- ana. „Ég sel í 20 búðir hér í sýsl- unni. Þetta er bara rétt að byrja. Gæði íslenska matarins spyrjast fljótt út.“ Viðskiptavinir islandsfisk.se þurfa ekki að vera í neinum vand- ræðum með matreiðsluna því að á vef netverslunarinnar má sjá upp- skriftir að djúpsteiktum ýsuflökum með camembert-fyllingu, karríp- lokkfisk og saltfiskrúllum svo dæmi séu tekin. ibs@frettabladid.is SPURNING DAGSINS VEGAHANDBÓKIN ehf. • www.vegahandbokin.is Sundaborg 9 • 104 Reykjavík • Sími 562 2600 TÍMAMÓTAVERK Vegahandbókin í snjalltækin • Yfir 3.000 staðir • Þúsundir þjónustuaðila • Kort sem sýnir staðsetningu • Sía, notandi ræður hvaða þjónustumerki birtast • Leit, hægt að leita eftir stöðum og þjónustu • Bókamerki, hægt að geyma og safna stöðum • Tungumál, íslenska, enska og þýska Nýendurbættútgáfa VERÐ KR. 5.490 Hægt að skipta gamalli bók upp í nýja og fá 1.000,- kr. afslátt af þeirri nýju (aðeins í bókabúðum) Snjallsímaútgáfan fylgir bókinni Sólgnir í íslenskan fisk og lambakjöt Um 2.500 íslenskir og erlendir viðskiptavinir eru á skrá hjá netversluninni Islands- fisk í Svíþjóð. Eigandinn ekur með fisk, lambakjöt og íslenskt sælgæti til viðskipta- vina í borgum og bæjum í Svíþjóð, Danmörku og annars staðar í Norður-Evrópu. Á FERÐ Guðbjörn Elíson og Amanda Ingibjörg Einarsdóttir, eiginkona hans, við bílinn sinn sem er hlaðinn íslenskum matvælum. DÓMSMÁL Ríkissaksóknari áfrýj- aði í gær tveimur stórum efna- hagsbrotamálum til Hæstaréttar. Annars vegar Aurum-málinu svokallaða þar sem fjórir voru ákærðir fyrir umboðssvik og hlut- deild í þeim. Fjölskipaður héraðs- dómur sýknaði fjórmenningana en ríkissaksóknari krefst þess að dómurinn verði ómerktur þar sem skyldleiki eins dómarans við sak- borning í öðru sakamáli sérstaks saksóknara geri hann vanhæfan. Þar að auki vill ríkissaksóknari að Hæstiréttur kanni hvort líkur séu á því að niðurstaða héraðsdóms um sönnunargildi framburðar vitna eða sakborninga fyrir dómi hafi verið rangur. Gestur Jónsson, verjandi Jóns Ásgeirs Jóhannessonar, eins sak- borninga, segist vera hissa á þess- ari ákvörðun. Ekki séu skilyrði samkvæmt lögum til að líta svo á að dómarinn hafi verið vanhæfur. Hins vegar var hinu svokallaða Imon-máli áfrýjað þar sem þrír stjórnendur Landsbankans voru ákærðir fyrir markaðsmisnotk- un. Héraðsdómur hafði sýknað tvo þeirra en sakfellt einn sem sjálfur hefur áfrýjað málinu. Ríkissak- sóknari áfrýjaði því máli hinna tveggja til Hæstaréttar. Sigurður G. Guðjónsson, verj- andi Sigurjóns Þ. Árnasonar, eins sakborninga, segist einnig vera hissa á ákvörðun ríkissaksóknara. Hann telji niðurstöðu héraðsdóms skýra og segist ekki skilja þessa áfrýjun. „Ég er alveg gáttaður,“ segir Sigurður. - fbj Ríkissaksóknari áfrýjaði bæði Imon- og Aurum-málunum svokölluðu til Hæstaréttar í gær: Verjendur sakborninga hissa á áfrýjunum SAKBORNINGAR Í AURUM-MÁLINU Ríkissaksóknari vill að málið verði ómerkt og sent aftur til héraðsdóms. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Stefán, eru það forlög þín að fara til Sagna? „Já og þetta er svona saga til næsta bæjar.“ Stefán Máni hefur yfirgefið Forlagið og fært sig til Sagna útgáfu. LÖGREGLUMÁL Lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu hefur vísað frá kæru dótturfélags Samherja á hendur Ingveldi Einarsdóttur hæstaréttardómara. Félagið, Polaris Seafood, kærði Ingveldi í júní fyrir að hafa í mars 2012 veitt Seðlabankanum hús- leitar úrskurði en við málsmeðferð úrskurðanna telur félagið að hún hafi vanrækt könnun lagaskilyrða, ekki boðað fulltrúa varnaraðila til þinghalds og hvorki þingmerkt né varðveitt skjöl málanna. Í niðurstöðu lögreglustjóra segir að samkvæmt lögum sé það ekki dómari heldur sá aðili sem fram- kvæmir hina ólögmætu rannsókn- araðgerð sem geti bakað sér refsi- ábyrgð. Þannig sé það Seðlabanki Íslands, sem í þessu tilfelli fram- kvæmdi húsleitina, en ekki dómar- inn sem lögin ná yfir. Í því ákvæði hegningarlaga, sem Samherji telur að dómarinn hafi gerst sekur um, er sérstaklega tilgreint að ef dóm- ari beitir ólöglegri aðferð til að meðal annars framkvæma ólög- lega leit eða leggja að ólögum hald á skjöl varði það sektum eða fang- elsi. Þá kemur einnig fram í niður- stöðu lögreglunnar að það að van- rækja þingmerkingu skjala eða varðveislu þeirra varði ekki við ákvæði refsilaga. Telur lögreglan því ekki efni til að hefja rannsókn út af kærunni. Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja, er óánægður með niðurstöðuna og hyggst kæra ákvörðunina til ríkissaksóknara. „Þetta er athyglisvert að lögreglan telji, eftir nokkurra daga athugun, að það sé engin refsiheimild sem nær yfir það þegar gögn hverfa í jafn alvarlegu máli og þegar hús- leit og haldlagning er heimiluð. Við munum að sjálfsögðu kæra þessa ákvörðun til ríkissaksókn- ara,“ segir Þorsteinn í samtali við Fréttablaðið. -aó Lögreglan hefur vísað frá kæru Samherja á hendur hæstaréttardómara: Sakamálalög eiga ekki við dómara ÓÁNÆGÐUR Samherji hyggst kæra ákvörðun lögreglunnar til ríkissaksóknara. BANDARÍKIN Justin Ross Harris, sem grunaður er um að hafa skil- ið tæplega tveggja ára son sinn eftir í funheitum bíl í sjö klukku- stundir með þeim afleiðingum að hann lést, var leiddur fyrir dómara í gær. Fjöldi vitna hefur komið fyrir dóm til þess að bera vitni um málsatvik og segja þau að Harris hafi verið í miklu upp- námi þegar hann komst að því að sonur hans hefði látið lífið. Harr- is hringdi þó aldrei á sjúkrabíl og var sagður lítt hjálplegur þegar lögregla kom á vettvang. Málið hefur vakið feikilega athygli fjöl- miðla vestanhafs. - nej Ákærður fyrir manndráp: Skildi son sinn eftir einan í bíl UTANRÍKISMÁL Íslensk stjórnvöld hafa veitt 59 milljónir króna til neyðaraðstoðar á fyrstu mánuð- um ársins. Rauði kross Íslands hefur tekið á móti stærsta framlaginu eða 41 milljón króna. Meðal verkefna Rauða krossins, sem styrk hafa fengið, er dreifing hjálpargagna til fórnarlamba stríðsins í Sýr- landi og framlag vegna þurrka í Namibíu. SOS barnaþorpin hafa jafn- framt hlotið tíu milljónir vegna ástandsins í Sýrlandi, þar sem ríkt hefur borgarastyrjöld undan farið. - ssb Utanríkisráðuneytið úthlutar: 59 milljónir til neyðaraðstoðar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.