Fréttablaðið - 04.07.2014, Blaðsíða 22

Fréttablaðið - 04.07.2014, Blaðsíða 22
FÓLK| HELGIN FÓLK ER KYNNINGARBLAÐ sem býður aug- lýsendum að kynna vörur og þjónustu í formi viðtala og umfjallana ásamt hefðbundnum auglýs- ingum. Blaðið fylgir Fréttablaðinu daglega. Útgefandi: 365 miðlar | Ábyrgðarmaður: Jón Laufdal Sölumenn: Bryndís Hauksdóttir, bryndis@365.is, s. 512 5434 Kolbeinn Kolbeinsson, kolli@365.is, s. 512 5447 Hönnun: Silja Ástþórsdóttir Pollamót Þórs og Icelandair hefst á Akureyri í dag og stendur fram á laugardag. Mótið hefur verið hald- ið frá árinu 1988 og er ætlað eldri leik- mönnum í karla- og kvennaflokki. Margar eldri fótboltakempur mæta til leiks ár eftir ár og er alltaf mjög skemmtileg stemning á vellinum þegar gamlir liðs- félagar og andstæðingar mætast mörg- um árum síðar, jafnvel örlítið þyngri og seinni en áður. Jóhannes Steingrímsson hefur keppt á öllum Pollamótum frá upphafi með lið- inu Bjartar vonir vakna úr Mývatnssveit. Hann segir alltaf jafn gaman að taka þátt og hitta gamla félaga. „Þetta eru alls 27 mót sem ég hef tekið þátt í og þau eru alltaf jafn skemmtileg. Hér mæta kon- ur og karlar á öllum aldri og líka gamlir atvinnumenn og landsliðskempur. Ég er reyndar sá eini í liðinu mínu sem hefur tekið þátt allan tímann. Sumir eldri liðs- félaga minna eru fluttir héðan en nýir hafa komið í þeirra stað.“ Á mótinu keppa karlar í þremur aldursflokkum; Polladeildin er skipuð leikmönnum 30 ára og eldri, Lávarða- deildin inniheldur knattspyrnumenn 40 ára og eldri og í Öðlingadeildinni keppa leikmenn sem eru 45 ára og eldri. Konur keppa í tveimur aldursflokkum; Skvísu- deildin er ætluð konum sem eru 20 ára og eldri og í Ljónynjudeildinni keppa konur sem eru 30 ára og eldri. Rúmlega 60 lið höfðu skráð sig til leiks fyrr í vik- unni en lið eru yfirleitt 60 til 70 talsins. „Úrslitin eru ekki aðalatriðið á svona móti heldur stemningin og félagsskapur- inn. Leikmenn hafa gaman af þessu og það er ekki mikil harka í leikjum.“ Fyrstu árin sem mótið var haldið var haldið lokahóf í Sjallanum. Með árunum þróað- ist mótið út í meiri fjölskylduskemmtun enda fylgja makar og börn mörgum leik- mönnum. „Í ár verður meðal annars boð- ið upp á HM-leiki á risaskjá í Hamri, leik- tæki fyrir börnin og grillin verða heit allt mótið þar sem ýmislegt góðgæti verður í boði. Veðurspáin er kannski ekki frábær en eins og máltækið segir er enginn verri þótt hann vökni.“ GAMLAR KEMPUR RIFJA UPP TAKTA FÓTBOLTAMÓT Tæplega 70 lið taka þátt í Pollamóti Þórs um helgina. Þar hittast gamlar fótboltakempur af báðum kynjum og eiga góða stund saman. MAÐURINN MEÐ HATTINN Jóhannes Steingríms- son heilsar ekki fyrirliða andstæðinga öðruvísi en með hattinn fræga á hausnum. MYND/ÚR EINKASAFNI LEIKGLEÐI Úrslitin skipta minna máli á Pollamótinu enda hittast þar eldri leikmenn af báðum kynjum og skemmta sér konunglega innan vallar sem utan. Stemningin og félagsskapurinn er í fyrirrúmi. MYND/ÚR EINKASAFNI Ný skilti hafa verið sett upp við Reykjavíkurtjörn um brauðgjafir. Er það gert vegna varps æðarfugla, stokkanda, skúfanda og fleiri tegunda. Á skiltunum er fólk vinsamlegast beðið um að gefa fuglum ekki brauð yfir sumartím- ann, því brauðgjöf laðar að sílamáva. Í tilkynningu frá Reykjavíkurborg segir að með auknum fjölda sílamáva við Tjörnina aukist líkurnar á að ný- klaktir andarungar verði þeim að bráð. Endur hafi nóga fæðu á Tjörninni yfir sumartímann fyrir sig og ungana sína og því sé ekki þörf á að fóðra þær. Þá geti mikið magn brauðs aukið lífræna mengun í Tjörninni, ekki síst vegna þess að fjöldi fugla margfaldast þegar síla- mávarnir mæti á Tjörnina. Á nýju skiltunum kemur fram á íslensku og ensku að ekki skuli gefa brauð yfir sumartímann, frá 15. maí til 15. ágúst. Skiltin verða tekin niður seinni part ágúst enda er óhætt að gefa fuglunum við Tjörnina yfir haust- og vetrarmánuði. EKKI GEFA FUGLUNUM BRAUÐ BÆJARLIND 16 - KÓPAVOGUR - SÍMI 553 7100 - WWW.LINAN.IS OPIÐ MÁNUDAGA TIL FÖSTUDAGA 11 - 18 LAUGARDAGA 11 - 16 GO TT VERÐ GO TT VER Ð YUMI 2 borð saman kr. 28.700 YUMI Sófaborð kr. 55.900 BETINA Skenkur kr. 151.700 JOY Stóll kr. 169.900 AMI Stóll kr. 24.900 GINA Stóll kr. 19.900 SMILE - 3ja sæta sófi 217 cm l AÐEINS kr. 187.200 GENOVA - 3ja sæta sófi 208 cm l kr. 189.900 Sófi sem hittir beint í mark! You make me smile... LINE kr. 7.900 HM TILBOÐ krónur 149.900 GAMAN SAMAN Fjölskyldur sameinast. MYND/ÚR EINKASAFNI RAFTÆKJAVERSLUN • SÍÐUMÚLA 2 • SÍMI 568 9090 • WWW.SM.IS FÁÐU ÞRÁÐLAUSAN AÐGANG AÐ TÓNLISTINNI Í ÖLLUM HERBERGJUM
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.