Fréttablaðið - 04.07.2014, Side 6
4. júlí 2014 FÖSTUDAGUR| FRÉTTIR | 6
1. Hversu mörg vændiskaupamál voru
skráð hjá ríkislögreglustjóra í fyrra?
2. Hvað á Ólafur Sigurðsson mein-
dýraeyðir margar grammófónplötur?
3. Við hvaða lið hefur knattspyrnu-
maðurinn Alfreð Finnbogason samið?
SVÖR:
1. 249. 2. Yfi r þrjátíu þúsund.
3. Real Sociedad.
VEISTU SVARIÐ?
DÝRAVELVERÐ Sigurður Ingi
Jóhannsson sjávarútvegsráð-
herra fullyrti í vetur að niðurstöð-
ur rannsókna á dauðatíma hvala
yrðu birtar hverjum þeim sem
þær vildi sjá, enda verið að safna
upplýsingum í opinberum tilgangi.
Hann segist enn þeirrar skoðunar
að birta eigi niðurstöðurnar. Hvort
tveggja gengur þvert á svar hans
við fyrirspurn á Alþingi sem birt
var um mánaðamótin.
„Þær upplýsingar sem koma
munu út úr þessum leiðangri verða
án efa aðgengilegar, til þess er
þetta gert. Verið er að safna upp-
lýsingunum í opinberum tilgangi
og því verða þær gerðar aðgengi-
legar og menn upplýstir um málið
sem það vilja, þannig að ég tel að
það sé nú bara nokkuð augljóst,“
sagði Sigurður Ingi í þingræðu 7.
apríl síðastliðinn.
Edward H. Huijbens, þingmað-
ur Vinstri grænna, spurði þá ráð-
herra í óundirbúnum fyrirspurn-
artíma: „Verða þessar upplýsingar
aðilanna birtar opinberlega svo
almenningur geti kynnt sér þær
og í framhaldinu lagt mat á hvort
aðferðirnar séu mannúðlegar eða
ekki?“
Eins og Fréttablaðið greindi frá
í gær verða rannsóknarniðurstöð-
ur um dauðatíma hvala í veiðum
við Ísland ekki birtar almenningi.
Vegna fyrirspurnar Fréttablaðsins
til Sigurðar Inga í gær var þeim
skilaboðum frá ráðherra komið
til skila að hann væri enn þeirrar
skoðunar að birta ætti upplýsing-
arnar „á einhverjum tímapunkti“,
hins vegar hefði hann ekki vitað
af aðkomu Norður-Atlantshafs -
sjávarspendýraráðsins
(NAMMCO), sem vinnur rann-
sóknina í samstarfi við Fiskistofu.
Að sögn Eyþórs Björnssonar
fiskistofustjóra hafa sambæri-
legar upplýsingar ekki verið gerð-
ar opinberar í Noregi og „á þessum
tímapunkti sjáum við ekki frekar
ástæðu til að gera það hér,“ sagði
Eyþór í viðtali við Fréttablaðið á
miðvikudag.
Engar vísindalegar upplýsingar
eru til um dauðatíma hvala í hval-
veiðum við Ísland – en þá er átt
við hversu lengi það tekur dýrið
að deyja eftir að það er skotið.
Hvorki Hafrannsóknastofnun né
Fiskistofa hafa hingað til safn-
að slíkum gögnum. Þetta kemur
fram í svari Sigurðar Inga við
fyrirspurn Árna Þórs Sigurðsson-
ar, þingmanns Vinstri grænna, á
Alþingi í apríl – og var ástæða fyr-
irspurnar Edwards.
Þá liggur fyrir að 73 prósent
Íslendinga telja mikilvægt að hval-
veiðar séu mannúðlegar. Þetta
kemur fram í niðurstöðum skoð-
anakönnunar Capacent Gallup sem
dýravelferðarsamtökin Internation-
al Fund for Animal Welfare (IFAW)
létu gera. Í könnuninni kemur jafn-
framt fram að 59,3 prósent Íslend-
inga telja að hvalveiðar fari mann-
úðlega fram. svavar@frettabladid.is
Verið er
að safna
upplýsing-
unum í opin-
berum tilgangi
og því verða
þær gerðar
aðgengilegar og menn
upplýstir um málið sem það
vilja, þannig að ég tel að það
sé nú bara nokkuð augljóst.“
Sigurður Ingi Jóhannsson
sjávarútvegsráðherra, 7. apríl 2014
Sjónmælingar í Optical Studio
Tímapantanir í síma:
Optical Studio í Smáralind, 5288500
Optical Studio í Keflavík, 4213811
Optical Studio í Leifsstöð, 4250500
Sagði augljóst að gögn um
dauðatíma hvala yrðu birt
Sjávarútvegsráðherra segist enn þeirrar skoðunar að birta eigi niðurstöður rannsóknar á dauðatíma hvala.
Þvert á undirstofnun sína, og svar hans við fyrirspurn á Alþingi, sem segir að gögnin verði ekki gerð opinber.
Í HVALFIRÐI Almenningur mun að óbreyttu ekki fá upplýsingar um aðferðir við hvalveiði, en það er eitt helsta deilumálið
vegna veiðanna. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA
LANDBÚNAÐUR Framkvæmdir hefj-
ast í haust á alifuglabúi við Rauða-
læk í Ölfusi. Stefnt er á að þar geti
verið fjörutíu þúsund fuglar. Það
eru Kristján Karl Gunnarsson og
Ögmundur Jónsson sem sameina
krafta sína við þessi áform.
„Við hefjum framkvæmdir núna í
haust og fuglarnir verða komnir inn
fyrir vorið,“ segir Kristján.
Í fyrsta áfanga verða tíu þúsund
fuglar í stæðum og svo ráða mark-
aðsaðstæður því hvenær farið verð-
ur í fulla stærð.
Með þessu móti eru tvímenn-
ingarnir að skapa sjálfum sér
störf. „Þetta er nú bara fjölskyldu-
fyrirtæki. Þetta verður væntanlega
til þess að við Ögmundur getum
minnkað við okkur í þeim störfum
sem við sinnum núna. Hann er sjálf-
stætt starfandi smiður og ég vinn á
sambýli á Selfossi.“
Það er nóg að gera í þessum geira
á svæðinu því til stendur að reisa
stærsta minkabú landsins, með tíu
þúsund læðum, á Hafnarsandi við
Þorlákshöfn. - jse
Tvímenningar í Ölfusi skapa sér störf með miklum áformum um fuglarækt:
Reisa alifuglabú við Rauðalæk
KJÚKLINGAR Í BÚI Þ eir fiðruðu munu
fá bróðurpartinn af tíma þeirra tví-
menninga í Ölfusi.
PERSÓNUVERND Persónuvernd
hefur hafið frumkvæðisathugun
á því hvernig stjórnmálaflokkar
vinna persónuupplýsingar um
stjórnmálaskoðanir einstaklinga.
Þetta kemur fram í bréfi frá
stofnuninni dagsettu 30. júní.
Vestnord lögmenn sendu erindi
til Persónuverndar í maí fyrir
hönd stjórnmálaflokksins Dög-
unar þar sem óskað er eftir því
að stofnunin kanni hvort flokkar
haldi skrár yfir stjórnmálaskoð-
anir fólks aðrar en félagaskrár.
- nej
Persónuvernd athugar skrár:
Skoða starfsemi
fjórflokkanna
TRÚNAÐARMÁL Fólk á samkvæmt
lögum rétt á því að eiga stjórnmála-
skoðanir sínar fyrir sig. FRÉTTABLAÐIÐ/DANÍEL
SAMGÖNGUR Jarðgangagröftur í
Vaðlaheiðargöngum hefur verið
stopp í viku vegna sprunguleka.
Valgeir Bergmann Magnússon,
framkvæmdastjóri Vaðlaheiðar-
ganga hf., segir að vinna hefjist á
ný á næstu dögum þegar búið sé að
gera við þann leka sem kom upp. - nej
Vaðlaheiðargöng stopp í bili:
Vika síðan
sprengt var
RÖR Starfsmenn lögðu rör í vegginn
fyrir vatnið. MYND/VHG
FERÐAÞJÓNUSTA Norðlenska
hefur óskað eftir leyfi bæjar-
yfirvalda í Norðurþingi fyrir
sölu á gistingu í húsinu þar sem
útgerðarfyrirtækið Vísir rak
áður fiskvinnslu á Húsavík.
Sigmundur Ófeigsson, fram-
kvæmdastjóri kjötvinnslufyr-
irtækisins, segir fyrirtækið
ætla leigja leyfið til aðila sem
vilji selja gistingu á efstu hæð
hússins. Þar voru áður íbúðir
starfsfólks fiskvinnslufyrir-
tækisins. -hg
Norðlenska sækir um leyfi:
Selja gistingu
í Vísis-húsinu