Fréttablaðið - 04.07.2014, Blaðsíða 41

Fréttablaðið - 04.07.2014, Blaðsíða 41
FÖSTUDAGUR 4. júlí 2014 | MENNING | 25 FÖSTUDAGUR HVAÐ? HVENÆR? HVAR? FÖSTUDAGUR 4. JÚLÍ 2014 Tónleikar 20.00 Frumkvöðlar á fertugasta sumri, Jaap og Skálholtskvartettinn í Skál- holtskirkju. Leiklist 20.00 Sumarsýning ársins á Norður- landi kallast RÆFLAVÍK og verður sýnd í Norðurbandalaginu. Sýningar 22.30 Skinnsemi er kabarettsýning með sirkusívafi þar sem lögð er áhersla á fullorðinshúmor en Sirkus Íslands setur hana upp. Sýning fer fram á Klambratúni. Hátíðir 19.00 Nú á dögunum sendi listafígúran Mar frá sér stuttskífuna, Mellows og í tilefni þess verður haldið útgáfuhóf á Loft Hostel, í kvöld og hefst það klukkan 19.00. Skífan verður að sjálf- sögðu seld á staðnum en hún kemur í mjög takmörkuðu handprentuðu upp- lagi. Einnig verður frumsýnt nýtt tón- listarmyndband við eitt af lögum Mars; Twisted Figures. Að sjálfsögðu verður hlustað á skífuna en þess á milli mun austurríski skífuþeytirinn Hans Kulisch spila ofurtóna fyrir gesti og gangandi. Tónlist 20.00 Djasstrompetleikarinn ástsæli Wynton Marsalis mun koma fram í Eldborgarsal Hörpu í kvöld ásamt hljóm- sveit sinni Jazz at the Lincoln Centre Orchestra. 20.00 Sönghópurinn Olga kemur fram í Hafnarkirkju á Höfn í Hornafirði. 21.00 Jenni og Franz ætla að keyra stemninguna í gang í því tilefni að Bar 11 fagnar 11 ára afmælinu. 21.00 KK bandið kemur fram á Café Rosenberg. Félagarnir KK, Þorleifur Guðjónsson og Kormákur Geirharðsson skipa KK bandið, koma saman öðru hvoru og spila gömlu lögin sem þeir hafa verið að spila síðustu 20 ár. 21.00 Mercy Buckets mun gefa út frumburð sinn, Lumberjack Fan- tasies, í dag. Í tilefni þess verður skellt í útgáfutónleika og veislu á Gauknum í kvöld. Auk Mercy Buckets koma fram We Made God, Elín Helena og Conflictions. Handgerð eintök af plötunni verða til sölu á litlar 2000 krónur á tónleikunum en rafræn útgáfa af plötunni verður einnig á öllum helstu miðlum eins og Youtube, Spotify og Bandcamp. 22.00 Skuggamyndir frá Býsans, hljómsveit Hauks Gröndals saxófónleikara, leikur margrómaðan heims- tónlistarbræðing í Gamla Bænum á Hótel Reynihlíð við Mývatn. Sérstakir gestir eru búlgarski harmóníkuleikarinn Boris Zgurovski og slag- verksmeistarinn Claudio Spieler. 22.00 Hljómsveitin Hjálm- ar heldur tónleika á Græna hattinum á Akureyri. 23.00 Danshljómsveit Jonna Ólafs leikur og syngur á Ob-La-Dí-Ob- La-Da,Frakkastíg 8. Aðgangur er ókeypis. Upplýsingar um viðburði sendist á hvar@frettabladid.is Hljómsveitirnar Sushi Submarine, Náttfari og Hellvar leika á Dillon í kvöld, 4. júlí, sem er þjóðhátíðardagur Bandaríkjamanna. Bogi Reynis- son, einn meðlima Sushi Submarine, segir að með því að velja þennan dag vilji sveitirnar hvetja Bandaríkjamenn til að styðja ekki árásir á Palestínu frekar. „Það er fínt að vekja athygli á því að þótt við höfum það ágætt hérna, þá hafa það ekki allir,“ segir hann. Hljómsveitirnar þrjár hafa ekki áður komið fram á sömu tónleikum en Bogi segir þær eiga það sameiginlegt að spila kröftugt og hávært rokk sem kemur fólki í gír. „Það verður magnað stuð og mikill hávaði, ekki spurning,“ segir Bogi. Aðgangseyrir er einungis 500 krónur og Bogi segir erfitt að finna betri díl í borginni þessa dagana. „Þetta er algjört kostaboð fyrir aðdáendur háværs rokks,“ segir hann. - fsb Hellvar, Náttfari og Sushi Submarine á Dillon í kvöld: Brjálað og hávært stuð EIN AF ÞREMUR Hljómsveitin Hellvar með Heiðu Eiríks í fremstu víglínu leikur ásamt Nátt- fara og Sushi Submarine á Dillon.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.