Fréttablaðið - 04.07.2014, Blaðsíða 20
4. júlí 2014 FÖSTUDAGUR| TÍMAMÓT | 20TÍMAMÓT
„Við komum hingað saman í nám árið
1993 og heilluðumst. Lærðum í Ari-
zona og höfum búið í Chandler á stór-
Phoenix-svæðinu síðan við keyptum
húsið okkar árið 2001. Skóla gjöldin
voru viðráðanleg og svo er hér hlýtt
og notalegt allan ársins hring,“
segir Kristín Ólafsdóttir en í dag er
þjóðhátíðardagur Bandaríkjanna
sem þau halda upp á á hverju ári.
Kristín starfar sem viðburðastjóri
fyrir rektor verkfræðideildar háskól-
ans í Arizona, sem er einn stærsti
háskóli Bandaríkjanna með yfir 76
þúsund nemendur, en þar sér hún um
stórar og smáar uppákomur, veislur,
ráðstefnur og útskriftir af öllum
stærðum og gerðum. Baldur Bene-
diktsson, eiginmaður hennar, starfar
hjá APS (Arizona Public Service) sem
er stærsta rafveita Arizona, þar sem
hann sér um viðhald og uppbyggingu
á vefsíðum fyrirtækisins. Saman eiga
þau svo drengina Alex Óla, níu ára, og
Aron Ben, fjögurra ára.
Fjórði júlí er mikill hátíðardag-
ur í Bandaríkjunum og gjarna frí-
dagur. Ef daginn ber upp á helgi eru
oft dagarnir í kring teknir í frí til að
lengja helgina. „Þar sem við búum á
Phoenix-svæðinu sem er í Sonora-eyði-
mörkinni er hér yfirleitt mjög heitt 4.
júlí og yfirleitt fer fólk út úr bænum
eða safnast saman í bakgarðinum hjá
vinum. Við höfum þann sið á að fara
út úr bænum alltaf helgina fyrir eða
eftir og þá yfirleitt til Kaliforníu eða
Norður-Arizona til að komast í aðeins
kaldara loftslag en grillum alltaf eða
förum til vina sem grilla þegar 4. er
í miðri viku. Eitt árið vorum við á
ströndinni í San Diego og horfðum á
flugeldana frá Sea World sem var mjög
gaman. Í ár er planið að grilla heima
hjá okkur og kæla sig í lauginni,“ segir
Kristín en yfirleitt eru hefðbundnar
amerískar pylsur, steikur og hamborg-
arar á boðstólum.
Hvernig er 4. júlí frábrugðinn 17.
júní-hátíðahöldunum í Reykjavík?
„Hér í Arizona er meira um heimasam-
kvæmi og minna um það að fólk fari
niður í bæ. Þó er boðið upp á samkom-
ur en þær eru ekki eins vel sóttar nema
þær séu innandyra. Einnig eru alltaf
flugeldar um klukkan 10 á kvöldin á
4. júlí niðri í bæ en það er algerlega
bannað fyrir almenning að skjóta upp
nokkru sem Íslendingar myndu kalla
alvöru flugelda, hér eru bara á boð-
stólum hálfgerðir prumphlutir sem
varla fara upp í loftið því það er svo
mikil eldhætta og nóg um skógarelda í
kringum okkur svo ekki er á bætandi.“
Kristínu og fjölskyldu líkar lífið
vestanhafs vel og stefna ekki heim í
nánustu framtíð. „Það er mjög gott
að búa hér og okkur líður mjög vel,
en auðvitað hefur oft komið upp sú
hugmynd að fara heim eða færa sig
nær Íslandi, en rétta tækifærið aldrei
komið enn þá. Aldrei að vita samt.“
alfrun@frettabladid.is
Alltaf fl ugeldar 4. júlí
Kristín Ólafsdóttir hefur verið búsett ásamt fj ölskyldu sinni í Bandaríkjunum síðan árið
1993. Hún ætlar að halda upp á þjóðhátíðardag Bandaríkjamanna í góðra vina hópi,
grilla og kæla sig í lauginni enda heitasti tími ársins um þessar mundir í bænum
Chandler á stór-Phoenix-svæðinu í Arizona þar sem fj ölskyldan býr.
GRILLA OG BUSLA Í LAUGINNI Það er aðeins öðruvísi loftslag á þessum tíma árs í Arizona og segir Kristín daginn fara í grill, busl í sundlaug-
inni og svo er flugeldasýning um kvöldið. Amerísku flugeldarnir jafnast þó ekkert á við þá sem Íslendingar skjóta upp. Hér má sjá þau Kristínu,
Baldur, Alex Óla og Aron Ben. MYND/ÚR EINKASAFNI
Klaus Barbie, sem gekk undir nafninu
slátrarinn í Lyon, var dæmdur í lífs-
tíðarfangelsi þann 4. júlí árið 1987
fyrir stórfellda glæpi gegn mann-
kyninu.
Klaus var einn yfirmanna
Gestapó-sveitar nasista í seinni
heimsstyrjöldinni og árið 1984
var hann ákærður fyrir glæpi sem
hann framdi fyrir Gestapó í Lyon á
árunum 1942 til 1944. Réttarhöldin
hófust þann 11. maí árið 1987 í
Lyon og voru kærur á hendur honum
alls 177 talsins. Var Klaus sagður
ábyrgur fyrir flutningi meira en
7.500 franskra gyðinga og upp-
reisnarseggja í útrýmingarbúðir.
Klaus starfaði í áratugi fyrir banda-
rísk yfirvöld sem leyniþjónustumaður
og var á endanum fluttur til Suður-
Ameríku þar sem hann settist að
í Bólivíu og varð kaupsýslumaður.
Hann hélt áfram leyniþjónustu-
störfum sínum fyrir Bandaríkjamenn
þrátt fyrir sífellt vaxandi óánægju
franskra gyðinga sem réttilega töldu
hann komast allt of vel frá hrikalegri
fortíð sinni.
Eftir stjórnarskipti í Bólivíu í
kringum 1980 samþykktu stjórnvöld
þar í landi að framselja Klaus í
skiptum fyrir frönsk hjálpargögn.
Klaus lést úr krabbameini í fangelsi
árið 1991, þá 77 ára gamall. - lkg
ÞETTA GERÐIST: 4. JÚLÍ ÁRIÐ 1987
Klaus Barbie dæmdur í lífstíðarfangelsi
MERKISATBURÐIR
1685 Halldór Finnbogason er brenndur á báli á Þingvöllum fyrir
að snúa Faðirvorinu upp á andskotann. Þetta er síðasta galdra-
brennan á Íslandi.
1827 Þrælahald er afnumið í New York-ríki.
1862 Lewis Carroll segir Alice Liddell sögu sem seinna varð að
Lísu í Undralandi.
1886 Frakkar gefa Bandaríkjamönnum Frelsisstyttuna.
1903 Dorothy Levitt er fyrsta konan til að keppa í kappakstri.
1914 Jarðarför Franz Ferdinands og konu hans, Sofíu, fer fram í
Vín, sex dögum eftir að þau voru ráðin af dögum í Sarajevó.
1946 Filippseyjar fá sjálfstæði frá Bandaríkjunum.
1951 Bandaríski blaðamaðurinn William N. Oatis er dæmdur í
tíu ára fangelsi fyrir njósnir í Tékkóslóvakíu.
Það er algerlega
bannað fyrir almenning að
skjóta upp nokkru sem
Íslendingar myndu kalla
alvöru flugelda, hér eru
bara á boðstólum hálfgerðir
prumphlutir sem varla fara
upp í loftið því það er
svo mikil eldhætta og
nóg um skógarelda í
kringum okkur.
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og
langamma,
KOLBRÚN ÁRMANNSDÓTTIR
frá Tindum, Neskaupstað,
til heimilis að Funalind 7, Kópavogi,
sem andaðist fimmtudaginn 26. júní,
veður jarðsungin frá Fossvogskirkju í dag,
föstudaginn 4. júlí, kl. 13.00.
Hallveig Hilmarsdóttir Ingimundur Sigurpálsson
Birna Hilmarsdóttir Samir Hasan
Tómas Hilmarsson Valgerður Halldórsdóttir
barnabörn og barnabarnabörn.
Hjartans þakkir til allra þeirra sem sýndu
okkur samúð og hlýhug við andlát og útför
elskulegs eiginmanns míns, föður okkar,
tengdaföður, afa og langafa,
INGA INGIMUNDARSONAR
Borgarbraut 46,
Borgarnesi.
Sérstakar þakkir til starfsfólks hjúkrunar- og
dvalarheimilisins Brákarhlíðar.
Jónína Björg Ingólfsdóttir
Unnur Ingadóttir Grímur Lúðvíksson
Brynja Ingadóttir Magnús Sigurðsson
Ingimar Ingason Guðrún Margrét Hannesdóttir
Anna Ingadóttir Sigurþór Leifsson
barnabörn og barnabarnabörn.
Við sendum okkar hjartans þakkir til allra
sem sýndu okkur samúð og veittu aðstoð
við andlát og útför okkar elskulegu
ERNU BRYNDÍSAR
HALLDÓRSDÓTTUR.
Starfsfólk krabbameinsdeildar 11E fær okkar
bestu þakkir fyrir hlýja og góða umönnun.
Fyrir hönd aðstandenda,
Gabríela Bryndís Ernudóttir Björn Þór Hilmarsson
Helga Bryndís Ernudóttir
Lilja Björk Björnsdóttir Egill Tryggvason
Sturla Þór Björnsson Rebekka Halldórsdóttir
Sigrún Guðmundsdóttir
Helga G. Halldórsdóttir
Ástkær eiginkona mín, móðir okkar,
tengdamóðir og amma,
BIRNA KRISTÍN BJÖRNSDÓTTIR
Ársölum 3,
lést á Landspítalanum í Fossvogi
laugardaginn 28. júní. Hún verður jarðsungin
frá Fríkirkjunni í Reykjavík mánudaginn 7. júlí
kl. 13.00.
Haraldur Kristjánsson
Kolbrún Haraldsdóttir
Kristján Björn Haraldsson Guðfinna Unnur Gunnarsdóttir
Ásmundur Haraldsson
Berglind, Birna, Brynjar, Aron Gauti, Ástrós, Björn Henry,
Björn Darri og Gunnar Alfreð.