Fréttablaðið - 19.07.2014, Blaðsíða 10

Fréttablaðið - 19.07.2014, Blaðsíða 10
19. júlí 2014 LAUGARDAGURSKOÐUN ÚTGÁFUFÉLAG: 365 miðlar ehf. STJÓRNARFORMAÐUR: Ingibjörg S. Pálmadóttir FORSTJÓRI OG ÚTGÁFUSTJÓRI: Sævar Freyr Þráinsson RITSTJÓRAR: Ólafur Þ. Stephensen olafur@frettabladid.is, Mikael Torfason mikael@frettabladid.is Fréttablaðið kemur út í 90.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslun - um á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. ISSN 1670-3871 FRÉTTABLAÐIÐ Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík Sími: 512 5000, ritstjorn@frettabladid.is FRÉTTASTJÓRI: Andri Ólafsson andri@frettabladid.is RITSTJÓRNARFULLTRÚI: Álfrún Pálsdóttir alfrun@frettabladid.is VIÐSKIPTI: Fanney Birna Jónsdóttir fanney@frettabladid.is MENNING: Friðrika Benónýsdóttir fridrikab@frettabladid.is DÆGURMÁL: Lilja Katrín Gunnarsdóttir liljakatrin@frettabladid.is VÍSIR: Kolbeinn Tumi Daðason kolbeinntumi@365.is LJÓSMYNDIR: Pjetur Sigurðsson pjetur@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Sæmundur Freyr Árnason sfa@frettabladid.is ÚTLITSHÖNNUN: Silja Ástþórsdóttir siljaa@frettabladid.is SPOTTIÐ AF KÖGUNARHÓLI ÞORSTEINS PÁLSSONAR Nokkrar umræður hafa spunnist um þá ákvörð-un fjármálaráðherra að auglýsa stöðu seðla- bankastjóra eins og lög heimila á fimm ára fresti. Annars vegar hafa menn fjallað um þá spurningu hvað kunni að búa að baki þeirri ákvörð- un. Hins vegar hafa birst skiptar skoðanir um skipun dómnefndar til að meta hæfi umsækjenda. Bæði þessi álitaefni verðskulda rökræðu og eiga heima í þjóðmála- umræðunni. Sú tortryggni sem lesa má út úr umræðunni virðist eiga tvenns konar rætur: Að einu leyti er hún sýnilega sprottin af vantraustsyfirlýsingum forsætisráðherra gagnvart Seðla- bankanum fyrr á þessu ári. Að öðru leyti er hún vaxin úr jarðvegi óljósra bollalegg- inga af hálfu rík- isstjórnarinn- ar um að fjölga bankastjórum í þrjá eins og var á þeim tíma þegar eðlilegt þótti að tengja pólitíkina að hluta til yfirstjórn bankans. Í þessu samhengi er einnig rétt að hafa í huga að fjármálaráðherra hefur skipað nefnd til að endur- skoða lögin um Seðlabankann. Þegar vinstri stjórnin tók við 2009 var bankastjórunum, sem báru ábyrgð á strandsiglingu Seðlabankans 2008, vikið úr starfi með skipulagsbreytingum. Sjálf- stæðisflokkurinn var hins vegar andvígur því að þeirri ábyrgð fylgdu afleiðingar. Stjórnskipulagi bankans var þá breytt í grundvall- aratriðum. Engar breytingar voru þó gerðar á lögbundnu efnahags- legu hlutverki Seðlabankans og verðbólgumarkmiðinu sem sett var 2001 og allar ríkisstjórnir síðan hafa endurnýjað. Þó að þessar breytingar hafi um margt reynst ágætlega verður að hafa í huga að þær voru ákveðnar við sérstakar aðstæður, í tímaþröng og án þeirrar breiðu samstöðu sem náðist um fyrri skipan mála. Í þessu ljósi er endurmat á gildandi löggjöf mjög eðlilegt. Reyndar er æskilegt að þess verði freistað að ná góðri sátt um hlutverk og skipu- lag þessarar lykilstofnunar í efna- hagsbúskap þjóðarinnar. Fimm ára reglan Hér er ekki ætlunin að fjalla um þau sjónarmið sem fram hafa komið í umræðunni um auglýsinguna og hæfisnefndina. En umræðan gefur aftur á móti tilefni til að skoða lagaregluna sem þessi ákvörðun byggir á. Fram til ársins 1996 voru emb- ættismenn æviráðnir. Það þótti orðið úrelt fyrirkomulag. Það ár var því lögfest að embættismenn skyldu skipaðir til fimm ára og að sú skipun endurnýjaðist sjálfkrafa nema annað væri ákveðið. Í stórum dráttum hefur þetta fyrirkomulag gefist vel. Eftir stjórnarskránni gat þessi breyting ekki náð til dómara. Það hefði beinlínis gengið í berhögg við sjálfstæði þeirra. Þegar ný lög voru sett um Seðlabankann 2001 þótti rétt með tilliti til sjálfstæðis hans að bankastjórnin skyldi skipuð til sjö ára og aðeins yrði heimilt að framlengja skipun einu sinni. Með öðrum orðum: Nauðsyn- legt þótti að finna fyrirkomulag varðandi yfirstjórn Seðlabankans sem væri einhvers staðar á milli almennu reglunnar um embættis- menn og óhreifanleika dómara. Skipun til tíu eða tólf ára án fram- lengingarheimildar hefði getað þjónað sama tilgangi. Aðalatriðið er að með þessu var verið að verja sjálfstæði Seðlabankans umfram þær ríkisstofnanir sem lúta beinu boðvaldi ráðherra. Þegar vinstri stjórnin breytti lög- unum 2009 þótti henni ástæðulaust að virða þetta samspil skipunar- tíma og sjálfstæðis bankans sem allir voru sammála um átta árum áður. Færa má rök fyrir því að það hafi veikt sjálfstæði bankans um of. Það var því misráðin ráðstöfun og á ugglaust fremur skýringar í þeim flýti sem réði breytingunum en að það hafi beinlínis verið markmiðið. Um leið staðfestir þetta að endur- skoðun laganna nú er réttmæt. Spurning um sjálfstæði Þó að breið samstaða sé um langtímamarkmið á sviði peningamála geta einstakar ráðstafanir til að ná þeim verið mikil áraun fyrir pólitíkina, jafn- vel ofraun. Sjálfstæði seðlabanka auðveldar því lífið fyrir stjórn- málamenn og er um leið haldreipi fyrir peningalegan stöðugleika á tímum pólitísks óróa. Svo talað sé tæpitungulaust er auðveldara fyrir sjálfstæðan seðlabanka en stjórnmálamenn að taka ákvarðanir sem eru til skamms tíma óvinsælar en nauð- synlegar. Að því virtu er eðli- legt að lögákveðinn skipunartími seðlabankastjórans verði lengdur. Fimm ára skipunartími er ekki næg vörn þannig að hann geti verið óháður skammtíma póli- tískum sjónarmiðum. Út frá almannahagsmunum er einnig íhugunarefni hvort ráðu- neytisstjórar hafa nægjanlega sterka stöðu til þess að sinna lög- bundnu ráðgjafahlutverki, þar á meðal aðvörunum þegar þannig stendur á. Þó að þeir eigi að sjálf- sögðu ekki að ákvarða stefnu ráðu- neytanna hvílir ábyrgðin á vand- aðri stjórnsýslu á þeirra herðum. Vel er hugsanlegt að einnig þurfi að styrkja stöðu þeirra þótt ekki verði snúið aftur til úreltrar ævi- ráðningar. Óvinsælar ákvarðanir og erfi ð ráðgjöf H armleikurinn í Austur-Úkraínu, þegar hátt í 300 saklausir borgarar fórust, gæti orðið vendipunktur í átökunum í landinu. Það hlýtur raunar að vera krafa umheimsins að nú verði tekið í taumana og ófriðurinn í Úkraínu stöðvaður. Það er ein ríkisstjórn, raunar einn maður, sem hefur í hendi sér hvort það gerist. Það er Vladimír Pútín, forseti Rússlands. Rússland hefur kynt undir átökunum í Úkraínu með öllum ráðum. Pútín hyggst hugsan- lega ekki innlima austurhér- uðin eins og hann gerði við Krímskaga, en markmið hans er að minnsta kosti að grafa undan stjórninni í Kænugarði og hegna úkraínskum stjórnvöldum fyrir að halla sér að Vesturlöndum í stað þess að beygja sig undir áhrifavald Rússa. Það tekur raunar enginn mark á því þegar Rússar segja að örlög flugvélar Malaysian Airlines séu úkraínskum stjórnvöldum að kenna. Mjög margt bendir til að uppreisnar- menn, sem njóta stuðnings Rússa, hafi skotið flugvélina niður. Sennilega ekki viljandi – þeir héldu líklega í byrjun að þeir hefðu skotið niður flugvél úkraínskra stjórnvalda – en það breytir engu um alvöru málsins og mikilvægi þess að það verði rækilega upplýst. Tali Rússa um að Úkraínustjórn beri ábyrgð á ófriðnum í landinu trúir enginn nema þeir sjálfir. Rússar hafa vopnað upp- reisnarmennina og veitt þeim margvíslegan stuðning. Raunar eru engar líkur á að aðskilnaðarsinnarnir hefðu getað beitt vopnum eins og því sem að öllum líkindum grandaði farþegaþotunni nema með aðstoð frá Rússum. Rússnesk stjórnvöld bera þunga ábyrgð á því að 300 manns fórust, hvernig sem á málið er litið. Rússland hefur, þrátt fyrir ítrekuð loforð, látið ónotuð margvísleg tækifæri til að stilla til friðar í Úkraínu. Vegna áframhaldandi stuðnings Rússa við uppreisnarmennina hafa bæði Bandaríkin og Evrópusambandið nú hert efnahagslegar refsiaðgerðir gegn Rússlandi. Það er til marks um afar sér- kennilega forgangsröðun rússneskra stjórnvalda að þau skuli láta sér í léttu rúmi liggja hinn efnahagslega skaða sem hlýst af refsiaðgerðunum og halda áfram ótrauð útþenslu- og yfirgangs- stefnu sinni gagnvart nágrannaríkjunum. Rússland hefur í rauninni misst stefnu sína gagnvart Úkraínu úr böndunum. Árásin á farþegaþotuna þýðir að fjöl- mörg ríki munu gera enn skýrari kröfu en áður um að Rússland beiti sér til að binda enda á ófriðinn í landinu. Pútín hefur nú lagt til að bæði uppreisnarmenn og úkraínski herinn leggi niður vopn og hefji friðarviðræður. Það er ekki nóg. Rússar verða að heita því – og standa við það – að hætta öllum stuðningi við aðskilnaðarsinna í Úkraínu. Þeir verða sömuleiðis að styðja óháða, alþjóðlega rannsókn á því hver beri ábyrgð á ódæðinu og standa að því að viðkomandi verði dregnir til ábyrgðar. Rússland getur ekki varpað ábyrgðinni yfir á neinn annan – rússnesk stjórnvöld geta ráðið því hvort þetta mál þróast með jákvæðum hætti eða fer á versta veg. Rússland ber þunga ábyrgð á harmleiknum í Úkraínu: Rússar ráða framhaldinu Ólafur Þ. Stephensen olafur@frettabladid.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.