Fréttablaðið - 19.07.2014, Blaðsíða 62

Fréttablaðið - 19.07.2014, Blaðsíða 62
19. júlí 2014 LAUGARDAGUR| LÍFIÐ | 42 TÉKKAR HRIFNIR AF ÁSGEIRI Plata Ásgeirs Trausta, In the Silence, fær glimrandi dóma á tékknesku vefsíðunni musicserver.cz. Gagn- rýnandinn Dan Hájek segir plötuna fallega og ekki skipti máli hvort hlustað sé á hana á íslensku eða ensku. „In the Silence er brothætt og er sveipuð ljóðrænum blæ,“ skrifar hann meðal annars. Þá er Dan einnig hrifinn af textum Einars Ge- orgs Einarssonar, föður Ásgeirs, sem hann segir að haldist í þýðingu Johns Grant. - lkg „Hann kom náttúrulega til lands- ins út af hinu margfræga afmæli en náði síðan að framlengja ferð- ina,“ segir Natalie, betur þekkt sem DJ Yamaho, en hún þeyt- ir skífum í kvöld á Dolly ásamt bandaríska rapparanum Zebra Katz. „Það verður gaman að sjá hvernig við förum að þessu, ég er kannski meira í danstónlistinni,“ segir Natalie sem er þó fræg fyrir hipphopp-settin sín. „Við munum allavega brúa mörg bil í kvöld sem er skemmtilegt og krefjandi á sama tíma.“ Zebra Katz er ungur rappari og þrátt fyrir að hafa verið í tónlistar- bransanum í aðeins þrjú ár hefur hann náð að skapa sér stórt nafn innan tónlistarheimsins og hefur komið fram ásamt tónlistarmönn- um á borð við Azaelia Banks og Lönu Del Ray. Aðspurð hvort hún geti uppljóstrað hverju dansþyrst- ir gestir Dolly geti búist við segist Natalie ekki vilja skemma ánægj- una. „Þetta verður að koma á óvart, ég kem með eitthvað frá mér, hann kemur með eitthvað frá sér og svo gerum við eitthvað saman,“ segir plötusnúðurinn. „Ég á allavega von á brjáluðu kvöldi, ég er mjög spennt.“ - bþ Brúa bil með tónlist Natalie G. Gunnarsdóttir, betur þekkt sem DJ Yamaho, þeytir skífum í kvöld ásamt Zebra Katz. BAK Í BAK Tónlistarmennirnir tveir eru spenntir fyrir kvöldinu. Leikstjórinn Quentin Tarantino hefur eytt síðustu dögum á Íslandi. Hann kom við í garðpartíi athafnamannsins Jóns Ólafssonar á fimmtudagskvöldið og hefur greinilega skemmt sér vel því hann var mættur strax næsta dag á Gráa köttinn. Þar gæddi hann sér á góðum kræsingum eftir gleðiríkt kvöld en gestir staðarins tóku sérstaklega eftir hve sólginn hann var í beik- onið á disknum. - lkg BRJÁLAÐUR Í BEIKON „Við skrifuðum söguna saman en vorum þó hvor á sínum staðnum á hnettinum,“ segir Kolbrún Anna Björnsdóttir, rithöfundur og leik- kona, en hún skrifar bókina Á puttanum með pabba ásamt Völu Þórsdóttur, rithöfundi og leikkonu, en Vala býr á Möltu. „Við unnum saman í gegnum Skype og það gekk alveg ótrúlega vel, það var bara eins og við værum í sama herberginu,“ bætir Kolbrún Anna við. Sagan gerist í sumarfríi íslensk- ítölsku systkinanna Sonju og Frikka á Sikiley en þau eyða sumr- inu með pabba, afa og ömmu. Fríið byrjar ekki vel því amma og afi verða snögglega að sinna veikum frænda og pabba er boðið drauma- hlutverk í kvikmynd á Spáni. Allt í einu er enginn eftir á Sikiley til að sjá um systkinin. Á meðan pabbi reynir að fá pössun hjá vinum og nágrönnum kaupa systkinin flug- miða heim til Íslands en eini gall- inn er að mamma er ekki heima og svarar ekki símanum. Þess vegna fylgir pabbi systkinunum til Íslands í þeirri trú að mamma finnist fljótt. „Sagan var upphaflega skrif- uð sem sjónvarpsþáttaröð en það gekk illa að fjármagna framleiðsl- una, þannig að við byrjum allavega á bók,“ segir Kolbrún Anna. Hún útilokar þó ekki að sagan fari á hvíta tjaldið. „Kannski verður þetta að bíómynd eða þáttum að lokum, það kemur í ljós.“ Þær standa nú fyrir söfnun á söfnunarsíðunni Karolina Fund til þess að fá aðstoð við að gefa út söguna, bæði sem rafbók og á prenti. „Textinn er þegar kominn en okkur langar að gæða persónur og söguna lífi með fallegum teikn- ingum eftir Láru Garðarsdóttur,“ segir Kolbrún Anna. Hún segir söguna taka á ýmsum staðalímyndum, að skipt sé um kynjahlutverk og að jafnrétti sé haft að leiðarljósi. „Á ferðalagi sínu hitta persónurnar aðrar persónur sem umsnúa hugmyndum um stað- alímyndir og hlutverk kynjanna. Þær hitta meðal annars bónda sem er kona og mótorhjólagengi sem skipað er karlmönnum sem eru hjúkkur og tannlæknar. Við snúum upp á staðalímyndir víðs vegar,“ útskýrir Kolbrún Anna. Söfnunin er nýhafin en þær hafa strax fengið góð viðbrögð og eru bjartsýnar á framhaldið. gunnarleo@frettabladid.is Börnin á puttanum Vala Þórsdóttir og Kolbrún Anna Björnsdóttir skrifuðu saman bókina Á putt- anum með pabba þrátt fyrir að vera á hvor á sínum staðnum á hnettinum. HLÁTURINN LENGIR LÍFIÐ Þær Kolbrún og Lára vinna vel saman. FRÉTTABLAÐIÐ/ARNÞÓR BIRKISSON Þeir sem styrkja um 1.600 krónur fá sérstakt þakkarbréf í tölvupósti og boð á útgáfuhófið. Fyrir styrk upp á 15.600 krónur færðu sérstakt þakkarbréf í tölvupósti, áritaða prentaða bók, rafbók á ensku eða íslensku, áritaða mynd úr bókinni, nafnið þitt prentað með þökkum í bókina og boð í útgáfuhóf. Fyrir 312.000 króna styrk færðu sérstakt þakkarbréf í tölvupósti, rafbók á ensku eða íslensku, áritaða prentaða bók, nafnið þitt prentað í bókina með þökkum, áritaða mynd úr bókinni, aukapersóna í bókinni er nefnd eftir þér eða einhverjum að þínu vali og teiknuð inn í bókina auk boðs í útgáfuhóf. Verkefnið á Karolina Fund Ég á allavega von á brjáluðu kvöldi, ég er mjög spennt. Natalie G. Gunnarsdóttir. „Ég mun alltaf minn- ast þessa dags sem dagsins sem ég eldaði mat, nuddaði augu mín og fattaði síðan að jalapeño-pipar er nátt- úrulegur piparúði.“ TAYLOR SWIFT UM ÆVINTÝRI SÍN Í ELDHÚSINU Á TWITTER. Inspiral.ly MURE Authenteq ViralTrade Boon Music /S ÍA – 1 4 - H V ÍT A ÍT A H Ú S IÐ /S 1 6 5 4 Startup Reykjavík verkefnið er í fullum gangi. Tíu sprotafyrirtæki þróa hug- myndir sínar með aðstoð frá Arion banka og Klak-Innovit. Fylgstu með á www.startupreykjavik.com og á Facebook.com/StartupReykjavik. SPENNANDI HUGMYNDIR VERÐA AÐ VERULEIKA EYLAND JEWELLERY TIL SÖLU HJÁ NASTY GAL Katrín Alda Rafnsdóttir, hönnuður og eigandi fatamerkisins KALDA, hefur gert samning við tískusíðuna vinsælu Nasty Gal um sölu á skartgripalínu sinni Eyland Jewellery. Síðan er ein virtasta og vinsælasta vefverslunin í tískuheiminum fyrir konur. „Þetta er frábær byrjun og verður gaman að sjá hvert þetta stefnir héðan í frá,“ segir Katrín Alda í samtali við Fréttablaðið. Hægt verður að nálgast valda gripi úr línunni hjá Nasty Gal á næstunni en nú þegar eru þeir fáanlegir á heimasíðunni eylandjewellery.com. - fbj
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.