Fréttablaðið - 19.07.2014, Blaðsíða 30

Fréttablaðið - 19.07.2014, Blaðsíða 30
| ATVINNA | Forstöðuhjúkrunarfræðingur Almenn göngudeild Laus er til umsóknar staða forstöðuhjúkrunarfræðings við almenna göngudeild við Sjúkrahúsið á Akureyri. Um er að ræða 100% stöðu í dagvinnu. Staðan er laus frá 1. septem- ber n.k. eða eftir nánara samkomulagi og er staðan veitt til 5 ára. Almenn göngudeild veitir ferlisjúklingum yfir 18 ára aldri hjúkrun og þjónustu á fjölbreyttu sviði: Meðal annars lyfja- meðferðir, uppvinnsluferli, smáaðgerðir, þvagfærarann- sóknir og speglanir í samstarfi við fleiri fagsvið lækninga. Verkefni og ábyrgðarsvið: Forstöðuhjúkrunarfræðingur ber ábyrgð á hjúkrun innan deildarinnar og stjórnar faglegri þróun, rekstri og starfs- mannahaldi deildarinnar. Hæfniskröfur : Íslenskt hjúkrunarleyfi og að lágmarki 2 ára starfsreynsla í hjúkrun. Æskilegt að viðkomandi hafi nám í stjórnun og rekstri og/ eða stjórnunarreynslu. Lögð er áhersla á frumkvæði, sjálfstæð vinnubrögð og hæfileika í mannlegum samskiptum. Næsti yfirmaður er framkvæmdastjóri lyflækningasviðs Gróa Björk Jóhannesdóttir sem veitir nánari upplýsingar um starfið í síma 4630100 eða netfang groab@fsa.is Laun eru samkvæmt kjarasamningi Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og fjármálaráðherra. Umsóknarfrestur um stöðuna er til og með 5. ágúst n.k. Umsóknareyðublöð fást á skrifstofu sjúkrahússins eða á vef sjúkrahússins, http://www.fsa.is/, og skal umsóknum með upplýsingum um menntun og fyrri störf ásamt afritum prófskírteina skilað til Þóru Ákadóttur starfsmannastjóra thora@fsa.is eða í almennum pósti til Sjúkrahússins á Akureyri, b.t. starfsmannastjóra, v/Eyrarlandsveg, 600 Akureyri. Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu hefur verið tekin. Við ráðningar í störf við sjúkrahúsið er tekið mið af jafnréttisstefnu sjúkrahússins, sem er reyklaus vinnustaður. Samstarf er á milli sjö sveitarfélaga í Árnessýslu á sviði skóla- og velferðarþjónustu. Einn forstöðumaður er yfir svæðinu og er sameiginleg skólaþjónustu- og velferðarnefnd sem markar þjónus- tunni stefnu í samvinnu við þá sem málið varðar. Lögð er áhersla á heildarsýn í málefnum einstaklinga og fjölskyldna. Skóla- og velfer- ðarþjónustan skiptist í kennsluráðgjöf, sálfræðiþjónustu, félagslega ráðgjöf barnavernd, málefni eldri borgara og málefni fatlaðs fólks. Uppsveitir Árnessýslu og Flói óska eftir talmeinafræðingi til starfa Staða talmeinafræðings fyrir leik- og grunnskóla í uppsveitum Árnessýslu og Flóa er laus til umsóknar. Um er að ræða 60% stöðu. Starfsstöð talmeinafræðings er í stjórn- sýsluhúsinu að Borg í Grímsnesi. Talmeinafræðingur mun þjónusta níu leik- og grunnskóla. Nemendafjöldi er alls um 610. Í sveitar- félögunum eru unnin fjölbreytt verkefni á sviði skóla- og velferðarmála, svigrúm er til nýrra verkefna og vinnubragða. Starfssvið talmeinafræðings: • Stuðlar að fyrirbyggjandi aðgerðum svo koma megi í veg fyrir að frávik í málþroska verði að langvinnum námerfiðleikum. • Veitir ráðgjöf til kennara og foreldra varðandi talmeinamál. • Heldur námskeið fyrir kennara og foreldra með áherslu á fyrirbyggjandi aðgerðir og snemmtæka íhlutun. • Gerir málþroska- og framburðargreiningar og sinnir þjálfun og eftirfygld. • Mótar starf talmeinafræðings með öðrum sérfræðingum skólaþjónustunnar. • Tekur þátt í endurmati og þróun á skólaþjónustu Árnesþings. Metnntunar og hæfniskröfur talmeinafræðings • Nám í talmeinafræðum frá H.Í. eða öðrum sambærilegum menntastofnunum. • Frumkvæði og sjálfstæði í vinnubrögðum. • Reynsla af sambærilegu starfi er æskileg • Hæfni í þverfaglegu samstarfi. • Lipurð og færni í samskiptum Umsóknarfrestur er til og með 6. ágúst 2014. Umsóknir sendist til Hveragerðisbæjar, Sunnumörk 2, 810 Hvera- gerði eða á netfangið maria@hveragerdi.is. Með umsóknum fylgi ferilskrá um störf umsækjanda og menntun. Jafnframt fylgi grein- argerð með hugmyndum umsækjanda um starf talmeinafræðings hjá sveitarfélögunum og sýn viðkomandi í starfi. Í samræmi við jafnréttisstefnu sveitarfélaganna eru bæði karlar og konur hvött til að sækja um störfin. Nánari upplýsingar veita: María Kristjánsdóttir forstöðumaður Skóla- og velferðarþjónustu Árnesþings netfang maria@hveragerdi.is og Hrafnhildur Karlsdóttir kennsluráðgjafi og teymisstjóri, netfang hrafnhildur@arnesthing.is Vörubílstjóri óskast Eykt óskar eftir öflugum og áreiðanlegum vörubílstjóra, vanan vinnu með bílkrana. Sækja skal um starfið á heimasíðu Eyktar www.eykt.is eða með því að senda tölvupóst á póstfangið eykt@eykt.is. Nánari upplýsingar gefur Páll Daníel Sigurðsson alla virka daga milli kl 09:00 -16:00 í síma 822-4422 Eykt ehf. Stórhöfða 34-40. 110 Reykjavík S: 595-4400 Sunnulækjarskóli Við Sunnulækjarskóla á Selfossi eru lausar stöður umsjónarkennara með 1. bekk og kennarastaða í hönnun og smíði Umsækjandi þarf að hafa kennsluréttindi, góða skipu- lagshæfileika og mikla hæfni í mannlegum samskiptum. Reynsla af teymisvinnu og áhugi á þróunarstarfi eru mikilvægir eiginleikar. Í skólanum er lögð áhersla á sveigjanlega og fjölbreytta kennsluhætti, einstaklingsmiðað nám, teymisvinnu kennara, ábyrgð nemenda og góða samvinnu allra sem að skólastarfinu koma. Laun og starfskjör eru sam- kvæmt kjarasamningi Launanefndar Sveitarfélaga og viðkomandi stéttarfélags. Starfið hentar jafnt konum sem körlum. Nánari upplýsingar má finna á vefsíðu skólans: http://www.sunnulaekjarskoli.is Umsóknarfrestur er til 5. ágúst 2014. Umsókn með upplýsingum um menntun, starfsreynslu og umsagnaraðilum sendist Birgi Edwald, skólastjóra, birgir@sunnulaek.is eða Sunnulækjarskóli, Norðurhólum 1, 800 Selfoss. Skólastjóri Starfsmann vantar til starfa í Noregi! Suðurverk hf. óskar eftir að ráða starfsmann vanan efnis- vinnslu (mölun) til starfa í Noregi. Þarf að hafa vinnuvélarétt- indi og góða þekkingu á efnisvinnslu og viðhaldi slíkra tækja. Umsóknir skulu berast á skrifstofu okkar að Hlíðarsmára 11 eða senda þær á vef okkar www.sudurverk.is. Rekstrarstjóri á Norðurlandi 19. júlí 2014 LAUGARDAGUR4
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.