Fréttablaðið - 19.07.2014, Blaðsíða 16

Fréttablaðið - 19.07.2014, Blaðsíða 16
19. júlí 2014 LAUGARDAGUR| HELGIN | 16 Grafarvogsbúinn Aron Jóhannsson hefur afrekað margt á þeim fjórum árum sem eru liðin frá því að hann yfirgaf Fjölni í 1. deild- inni. Hann sló markamet í Dan- mörku, var seldur fyrir væna fúlgu til hollensks stórliðs og spilaði nú síðast með bandaríska landsliðinu á HM í Brasilíu. Ákvörðun Arons um að gefa fremur kost á sér í bandaríska liðið en það íslenska var umdeild, enda sonur íslenskra for- eldra sem voru við nám vestanhafs þegar drengurinn kom í heiminn fyrir tæpum 24 árum. Ákvörðunin kann enn að þykja umdeild en flestir fylktu sér að baki kappanum þegar út í alvöruna var komið í Brasilíu. Aron var á hækjum þegar ég hitti á hann við Fjölnisvöllinn í Graf- arvogi – hans gamla heimavöll. Hann lagðist undir hnífinn í Hol- landi á þriðjudag vegna ofvaxtar í ökklabeini sem þurfti að fjarlægja. Aðgerðin gekk vel en minnstu mun- aði að meiðslin hefðu kostað hann ferðina til Brasilíu. „Ég byrjaði að finna fyrir ökkl- anum í mars eða apríl og varð sífellt verri eftir það. Læknarnir hjá AZ vissu hvað þurfti að gera en sögðu að ég gæti þraukað ef ég vildi spila áfram. En til að verða hundrað prósent var aðgerðin nauðsynleg,“ lýsir Aron. Forráðamenn AZ vildu eðlilega að Aron færi í aðgerðina strax að tímabilinu loknu en sýndu því mikinn skilning að hann hefði lítinn áhuga á að fórna því að taka þátt á HM. Til að bæta gráu ofan á svart meiddist Aron í nára skömmu fyrir HM. Undirbúningur Jürgens Klins- mann landsliðsþjálfara fyrir HM var mjög strangur sem reyndist Aroni erfitt eftir langt tímabil í Hol- landi. „Ég hafði spilað 50-60 leiki á tímabilinu og um tíma hélt ég að ég yrði sendur heim – að ég kæm- ist ekki í 23 manna lokahópinn. Ég fann fyrir miklum verk í náranum en var í raun smeykur við að kvarta of mikið undan honum og biðja um hvíld eða léttari æfingar,“ segir Aron en Klinsmann var með tvær til þrjár æfingar á hverjum degi. Komu grátandi inn í klefann Aron kom inn á sem varamaður í æfingaleik Bandaríkjanna gegn Aserbaídsjan þann 27. maí í San Francisco. Það var fyrsti æfinga- leikur liðsins af þremur fyrir HM í Brasilíu og skoraði Aron síðara markið í 2-0 sigri. „Eftir þann leik fóru verkirnir í náranum að versna. Við áttum næst leik gegn Tyrklandi í New York og ég gat ekki beitt mér fyllilega á æfingum. Ég spilaði ekki og eftir leikinn sagði þjálfarinn mér að hann hefði viljað hvíla mig.“ Sjö leikmenn þurftu frá að hverfa úr æfingahópi Klinsmann fyrir HM og þrátt fyrir baráttuna við meiðsl- in komst Aron í lokahópinn. Hann segir að það hafi verið erfitt að horfa á eftir félögum sínum sem þurftu að sitja heima. „Á einni æfingunni sá ég að þjálfarinn var að taka út einn og einn leikmann og ræða við þá. Svo komu þeir inn í búnings- klefa með tárin í augunum og þá áttaði maður sig á því hvað hafði gerst,“ lýsir Aron. „Tilfinningin var skrýtin. Maður var ánægður en þetta var leiðinlegt fyrir hina. Næsta klukkutímann voru menn fyrst og fremst að átta sig á því að sumir þeirra væru ekki að fara á HM. Maður vildi því ekki flagga gleðinni sjálfur.“ Enginn tími fyrir stress Fyrsti leikur Bandaríkjanna í loka- keppninni sjálfri var gegn Gana. Handrit leiksins hefði þess vegna getað verið samið í Hollywood. Clint Dempsey kom Bandaríkjunum yfir eftir 29 sekúndur en Ganverjar jöfn- uðu þegar skammt var til leiksloka. Þá kom varamaðurinn John Brooks til sögunnar og tryggði þeim banda- rísku dramatískan sigur. Aron kom inn á sem varamað- Eiríkur Stefán Ásgeirsson eirikur@frettabladid.is ur í þessum leik líkt og frægt er eftir meiðsli Jozys Altidore strax á 20. mínútu. Aron hafði haft það á tilfinningunni dagana á undan að hann fengi að spila í leiknum. „Ég var ekkert búinn að spila í síðustu æfingaleikjunum vegna meiðsla en mér leið vel og ég var góður á síð- ustu æfingunum fyrir leik,“ lýsir Aron. „Ég og Chris [Wondolowski] vorum sóknarmennirnir á bekkn- um og þegar Jozy meiddist litum við hvor á annan. Okkur brá en fannst best að hefja upphitun. Ég var bara búinn að skokka eina ferð þegar það er kallað á mig. Ég hafði því engan tíma til að hugsa um þetta. Sem var gott því þá hafði maður ekki tíma til að verða stressaður.“ Aron segist hafa fengið gæsahúð þegar honum var skipt inn á en um leið varð hann fyrsti Íslendingurinn til að spila í lokakeppni HM í knatt- spyrnu. „Það var svo mikið adrena- lín í líkamanum að ég fann ekkert fyrir meiðslunum í þessar 70 mín- útur sem ég spilaði. Ég hljóp úr mér lungun enda þurftum við mikið að verjast í leiknum.“ Hann segist sáttur við frammi- stöðu sína þó svo að hann hafi ekki fengið úr miklu að moða sem sókn- armaður. „Eftir á að hyggja fannst mér ekki margt sem ég hefði getað gert betur. Það kom augnablik þar sem ég hefði mögulega komist einn í gegn en það þýðir ekkert að gráta það núna.“ Tímasetning meiðslanna verst Það var ljóst að Altidore myndi ekki taka frekari þátt í riðlakeppn- inni. Aron, eins og flestir Íslending- ar, leyfði sér að vona að hann fengi tækifæri í byrjunarliðinu í næsta leik. En það átti ekki að verða. „Þegar undirbúningur hófst fyrir leikinn breytti þjálfarinn um kerfi og ákvað að spila bara með einn framherja. Hann var með Dempsey einan uppi á toppi og ég áttaði mig strax á því að ég yrði ekki í byrjun- arliðinu. Þetta var þremur dögum fyrir leikinn.“ Hann viðurkennir að það hafi verið vonbrigði enda fáir knatt- spyrnumenn sáttir við að þurfa að sitja á bekknum. „Ég skildi afstöðu þjálfarans. Ég var ekki 100 prósent á æfingum og ég veit að ég er ekki það góður að ég geti verið í byrjun- arliðinu á HM þegar málin standa þannig. Mesta svekkelsið var tíma- setning meiðslanna – að ég gat ekki upplifað HM algjörlega heill heilsu.“ Aron spilaði ekki meira á HM en í þessum eina leik. Bandaríkin féllu úr leik í 16-liða úrslitum eftir hetjulega baráttu í framlengdum leik gegn Belgíu og sneru aftur til síns heima sem þjóðhetjur. „Ég fékk smjörþefinn af þessu og veit hversu ótrúlegt það er að spila á HM. Auð- vitað hefði ég viljað spila meira en ég á vonandi meira eftir. Ég stefni að því að spila að minnsta kosti á tveimur mótum til viðbótar.“ Ætlar að festa sig í sessi Næsta stóra verkefni bandaríska liðsins verður úrslitakeppni Copa América árið 2016. Þessi sögufræga keppni, sem er álfukeppni Suður- Ameríku, fer þá í fyrsta sinn fram utan álfunnar en hún verður hald- in í Bandaríkjunum – og það á 100 ára afmælisári sínu. „Það verður alveg svakaleg keppni,“ segir Aron og það er greinilegt að hann hlakkar mikið til. „Ég stefni á að vera búinn að festa mig í sessi sem byrjunar- liðsmaður þá.“ Búast má við að Bandaríkjamenn muni áfram fylgjast með knatt- spyrnulandsliði sínu af áhuga, von- andi með Aron innanborðs. Og hann gerir sér grein fyrir því að það er vel fylgst með honum á Íslandi. „Ég fann fyrir stuðningnum frá Íslandi úti í Brasilíu og hann var meiri en ég átti von á. Það var nokk- uð um neikvæð viðbrögð þegar ég valdi bandaríska landsliðið á sínum tíma en ég fann fyrir mun meiri jákvæðni í minn garð eftir því sem nær dró keppninni. Ég var ekki lengur svikarinn og fannst að menn væru stoltir af mér.“ Og spurður hvort hann hafi nokkru sinni séð eftir því að hafa valið bandaríska landsliðið fram yfir það íslenska stendur ekki á svarinu. Það er skýrt. „Nei. Svarið er einfalt.“ Fékk sting í hjartað þegar ég sá pabba EKKI LENGUR SVIKARINN Aron segir að sér hafi þótt sérlega vænt um að hans nánustu hafi gert sér ferð alla leið til Brasilíu til að fylgja bandaríska liðinu eftir á HM og styðja sinn mann. Fjölskylda Arons, sem og flestra leikmanna bandaríska liðsins, missti þó af leiknum gegn verðandi heimsmeisturum Þýskalands þar sem hún komst ekki á völlinn vegna úrhellisrigningar í Recife. Aron Jóhannsson skráði nafn sitt í sögubækurnar í sumar þegar hann varð fyrsti Íslendingurinn til að spila í úrslitakeppni HM í knattspyrnu. Það gerði hann með bandaríska lands- liðinu en í viðtali við Fréttablaðið gerir hann upp þátttöku sína á mótinu, segir frá baráttu sinni við ótímabær meiðsli í aðdraganda þess og háleitum markmiðum sínum fyrir landsliðsferil sinn vestanhafs. Ég man þegar ég sá fjöl- skylduna uppi í stúku í leiknum gegn Portúgal. Ég var að hita upp þegar ég sá hana fyrst og þá fékk ég smásting í hjartað. Sérstaklega gaman fannst mér að sjá pabba minn því hann hefur alltaf verið stuðnings- maður minn númer eitt. Á NÓG EFTIR Aron Jóhannsson ætlar sér að fara á tvö heimsmeistaramót til viðbótar með liði Bandaríkjanna. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.