Fréttablaðið - 19.07.2014, Blaðsíða 38

Fréttablaðið - 19.07.2014, Blaðsíða 38
FÓLK|HELGIN Það er aldrei ásættanlegt að skilja gæludýr eftir eitt þegar farið er í sumarfrí og beinlínis ljótt að skilja dýr eftir heima,“ segir Hallgerður Hauks- dóttir, formaður Dýraverndarsam- bands Íslands (DÍS). Hallgerður bendir á nýja reglu- gerð í dýraverndunarlögum þar sem kveðið er á um að hundar séu ekki skildir eftir einir lengur en sex klukkustundir. „Hundar eru mjög háðir manninum og hluti af fjölskyldunni. Þeir eru raunar eina dýrið sem er beinlínis til fyrir tilstuðlan mannsins og hafa þróast með honum frá því hann tók sér úlfa til fylgdar fyrir þúsundum ára. Best er því að skilja hunda eftir hjá fólki sem þeir þekkja því hundar geta orðið miður sín af hótelvist með vélrænni umönnun hjá ókunnugu fólki.“ Öðru máli gegni um ketti. „Kettir vilja helst vera heima hjá sér og á sínu yfir- ráðasvæði. Ellegar geta þeir strokið við fyrsta tækifæri. Best er að velviljaður vinur búi hjá kisa meðan á fríinu stendur en þó slyppi að sá hinn sami kæmi til að klappa kettinum og gefa að morgni og horfði svo til dæmis á sjónvarpið hjá kisa á kvöldin til að halda honum félagsskap.“ SMÁDÝRAHÓTEL ÓSKAST Hallgerður segir gæludýr hafa ríka félagsþörf og því dugi ekki eingöngu að fóðra dýrin. „Gæludýrahald snýst ekki um það eitt að halda dýrunum á lífi heldur þarf að gefa sig að þeim og hlúa að þeim. Því er áríðandi í upphafi að gæludýraeigendur geri sér grein fyrir hvað þeir ætli að gera við dýr sín í fríum.“ Á Íslandi skorti sár- lega smádýrahótel og dýravænni hótel en tíðkast hafa. „Smádýrum, eins og hömstrum, músum, naggrísum og fuglum, er auðveldara að koma í pössun því þau ferðast um í búrum sem eru í raun heimili þeirra. Hins vegar gefum við smá- dýrum oft ekki nógu mik- inn gaum og stundum eru þau geymd og gleymd úti í horni,“ segir Hallgerður og nefnir naggrísi og fugla sem dæmi um smádýr sem fari illa út úr félagslegri van- rækslu ef dýrin eru haldin ein. „Þegar fugl er hávær og eigend- urnir fara að breiða yfir búr hans í tíma og ótíma er verið að mis- nota nótt og dag fuglsins og valda honum vanlíðan. Þá er kurteisara gagnvart fuglinum að flytja hann í næsta herbergi í bili. Það sama á við naggrísinn sem er mikil félags- vera og verður einmana án dag- legra samskipta við manninn, getur veslast upp af einsemd og hreinlega drepist.“ ALMENNINGI TREYST FYRIR DÝRAVERND Samkvæmt nýjum lögum um dýravernd er sú skylda lögð á fólki á herðar að það kynni sér vel hvaða þarfir dýrið hefur og sinni þeim. Hallgerður segir erfitt að hafa eftirlit með dýrahaldi á heimilum landsmanna. „En á sama hátt og við treystum almenn- ingi til að tilkynna illa meðferð á börnum treystum við hinu sama þegar kemur að vanrækslu dýra. Slíkt ber að tilkynna til Matvælastofnunar (MAST) sem grennslast þá fyrir um dýrin. Í slíkri tilkynningu felst ekki ákæra heldur ábending og ósk um að aðstæður dýrs séu kannaðar.“ Hún segir Íslendinga almennt vera góða við gæludýr sín og þegar gæludýrum sé illa sinnt sé yfirleitt pottur brotinn hjá viðkomandi gæludýraeigendum, andlega eða siðferðislega. „Sem betur fer er fátítt að dýr séu skilin eftir ein svo dögum skiptir enda er það ill meðferð á dýrum og byggir á mikilli vanþekk- ingu. Því miður er eitthvað um að dýr séu skilin eftir ein og umkomulaus á heiðum þegar fólk þarf að losa sig við þau og enn er til í dæminu að fólk drekki dýrum sínum. Það er með öllu ólöglegt og hefur fólk hlotið dóm fyrir.“ Hallgerður segir búrfiska einu gæludýrin sem geti verið ein svo vel sé, með traustu matarskömmt- unarkerfi. „Þó ber að benda á þá skyldu að vitja allra gæludýra. Margt getur farið úrskeiðis, matarskammtari getur stíflast og dæla bilað. Sé ekki að gætt gætu allir fiskarnir verið dauðir við heimkomu eig- endanna. Það er ekki góð heim- koma úr fríi.“ ■ thordis@365.is DÝR ÆTTI EKKI AÐ SKILJA EFTIR HEIMA HEIMILISDÝR Gæludýr geta ekki verið ein heima meðan húsbændurnir fara burt í sumarfrí. Best er að fá velviljaða vini eða ættingja til að annast dýrin. DÝRAVINUR Hallgerður Hauks- dóttir er formaður Dýraverndarsam- bands Íslands. MYND/GVA EINMANA Hallgerður segir hunda geta orðið taugaveiklaða á hundahótelum með vélrænni umönnun. Dýrahjálp Íslands hjálp- ar til við að miðla dýrum og finna þeim nýtt heim- ili ef eigendurnir flytjast búferlum. TEKK COMPANY OG HABITAT KAUPTÚN 3 SÍMI 564 4400 VEFVERSLUN Á WWW.TEKK.IS Opið mánudaga til laugardaga kl. 11-18 og sunnudaga kl. 13-18 Til í fjórum litum WILBO frá Habitat 3ja sæta sófi 138.600 kr. 2ja sæta sófi 124.600 kr. Stóll 87.500 kr. BALTHASAR frá Habitat 3ja sæta sófi 156.000 kr. 2ja sæta sófi 139.200 kr. Stóll 76.000 kr. Ath. Öll birt verð eru afsláttarverð ETHNICRAFT SÓFUM ÚTSA LA! ÚTSA LA! Til í fjórum litum OAK SLICE borðstofuborð. Gegnheil eik. 90x180 125.300 kr. ÖLLUM BORÐSTOFU- HÚSGÖGNUM 20-50 ALLRI SUMARVÖRU 20-60 ÖLLUM SÓFUM 20-50 30 20 30 Save the Children á Íslandi
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.