Fréttablaðið - 19.07.2014, Blaðsíða 44
19. júlí 2014 LAUGARDAGUR| HELGIN KRAKKAR | 24
TEIKNAR ÞÚ
FLOTTAR
MYNDIR?
Sendu okkur myndina þína í pósti til
Fréttablaðsins, Skaft ahlíð 24, 105 Reykjavík
eða með tölvupósti á krakkar@frettabladid.is
Brandarar
Að venju efna Borgarbókasafn og Reykjavík Bókmenntaborg til sumarlesturs á meðal barna. Fyrir hverja lesna bók skrá les-
endur nafn sitt og titil bókarinnar á þar til gerða miða og skila í kassa sem eru í öllum söfnum Borgarbókasafns. Vikulega
er dregið eitt nafn úr kassanum og Lestrarhestur vikunnar útnefndur, sem hlýtur bók að launum frá Forlaginu.
Benedikt Þórisson 7 áraLestrarhestur vikunnar
Hvenær byrjaðir þú að stunda
hestamennsku?
„Þegar ég var fjögurra ára byrj-
aði ég af alvöru í hestamennsk-
unni. Fjölskyldan mín er í hest-
unum og ég byrjaði að ríða út
alveg ein sex ára þegar ég
fékk fyrsta hestinn minn, hann
Síríus.“
Hvað heitir hesturinn þinn?
„Hann heitir Sproti og er tólf
vetra. Hann er algjört æði.“
Hvernig gekk á landsmótinu?
„Mér gekk mjög vel á lands-
mótinu– ég var í 3. sæti eftir
milliriðla og fór þá beint í
A-úrslit, en svo endaði ég í
6. sæti í úrslitum.“
Hvaða grein ætlar þú að
keppa í á Íslandsmótinu?
„Ég mun keppa á tveimur hest-
um í fjórgangi og svo í töltinu
líka.“
Hvað er erfiðast og skemmti-
legast við hestamennskuna?
„Það er eiginlega erfiðast að
vera í burtu frá hestunum.
Það skemmtilegasta við hesta-
mennskuna er að vera innan um
hestana, ríða út, kemba
og hugsa um þá.“
Hver er skemmti-
legasta gangteg-
undin?
„Mér finnst
stökkið
langskemmti legast.“
Ferðu í hestaferða-
lög og hvernig er
það?
„Já, við ríðum
mikið út í sveit-
inni á sumrin og
förum í hestaferð-
ir, en svo er ég núna í sveit á
Álfhólum hjá frænkum mínum
og þá erum við stundum í
hestaferðum og rekum hestana.
Mér finnst það mjög
skemmtilegt.“
Hversu mikið
æfir þú þig
fyrir keppni?
„Ég æfi allan
veturinn
fyrir
ýmis
mót
en
sérstaklega æfi ég fyrir hvert
og eitt mót, í svona sirka tvær
vikur fyrir hvert.“
Hefurðu einhvern tíma lent í
slysi á hestinum?
„Já, ég var átta ára þegar ég
datt af Síríusi, hestinum sem
ég átti áður. Þá lenti ég beint
á andlitinu og var í sex klukku-
tíma á slysó eftir það. Það
þurfti að sauma og hreinsa
skurð sem ég fékk á andlitið og
þurfti að kalla út lýtalækni svo
þetta væri nógu vel gert, þetta
var svo stórt sár. En það gekk
allt vel og sést ekkert í dag.“
Ætlarðu að halda áfram að
stunda hestamennskuna
þegar þú eldist?
„Já, að sjálfsögðu, þetta er svo
skemmtilegt sport.“
Finnst stökkið
langskemmtilegast
Selma María Jónsdóttir er tólf ára og hefur stundað hestamennsku
síðan hún var fj ögurra ára. Hún er þaulvanur keppnisknapi, keppti á
Landsmóti hestamanna og æfi r nú af kappi fyrir Íslandsmót.
HESTAKONAN Selma María veit ekkert skemmtilegra en hestamennskuna.
MYND/ÚR EINKASAFNI
Hvað er svart, hvítt, grænt, svart, hvítt?
Tveir sebrahestar að slást um gúrku.
Hvað er grænt og eldrautt?
Mjög reiður froskur.
Hvað er brúnt og svart og situr uppi í tré?
Kúkur í leðurjakka.
Hvað er gult, blátt og hvítt og situr uppi í tré?
Hef ekki hugmynd en reynið að giska sjálf.
Hvað er skemmtilegast við bækur? Að lesa þær og
það er ekki erfitt nema þegar letrið er lítið.
Hvaða bók lastu síðast og um hvað var hún? Sög-
una um Svan. Bókin var skemmtileg, Svanur er
góður strákur sem hjálpar öðrum.
Hvaða bók lastu á undan? Sögur af Frans. Sú bók
var aðeins léttari. Manstu eftir fyrstu bókinni sem
var í uppáhaldi hjá þér? Bóbó bangsi, mamma
og pabbi lásu hana mjög oft fyrir mig. Hvers lags
bækur þykja þér skemmtilegastar? Ævintýrabæk-
ur. Í hvaða skóla gengur þú? Austurbæjarskóla.
Ferðu oft á bókasafnið? Já, nokkuð oft. Hver eru
þín helstu áhugamál? Fótbolti, ég æfi með Val
og er í sjöunda flokki. Ég fylgdist líka með heims-
meistarakeppninni og hélt bæði með Argentínu
og Þjóðverjum. Ertu búinn að lesa Móa hrekkju-
svín: kúreki í Arisóna eftir Kristínu Helgu Gunnars-
dóttur? Bara fyrsta kaflann. GÓÐIR BRÆÐUR Benedikt sjö ára og Bjartur fimm ára.
Bragi Halldórsson
105
Á himninum sáu þau hóp af fuglum á flugi en þeir voru svo
lagt í burtu að þeir voru bara sem svartir skuggar að sjá.
„Skyldu einhverjir af þessum skuggum vera alveg eins?“
spurði Konráð. „Ég skal!“ gall í Róberti. „Ég er með svo góða
sjón.“ Hann rýndi með haukfránum augum á fuglahópinn.
„Búinn að sjá þetta, tveir eru alveg eins, en ég segi ykkur ekki
hverjir, þið verðið að leysa þetta sjálf.“ Það urraði reiðilega í
Kötu en hún
sagði ekki neitt,
heldur rýndi hún
í fuglahópinn.
Hún skyldi sjá
hverjir væru eins
og láta Róbert
ekki komast upp
með þetta mont.
Getur þú
séð hvaða
tveir fuglar
eru alveg eins?