Fréttablaðið - 19.07.2014, Blaðsíða 56
19. júlí 2014 LAUGARDAGUR| SPORT | 36
MMA „Þetta eru búnir að vera fínir
dagar hérna. Þetta er mitt annað
heimili enda hef ég verið mikið í
Dublin. Ég er búinn að vera hérna
í þrjár vikur og það er þægilegt að
þurfa ekki að fljúga eitthvert viku
fyrir bardaga,“ segir Gunnar Nel-
son en hann var einstaklega yfir-
vegaður og afslappaður að venju er
Fréttablaðið hitti á hann.
Gunnar er ósigraður í þrettán
bardögum en bardaginn í kvöld
gegn Zak Cummings verður hans
fjórði bardagi í UFC. Hann verð-
ur á heimavelli í kvöld enda elska
Írarnir Gunnar og segjast hafa
ættleitt hann.
„Ég á mikið af góðum vinum
hérna og hef keppt hér margsinnis.
Það verða örugglega svolítil læti í
höllinni. Miðað við fyrri reynslu
þá eru írsku áhorfendurnir alveg
klikkaðir. Ég hugsa að þakið fari
af húsinu,“ segir Gunnar en hann
segir stemninguna hjálpa sér.
„Ég finn alveg fyrir stemning-
unni og heyri lætin. Fyrst þegar
ég kom í UFC þá var sérstaklega
mikill kraftur í áhorfendum enda
munar þúsund á fólki í húsinu. Ég
finn fyrir þessu en um leið og ég er
byrjaður í bardaganum þá heyri ég
voðalega lítið nema í þjálfaranum
mínum.“
Ferillinn í húfi hjá Cummings
Andstæðingur kvöldsins er 29 ára
gamall Bandaríkjamaður. Hann
hefur ekki farið leynt með aðdáun
sína á Gunnari en engu að síður
muni Gunnar ekki fá neitt ókeypis
frá honum í kvöld.
„Þetta er sterkur gæi og hrika-
lega reyndur. Ég ber líka virðingu
fyrir honum. Hann er góður alls
staðar en kannski bestur í stand-
andi glímu. Ég hlakka til að djöfl-
ast í honum. Ég mun fara eins í
þennan bardaga og alla hina. Ég
bregst bara við því sem gerist.
Mér er eiginlega sama hvert bar-
daginn fer en þeir vilja oft enda
í jörðinni hjá mér,“ segir Gunnar
en menn segja að tapi Cummings í
kvöld þá sé ferli hans lokið. Hann
mun því selja sig dýrt.
„Það er svo sem alltaf í þessu.
Henry Birgir
Gunnarsson
henry@frettabladid.is
Frá Dublin
Mér er eiginlega
sama hvert bardaginn
fer en þeir vilja oft enda
í jörðinni hjá mér.
Gunnar Nelson
Írarnir alveg
klikkaðir
Gunnar Nelson er öruggur og yfi rvegaður að venju
fyrir bardaga kvöldsins í Dyfl inni. Hann fær mikinn
stuðning frá heimamönnum og Gunnar segir góðar
líkur á því að bardaginn klárist í fyrstu lotu.
Svo þegar komið er í bardagann
er þetta alltaf ákaflega svipað
hjá mönnum sem eru í þessum
gæðaflokki. Þetta snýst alltaf
um hversu vel menn hafa æft og
hversu vel kollurinn er skrúfaður
á þig.“
Ég er bara svona
Eitt af einkennum Gunnars er
þessi ótrúlega yfirvegun sem hann
sýnir. Er hann eins rólegur og yfir-
vegaður og hann lítur út fyrir að
vera?
„Ég veit það ekki. Ég hef aldrei
verið neinn annar en ég sjálfur. Ég
er bara svona. Stundum er ég mjög
æstur ef ég er að æfa og í einhverj-
um spenningi. Það er mismunandi
hvernig fólk er dagsdaglega en ég
er bara svona.“
Veðbankar spá Gunnari örugg-
um sigri en sér Gunnar fyrir sér
að þessi bardagi endi í fyrstu lotu
eins og margir af bardögum hans?
„Ég hugsa að það séu góðar líkur
á því en síðan verður það að koma í
ljós. Menn eru misjafnir og svo er
mismunandi hvernig menn henta
hver öðrum. Þetta gæti orðið
langur og erfiður bardagi og hann
gæti líka orðið mjög stuttur,“ segir
Gunnar og bætir við að hann hafi
aldrei verið í eins góðu formi enda
æft hrikalega vel síðustu vikur.
SPORT
Á VETTVANGI Bardagi Gunnars fer fram í O2-höllinni í Dyflinni. Okkar maður er
klár í slaginn. FRÉTTABLAÐIÐ/FRIÐRIK
Kapparnir 20 sem keppa á UFC-
bardagakvöldinu í Dyflinni í
kvöld voru vigtaðir í O2-höllinni
í gær fyrir framan 5.000 manns.
Mikil stemning var í salnum
enda margir Írar sem berjast.
Gunnar 170,5 pund | 77,1 kíló
Zak Cummings
mótherji Gunnars í kvöld
171 pund | rétt ríflega 77,5 kíló
Kapparnir mega vera 77,5 kíló
í veltivigtinni
GUNNAR NÁÐI
RÉTTRI VIGT
Betra verð allt árið
Sjö golfhótel í boði í grennd við Gatwick.
Sendið okkur fyrirspurn á bse@mi.is eða hringið í 896-2245.
Skoðið heimasíðu okkar www.betriferdir.is
London Golf
5 stjörnur í gistingu, fæði og
ótakmörkuðu golfi
11 dagar 30. sept – 11. okt.
Fararstjóri Björn Eysteinsson.
10 dagar 11. okt. – 21. okt.
Fararstjóri Jón Karlsson, golfkennari, sem býður upp
á kennslu allan tímann.
Skoðið og bókið á www.betriferdir.is
La Sella*****
hverja til lögu að hönnun Óðinstorgs. Greitt
verður aukalega fyrir verðlaunatillögur, kr.
500.000 fyrir Laugaveg og kr. 350.000 fyrir
Óðinstorg.
Í hverju teymi skal a.m.k vera einn lands-
lags arki tekt og einn arki tekt, sem hafa leyfi
til að skila inn sér upp drátt um. Hvatt er til
þver fag legr ar sam vinnu og þætti já kvætt að
aðrir hönn uðir kæmu að gerð til lagna. Fag leg
starfs reynsla tveggja aðal manna teymis skal
ekki vera minni en 5 ár, hvor um sig. Allt að 6
teymi munu verða valin úr þessum hópi. Ung-
um og óreynd ari hönn uðum er gefið tæki færi
til þátt töku, en tvö teymi verða dregin úr potti
þeirra sem ekki upp fylla 5 ára starfs reynslu.
Sam setn ing þeirra skal vera sú sama og
kveðið er á um hér að ofan.
Lyst hafendur fari inn á vefi nn reykjavik.is/
hönnunarsamkeppni og nái í og fylli út eyðu-
blað á PDF formi, þar sem spurt er um fyrri
verk efni og reynslu. Eyðu blaðið sendist síðan
út fyllt sem við hengi á net fangið skipulag@
reykjavik.is fyrir 15. ágúst n.k. Nánari upp lýs-
ingar á ofan greindu vef svæði. Stefnt er að því
að keppnis lýsing og nán ari keppnis gögn verði
gerð að gengi leg fyrir völd teymi á vefnum
hugmyndasamkeppni.is 15. september nk.
Hönnunar-
samkeppni
um Laugaveg
og Óðinstorg
– forval
Reykjavíkurborg, í samvinnu við Félag ís-
lenskra lands lags arki tekta (FÍLA), aug lýsir
eftir hönn uð um til að taka þátt í for vali vegna
hönn un ar sam keppni um endur gerð á yfir-
borði tveggja svæða í Reykja vík, annars vegar
Lauga vegar milli Snorra brautar og Skóla vörðu-
stígs og hins vegar Óðinstorgs.
Við fangs efni hönn unar sam keppn inn ar er að
hanna svæði fyrir al menn ing sem endur spegli
bæði góðan borgar brag og verði vett vangur
fjöl breytts mann lífs, þar sem aukin áhersla er
lögð á gang andi og hjól andi um ferð auk góðs
að gengis fyrir alla.
Valdir verða allt að 8 hópar til þátt töku og mun
verða greiddar kr. 850.000 fyrir hverja til lögu
að hönnun Lauga vegar og kr. 600.000 fyrir
Sn
or
ra
br
au
t
Sk
óla
vö
rð
us
tíg
ur
Sk
óla
vö
rð
us
tíg
ur
Njálsgata
Njálsgata
Vi
ta
st
íg
urF
ra
kk
as
tíg
ur
Ó
ði
ns
ga
ta
Be
rg
st
að
as
træ
ti
Hverfisgata
Hverfisgata
Kl
ap
pa
rs
tíg
ur
B
ar
ón
ss
tíg
ur
Óðinstorg
Laugavegur
Laugavegur