Fréttablaðið - 19.07.2014, Blaðsíða 8

Fréttablaðið - 19.07.2014, Blaðsíða 8
19. júlí 2014 LAUGARDAGUR| FRÉTTIR | 8 Nj óttu með v eitingum frá Aal to Bi str o EFNAHAGSMÁL Matsfyrirtækið Standard & Poor’s hefur breytt horfum um lánshæfi ríkissjóðs úr stöðugum í jákvæðar. Matsfyrirtækið býst við um þriggja prósenta hagvexti til 2017 auk þess að skuldahlutfall opin- berra aðila lækki um 10 prósentu- stig í 61 prósent af landsfram- leiðslu. Lánshæfiseinkunn ríkissjóðs er óbreytt og er BBB- fyrir lang- tímaskuldbindingar og A-3 fyrir skammtímaskuldbindingar. Moody’s gaf fyrr í vikunni út óbreytt lánshæfismat. - ih Uppfæra mat fyrir Ísland: Lánshæfishorfur orðnar jákvæðar GASA Ban Ki-moon, aðalritari Sameinuðu þjóðanna, hyggst fara til Mið-Austurlanda til að miðla málum í deilunni á Gasa. Líkur á vopnahléi virðast þó ekki miklar. Ísraelar segjast ekki ætla að láta staðar numið fyrr en búið er að eyðileggja gangakerfi Hamas-samtakanna undir landa- mæri Ísraels og Gasa auk þess að stöðva flugskeytaskot Hamas til Ísrael. Benjamin Netanyahu segir að Ísraelsher gæti farið mun lengra inn á Gasa. Að minnsta kosti 24 Palestínu- menn og einn Ísraeli hafa fallið frá því innrás Ísraela hófst á fimmtu- dag. Í heild hafa um 280 Palest- ínumenn og tveir Ísraelar týnt lífi síðan hernaðaraðgerðir hófust á Gasa fyrir ellefu dögum. Meirihluti hinna látnu er almennir borgarar. Fjöldi Palestínumanna á ver- gangi hefur tvöfaldast síðan inn- rásin hófst á fimmtudag. Um fjöru- tíu þúsund Palestínumenn eru nú á vergangi á Gasa. Ísraelskir ráðamenn búast við að innrásin geti staðið yfir í tals- verðan tíma. „Við þurfum að klára það verk sem við hófum. Við þurf- um að útrýma öllum hryðjuverka- mönnunum. Það verður engin friðhelgi veitt,“ sagði Uri Ariel, ráðherra Ísraelska heimastjórn- arflokksins. Barack Obama Bandaríkjafor- seti sagðist styðja rétt Ísraela til að verja sig: „Engin þjóð ætti að þurfa að sætta sig við að flugskeyt- um sé skotið inn á hennar land.“ Jeffrey Feltman, yfirmaður póli- tískrar deildar Sameinuðu þjóð- anna, sagði í gær að nauðsynlegt væri að alþjóðasamfélagið hæfi vinnu að tveggja ríkja lausn, þar sem bæði Palestína og Ísrael yrðu sjálfstæð ríki. - ih Ban Ki-moon hyggst miðla málum í deilunni á Gasa: Tvöfalt fleiri á vergangi FJÖLDI SÆRÐRA Hlúð að særðu palestínsku stúlkubarni en yfir tvö þúsund hafa særst á Gasa síðustu daga og yfir fjörutíu þúsund eru á vergangi. FRÉTTABLAÐIÐ/AP N O RD IC PH O TO S/ AF P
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.