Fréttablaðið - 19.07.2014, Side 8

Fréttablaðið - 19.07.2014, Side 8
19. júlí 2014 LAUGARDAGUR| FRÉTTIR | 8 Nj óttu með v eitingum frá Aal to Bi str o EFNAHAGSMÁL Matsfyrirtækið Standard & Poor’s hefur breytt horfum um lánshæfi ríkissjóðs úr stöðugum í jákvæðar. Matsfyrirtækið býst við um þriggja prósenta hagvexti til 2017 auk þess að skuldahlutfall opin- berra aðila lækki um 10 prósentu- stig í 61 prósent af landsfram- leiðslu. Lánshæfiseinkunn ríkissjóðs er óbreytt og er BBB- fyrir lang- tímaskuldbindingar og A-3 fyrir skammtímaskuldbindingar. Moody’s gaf fyrr í vikunni út óbreytt lánshæfismat. - ih Uppfæra mat fyrir Ísland: Lánshæfishorfur orðnar jákvæðar GASA Ban Ki-moon, aðalritari Sameinuðu þjóðanna, hyggst fara til Mið-Austurlanda til að miðla málum í deilunni á Gasa. Líkur á vopnahléi virðast þó ekki miklar. Ísraelar segjast ekki ætla að láta staðar numið fyrr en búið er að eyðileggja gangakerfi Hamas-samtakanna undir landa- mæri Ísraels og Gasa auk þess að stöðva flugskeytaskot Hamas til Ísrael. Benjamin Netanyahu segir að Ísraelsher gæti farið mun lengra inn á Gasa. Að minnsta kosti 24 Palestínu- menn og einn Ísraeli hafa fallið frá því innrás Ísraela hófst á fimmtu- dag. Í heild hafa um 280 Palest- ínumenn og tveir Ísraelar týnt lífi síðan hernaðaraðgerðir hófust á Gasa fyrir ellefu dögum. Meirihluti hinna látnu er almennir borgarar. Fjöldi Palestínumanna á ver- gangi hefur tvöfaldast síðan inn- rásin hófst á fimmtudag. Um fjöru- tíu þúsund Palestínumenn eru nú á vergangi á Gasa. Ísraelskir ráðamenn búast við að innrásin geti staðið yfir í tals- verðan tíma. „Við þurfum að klára það verk sem við hófum. Við þurf- um að útrýma öllum hryðjuverka- mönnunum. Það verður engin friðhelgi veitt,“ sagði Uri Ariel, ráðherra Ísraelska heimastjórn- arflokksins. Barack Obama Bandaríkjafor- seti sagðist styðja rétt Ísraela til að verja sig: „Engin þjóð ætti að þurfa að sætta sig við að flugskeyt- um sé skotið inn á hennar land.“ Jeffrey Feltman, yfirmaður póli- tískrar deildar Sameinuðu þjóð- anna, sagði í gær að nauðsynlegt væri að alþjóðasamfélagið hæfi vinnu að tveggja ríkja lausn, þar sem bæði Palestína og Ísrael yrðu sjálfstæð ríki. - ih Ban Ki-moon hyggst miðla málum í deilunni á Gasa: Tvöfalt fleiri á vergangi FJÖLDI SÆRÐRA Hlúð að særðu palestínsku stúlkubarni en yfir tvö þúsund hafa særst á Gasa síðustu daga og yfir fjörutíu þúsund eru á vergangi. FRÉTTABLAÐIÐ/AP N O RD IC PH O TO S/ AF P

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.