Fréttablaðið - 19.07.2014, Blaðsíða 18

Fréttablaðið - 19.07.2014, Blaðsíða 18
19. júlí 2014 LAUGARDAGUR| HELGIN | 18 2. Flóamarkaður Dæli í Fnjóskadal er venjulegur sveitabær að utanverðu en innan dyra er fjölbreyttur flóamarkaður að sumrinu með rósabolla, bækur, fatnað og fínerí sem húsfreyjan á bænum hefur safnað og afgreiðir sjálf. 3. Heimur út af fyrir sig Dimmuborgir í Mývatnssveit er þyrping hraunborga með hellum, gatklettum og kjarri á milli og þar má gæta sín á að villast ekki. Tilkomumesti hellirinn heitir Kirkjan. Hægt er að fá sér hress- ingu í Kaffi Borgum sem er opið frá 9-22. 4. Hjólatúr Hlíð, ferðaþjónusta í Reykjahlíð við Mývatn, leigir út fjallahjól sem upplagt er að fá lánuð til að hjóla á kringum vatnið. Það er 37 kílómetra leið. Upplagt er að labba upp á Vindbelg í leiðinni, þaðan er útsýni fagurt. 5. Geimfarar Könnunarsögusafnið við Héð- insbraut 3 á Húsavík snýst um land- og geimkönnun. Aðalrýmið er helgað geimferðum, æfingum amerískra tunglfara á Íslandi og Fjörur, heiðar, fossar og vötn Norðausturlandið er auðugt af náttúruperlum og áhugaverðum stöðum að stoppa á. Þar er Mývatn með sitt ríkulega fuglalíf, Goðafoss, Dettifoss, Jökulsárgljúfur og Herðubreið, drotting íslenskra fjalla. Líka bullandi hverir, lynggrónar heiðar, einkar vel fallnar til útreiða, veiðiár og vötn og víðáttumiklar fjörur. Að ógleymdri byggðinni í bæjum og sveitum. Gunnþóra Gunnarsdóttir gun@frettabladid.is Neytum og njótum Inn til dala og út við sjó Útivist og afþreying Land ævintýraleiðangra fótgangandi fólks eða á farartækjum ÞINGEYJAR- SÝSLURNAR 10 9 11 15 2 3 13 412 6 7 8 HÓFFAR SLEIPNIS Ásbyrgi í Kelduhverfi er hamrakví með eyju í miðju. Þjóðsagan segir það vera hóffar eftir Sleipni, hest Óðins, en síðari tíma vísindi telja Ásbyrgi hafa orðið til í tveimur hamfarahlaupum í Jökulsá fyrir þúsundum ára. Í botni þess er tjörn, Botnstjörn. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR Það finnst margt í fjörunni 11. Fjölskyldan Fjörurnar á Langanesi eru einstakar í sinni röð. Það er hollt fyrir skilningarvitin að heimsækja þær, finna lykt- ina, skoða lífríkið, leita að skeljum og öðrum gersemum úr sjónum og virða fyrir sér endalausar breiður af rekaviði. Auðvelt er að aka á bílum út á nesið og alls staðar hægt að komast niður í fjöru. 1 12. Heimagerðar kræsingar Uglan, veitingahús að Skógum í Fnjóskadal, hefur heimagerðar kræsingar og annað góðmeti á borðum. Þar er bruggað úrvals- kaffi og hellt upp á seyði og te. Uglan er í gömlu skólahúsi og krít- artöflur, bækur og aðrar gersemar minna á sveitaskólaandann. Opið er alla daga frá klukkan 11 til 17 til 31. ágúst. 13. Ferskt úr hafinu Gamli baukur við höfnina á Húsa- vík er vertshús með fisk í hæsta gæðaflokki og norðlenska lamba- kjötið klikkar ekki heldur. Húsið er úr rekaviði og munir innandyra tengjast sjósókn og siglingum. Fyrirtækið Norðursigling rekur staðinn. Það er þekkt fyrir hvala- skoðunarferðir sínar. www.nordur- ferdir.is 12 tilraunageimskotum Frakka hér á landi. Á morgun verður spiluð upptaka frá fyrstu tunglgöngunni fyrir 45 árum. Safnið er opið frá 9 til 17. Sjá explorationmuseum.com 6. Hann er á! Í Heiðarbæ í Reykjahverfi er sundlaug, veitingahús og tjald- stæði. Þar eru líka seld silungs- og laxveiðileyfi í Langavatn og Kringluvatn sem eru í sex og þrettán kílómetra fjarlægð frá Heiðarbæ. Stöngin kostar 1.500 krónur hálfan daginn. 7. Drottningin Herðubreið er eitt formfegursta fjall landsins. Hún sést víða að í blámóðu fjarskans en þangað er líka fært á bíl og fyrirtækið Fjalladýrð í Möðrudal ekur með fólk þangað ef óskað er. www. fjalladyrd.is. Í Herðubreiðarlind- um eru merki um búskap Fjalla- Eyvindar og Höllu. 8. Nestisstaður Við Kaldbak, í grennd við Húsa- vík, er manngerð tjörn sem vatni frá orkuveitu staðarins er veitt í og hentar vel til baða á góðviðr- isdögum. Vatnsbakkarnir eru gróðri vafðir og gott er að taka þar upp nestið sitt. 9. Gönguleið Á Rauðanesi við vestanverðan Þistilfjörð eru sérstæðir hellar og drangar og ekki spillir fjölskrúð- ugt fuglalíf. Við bílastæði á Völl- um er hægt að fá kort af merktri gönguleið um nesið, um sjö kíló- metra langri. 10. Leikið með birtuna Heimskautsgerðið er útilistaverk í uppbyggingu á Melrakkaási við Raufarhöfn. Birta norðurs- ins leikur þar stórt hlutverk og hugmyndin er að tengja verkið dvergum Völuspár og sagnaheimi fornaldar. 2 7 10 FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR FRÉTTABLAÐIÐ/GVA FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.