Fréttablaðið - 19.07.2014, Blaðsíða 22

Fréttablaðið - 19.07.2014, Blaðsíða 22
19. júlí 2014 LAUGARDAGUR| HELGIN | 22 Við erum að verja okkur með þessu,“ segir Guð-rún Arndís Tryggva-dóttir, stofnandi, framkvæmdastjóri, hönnuður og ritstjóri natturan.is, en hún ásamt eigin- manni sínum, Einari Bergmundi Arnbjörnssyni, gáfu á dögunum út snjallsímaforritið Húsið, gagn- virkan upplýsingabanka um allt á heimilinu. Sífellt verið að plata okkur „Aðeins með því að skilja þýðingu þeirra erum við fær um að velja jákvæðari kosti,“ segir Guðrún. „Við látum bara ekki bjóða okkur þetta bull lengur – það er sífellt verið að plata okkur. Það er hvergi verið að reyna að gera neytendum auðveldara fyrir að fá fræðslu um það sem við erum að láta ofan í okkur,“ heldur hún áfram og segir meira að segja letur utan á matar- umbúðum hafa minnkað. „Þess vegna fórum við í þessa framleiðslu. Við vildum búa til íslenskan grunn svo að fólk gæti auðveldlega nálgast þessar upplýs- ingar og þannig tekið meðvitaðar ákvarðanir um það sem við látum ofan í okkur. Við bjuggum líka til E-aukefna -app (e.natturan.is) sem gott er að hafa við höndina við innkaupin. Þá slærðu inn E-efna- númerið og sérð á skala hvort það er grænt, gult eða rautt. Grænt stendur fyrir ekkert neikvætt – á þá við hættulaus náttúruleg efni – gult er varasamt í einhverj- um tilvikum, til dæmis í of miklu magni eða fyrir börn og óléttar konur. Síðan er rautt, þar eru til vísindalegar sannanir fyrir því að innihaldið geti reynst hættulegt. Svona efni eru til dæmis í litar- efni í nammi fyrir börnin okkar. Þetta er eitthvað sem er búið að læða inn í neyslumynstrið. Það er mikilvægt að fólk viti þetta en þar sem yfirvöldum virðist standa alveg á sama um hvort við höfum aðgengi að upplýsingum um áhrif innihaldsefna á heilsuna eða ekki þá tókum við málin í okkar hendur og bjuggum til íslenskan heild- stæðan grunn um aukefnin. Bæði Húsið og e.natturan.is eru ókeypis fyrir alla. Það er samfélagslegt réttlætismál í okkar huga að fólk geti sótt sér þessar upplýsingar á einfaldan hátt. Enginn hafði áhuga Vefurinn var opnaður þann 25. apríl árið 2007, á degi umhverf- isins, en hefur verið í stöðugri þróun síðan, til að mynda með tilkomu snjallsíma forritsins Hússins. „Ég skrifaði viðskiptaáætl- un fyrir tíu árum. Enginn hafði áhuga á umhverfismálum þá og margir héldu að engin fram- tíð væri í að stússast í þeim. Það tók mig síðan um tvö ár að fjár- magna þetta og geta ráðið fólk með mér. Svo er ég svo heppin að maðurinn minn er vefþróun- armeistari – við hentum á milli okkar hugmyndum og keyrðum þetta í gang. Þetta er búið að vera rosalega gaman og krefjandi. Við erum bara tvö í þessu núna, svo höfum við sjálfboðaliða sem hjálpa öðru hvoru. Við ráðum umhverfisfræðinga og fagfólk þegar á þarf að halda, en allt sem við gerum er ókeypis svo að við treystum á stuðning, og höfum oft fengið ágætis stuðning. Við erum náttúrulega að sinna hlutum sem stjórnvöld ættu að vera sinna. Við erum samt bara eins og hver og einn neytandi út í bæ sem vill breyta hlutunum til betri vegar,“ segir Guðrún að lokum. Ólöf Skaftadóttir olof@frettabladid.is Við látum bara ekki bjóða okkur þetta bull lengur – það er sífellt verið að plata okkur. Það er hvergi verið að reyna að gera neytendum auðveld- ara fyrir að fá fræðslu um það sem við erum að láta ofan í okkur. Guðrún Arndís Tryggvadóttir. LÆRÐU AÐ LESA Á MATINN ÞINN Þetta er uppreisn neytandans Guðrún Arndís Tryggvadóttir og Einar Bergmundur Arnbjörnsson bjuggu til Húsið, gagnvirkan upplýsingabanka um allt á heimilinu. Þau segja stjórnvöld engu skeyta um aðgengi neytenda að upplýsingum um áhrif innihaldsefna á heilsuna. TÓKU MÁLIN Í SÍNAR HENDUR Vefurinn Nattura.is var opnaður þann 25. apríl árið 2007, á degi umhverfisins. MYND/ÚR EINKASAFNI Húsið Snjallsímaforritið Húsið er gagnvirkur upplýsingabanki um allt á heimilinu. Þar er neytendum meðal annars gert auðveldara fyrir að læra að þekkja merkingar og lesa á matarumbúðir. Í forritinu er að finna safn af alls kyns merkjum sem hafa með um- hverfi, sjálfbærni, endurvinnslu og hættur að gera. Fair Trade Staðfesting á því að varan er unnin á sið- ferðislega sanngjarnan hátt, án skaðlegra áhrifa fyrir starfsmenn og að þeir fái sanngjörn laun fyrir vinnuna. Soil Association Merkið tryggir að um lífræna framleiðslu sé að ræða. Einnig er velferð dýra og dýravernd hluti af vottuninni. Byggt á stöðlum ESB og Breta um lífræn matvæli. Hand in hand Sanngirnisvottun frá Rapunzel. Vörur sem merktar eru Hand in hand innihalda að minnsta kosti 50% hráefni frá Hand in hand ræktendum. Vottuð náttúru- afurð– Tún Afurðir teljast ekki líf- rænar, en eru af náttúru- legum uppruna, byggðar á sjálfbærri nýtingu auð- linda og/eða afurðir sem teljast leyfileg aðföng í lífræna framleiðslu. Skráargatið Matvörur merktar Skráar- gatinu verða að uppfylla eitt eða fleiri eftirtalinna skilyrða: minni og hollari fita, minni sykur, minna salt, meira af trefjum og heilkornum. Rapunzel Þýskt fyrirtæki sem framleiðir lífrænt vottaðar vörur frá lífefldum landbúnaði. Vottað lífrænt– Tún Varan hefur verið ræktuð með lífrænum aðferðum, án eiturefna, tilbúins áburðar, hormóna eða erfðabreyttra lífvera. Vistvæn landbúnaðarafurð Nokkurs konar millistig milli hefðbundins land- búnaðar og lífræns. Ekkert eftirlit er þó með því hver notar merkið á Íslandi í dag. Evrópska lífræna merkið Lífræn vottun ESB. Fram- leiðsla á vörum tekur tillit til umhverfis og velferðar dýra. Skilyrði um lífræna ræktun er skiptiræktun, að búfé fái lífrænt fóður og engin eiturefni séu notuð. Beint frá býli - frá fyrstu hendi Gæðamerki á mat- vælum íslenskra sveita. Meginþættir framleiðslu byggjast á íslenskri fram- leiðslu, frá landbúnaði, fiskveiðum og nýtingu afurða villtrar náttúru. Ø-merkið Hið opinbera danska lífræna vottunarmerki. Einnig hægt að finna á erlendri lífrænni vöru ef hún er unnin í Danmörku. Mun færri aukefni leyfð í en í hefðbundinni mat- vælaframleiðslu. Svanurinn Norræna umhverfis- merkið. Kröfurnar taka til alls lífsferils vörunnar: þjónustu, frá framleiðslu til úrgangs. Svanurinn tekur nú til 70 vöruflokka, allt frá uppþvottalegi til húsgagna og hótela. Beint frá býli Samvinnuverkefni um sölu afurða beint frá býli bóndans. Markmiðið er að þróa vörumerki og veita bændum ráðgjöf og stuðning varðandi heima- vinnslu og sölu. The Organic Food Federation Breskt vottunarfyrirtæki sem vinnur samkvæmt stöðlum Breta og ESB. Er í félagi við alþjóðleg samtök um lífrænan landbúnað. VISTVÆNT Vistvæn ræktun er venjulegur búskapur og leyfilegt er að nota tilbúinn áburð eða hefðbundin eiturefni, í hófi. Gæðastýrður hefðbundinn búskapur. SANNGIRNISVOTTUN Beinir sjónum að mannréttindum. Markmiðið er að fólk geti lagt sitt af mörkum til betra lífs fyrir fólk í fátækari hlutum heimsins. Markmiðið með vottuninni er að tryggja réttindi vinnufólks og ræktenda, vinna gegn barnaþrælkun og misrétti. Agriculture biologique Franskt vottunarmerki um lífræna framleiðslu á landbúnarafurðum. Varan er framleidd á lífrænan hátt. Matvæli þurfa að innihalda 95% af lífrænu ræktuðu hráefni. Demeter Úr lífelfdum landbúnaði. Áhersla á hringrás nær- ingarefna í náttúrunni. Býli þurfa að vera lífræn heild, þannig að áburður til ræktunar komi frá dýrum á sama bæ. BIO-Siegel Hinn viðurkenndi þýski, lífræni vottunarstimpill. Bio Siegel gildir fyrir líf- rænan búskap og ræktun. Vottunin staðfest sam- kvæmt kröfum ESB. Evrópublómið Opinbert umhverfismerki Evrópubandalagsins. Umhverfisstofnun er rekstraraðili merkisins hér á landi. Debio Debio er norsk lífræn vottun en fyrirtækið tekur einnig út fram- leiðslu fyrir lífeflismerkið Demeter. Það er norska ríkið sem setur reglur fyrir Debio-úttektina. Bio Inspecta Stofnað 1998 í Sviss sem traust, sjálfstæð og áreiðanleg vottunarstofa fyrir lífrænar afurðir. Vottar 80% af öllum líf- rænum býlum í Sviss og yfir þúsund seljendur. EcoCert Lífrænt vottunarmerki. Einkarekin samtök hafa réttindi til að reka og votta merkið, sem má finna bæði á matvörum, vefnaðarvörum og snyrtivörum. LÍFRÆNT Í lífrænni ræktun er ekki leyfilegt að nota tilbúinn áburð eða hefðbundin eiturefni. Til að heimilt sé að markaðssetja lífrænar afurðir sem slíkar verður faggild vottunar- stofa að hafa reglubundið eftirlit með starfseminni og votta hana.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.