Fréttablaðið - 19.07.2014, Síða 30
| ATVINNA |
Forstöðuhjúkrunarfræðingur
Almenn göngudeild
Laus er til umsóknar staða forstöðuhjúkrunarfræðings við
almenna göngudeild við Sjúkrahúsið á Akureyri. Um er að
ræða 100% stöðu í dagvinnu. Staðan er laus frá 1. septem-
ber n.k. eða eftir nánara samkomulagi og er staðan veitt til
5 ára.
Almenn göngudeild veitir ferlisjúklingum yfir 18 ára aldri
hjúkrun og þjónustu á fjölbreyttu sviði: Meðal annars lyfja-
meðferðir, uppvinnsluferli, smáaðgerðir, þvagfærarann-
sóknir og speglanir í samstarfi við fleiri fagsvið lækninga.
Verkefni og ábyrgðarsvið:
Forstöðuhjúkrunarfræðingur ber ábyrgð á hjúkrun innan
deildarinnar og stjórnar faglegri þróun, rekstri og starfs-
mannahaldi deildarinnar.
Hæfniskröfur :
Íslenskt hjúkrunarleyfi og að lágmarki 2 ára starfsreynsla í
hjúkrun.
Æskilegt að viðkomandi hafi nám í stjórnun og rekstri og/
eða stjórnunarreynslu.
Lögð er áhersla á frumkvæði, sjálfstæð vinnubrögð og
hæfileika í mannlegum samskiptum.
Næsti yfirmaður er framkvæmdastjóri lyflækningasviðs
Gróa Björk Jóhannesdóttir sem veitir nánari upplýsingar
um starfið í síma 4630100 eða netfang groab@fsa.is
Laun eru samkvæmt kjarasamningi Félags íslenskra
hjúkrunarfræðinga og fjármálaráðherra.
Umsóknarfrestur um stöðuna er til og með 5. ágúst n.k.
Umsóknareyðublöð fást á skrifstofu sjúkrahússins eða á
vef sjúkrahússins, http://www.fsa.is/, og skal umsóknum
með upplýsingum um menntun og fyrri störf ásamt afritum
prófskírteina skilað til Þóru Ákadóttur starfsmannastjóra
thora@fsa.is eða í almennum pósti til Sjúkrahússins á
Akureyri, b.t. starfsmannastjóra, v/Eyrarlandsveg, 600
Akureyri. Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun
um ráðningu hefur verið tekin. Við ráðningar í störf við
sjúkrahúsið er tekið mið af jafnréttisstefnu sjúkrahússins,
sem er reyklaus vinnustaður.
Samstarf er á milli sjö sveitarfélaga í Árnessýslu á sviði skóla- og
velferðarþjónustu. Einn forstöðumaður er yfir svæðinu og er
sameiginleg skólaþjónustu- og velferðarnefnd sem markar þjónus-
tunni stefnu í samvinnu við þá sem málið varðar. Lögð er áhersla á
heildarsýn í málefnum einstaklinga og fjölskyldna. Skóla- og velfer-
ðarþjónustan skiptist í kennsluráðgjöf, sálfræðiþjónustu, félagslega
ráðgjöf barnavernd, málefni eldri borgara og málefni fatlaðs fólks.
Uppsveitir Árnessýslu og Flói
óska eftir talmeinafræðingi
til starfa
Staða talmeinafræðings fyrir leik- og grunnskóla í uppsveitum
Árnessýslu og Flóa er laus til umsóknar.
Um er að ræða 60% stöðu. Starfsstöð talmeinafræðings er í stjórn-
sýsluhúsinu að Borg í Grímsnesi. Talmeinafræðingur mun þjónusta
níu leik- og grunnskóla. Nemendafjöldi er alls um 610. Í sveitar-
félögunum eru unnin fjölbreytt verkefni á sviði skóla- og
velferðarmála, svigrúm er til nýrra verkefna og vinnubragða.
Starfssvið talmeinafræðings:
• Stuðlar að fyrirbyggjandi aðgerðum svo koma megi í veg fyrir að
frávik í málþroska verði að langvinnum námerfiðleikum.
• Veitir ráðgjöf til kennara og foreldra varðandi talmeinamál.
• Heldur námskeið fyrir kennara og foreldra með áherslu á
fyrirbyggjandi aðgerðir og snemmtæka íhlutun.
• Gerir málþroska- og framburðargreiningar og sinnir þjálfun
og eftirfygld.
• Mótar starf talmeinafræðings með öðrum sérfræðingum
skólaþjónustunnar.
• Tekur þátt í endurmati og þróun á skólaþjónustu Árnesþings.
Metnntunar og hæfniskröfur talmeinafræðings
• Nám í talmeinafræðum frá H.Í. eða öðrum sambærilegum
menntastofnunum.
• Frumkvæði og sjálfstæði í vinnubrögðum.
• Reynsla af sambærilegu starfi er æskileg
• Hæfni í þverfaglegu samstarfi.
• Lipurð og færni í samskiptum
Umsóknarfrestur er til og með 6. ágúst 2014.
Umsóknir sendist til Hveragerðisbæjar, Sunnumörk 2, 810 Hvera-
gerði eða á netfangið maria@hveragerdi.is. Með umsóknum fylgi
ferilskrá um störf umsækjanda og menntun. Jafnframt fylgi grein-
argerð með hugmyndum umsækjanda um starf talmeinafræðings
hjá sveitarfélögunum og sýn viðkomandi í starfi. Í samræmi við
jafnréttisstefnu sveitarfélaganna eru bæði karlar og konur hvött til
að sækja um störfin.
Nánari upplýsingar veita:
María Kristjánsdóttir forstöðumaður Skóla- og velferðarþjónustu
Árnesþings netfang maria@hveragerdi.is og Hrafnhildur Karlsdóttir
kennsluráðgjafi og teymisstjóri, netfang hrafnhildur@arnesthing.is
Vörubílstjóri óskast
Eykt óskar eftir öflugum og áreiðanlegum vörubílstjóra,
vanan vinnu með bílkrana.
Sækja skal um starfið á heimasíðu Eyktar www.eykt.is
eða með því að senda tölvupóst á póstfangið eykt@eykt.is.
Nánari upplýsingar gefur Páll Daníel Sigurðsson
alla virka daga milli kl 09:00 -16:00 í síma 822-4422
Eykt ehf. Stórhöfða 34-40. 110 Reykjavík S: 595-4400
Sunnulækjarskóli
Við Sunnulækjarskóla á Selfossi
eru lausar stöður umsjónarkennara með
1. bekk og kennarastaða í hönnun og smíði
Umsækjandi þarf að hafa kennsluréttindi, góða skipu-
lagshæfileika og mikla hæfni í mannlegum samskiptum.
Reynsla af teymisvinnu og áhugi á þróunarstarfi eru
mikilvægir eiginleikar.
Í skólanum er lögð áhersla á sveigjanlega og fjölbreytta
kennsluhætti, einstaklingsmiðað nám, teymisvinnu
kennara, ábyrgð nemenda og góða samvinnu allra sem
að skólastarfinu koma. Laun og starfskjör eru sam-
kvæmt kjarasamningi Launanefndar Sveitarfélaga og
viðkomandi stéttarfélags. Starfið hentar jafnt konum sem
körlum.
Nánari upplýsingar má finna á vefsíðu skólans:
http://www.sunnulaekjarskoli.is
Umsóknarfrestur er til 5. ágúst 2014.
Umsókn með upplýsingum um menntun, starfsreynslu
og umsagnaraðilum sendist Birgi Edwald, skólastjóra,
birgir@sunnulaek.is eða Sunnulækjarskóli,
Norðurhólum 1, 800 Selfoss.
Skólastjóri
Starfsmann vantar til starfa
í Noregi!
Suðurverk hf. óskar eftir að ráða starfsmann vanan efnis-
vinnslu (mölun) til starfa í Noregi. Þarf að hafa vinnuvélarétt-
indi og góða þekkingu á efnisvinnslu og viðhaldi slíkra tækja.
Umsóknir skulu berast á skrifstofu okkar að Hlíðarsmára 11
eða senda þær á vef okkar www.sudurverk.is.
Rekstrarstjóri á Norðurlandi
19. júlí 2014 LAUGARDAGUR4