Fréttablaðið - 19.07.2014, Side 62

Fréttablaðið - 19.07.2014, Side 62
19. júlí 2014 LAUGARDAGUR| LÍFIÐ | 42 TÉKKAR HRIFNIR AF ÁSGEIRI Plata Ásgeirs Trausta, In the Silence, fær glimrandi dóma á tékknesku vefsíðunni musicserver.cz. Gagn- rýnandinn Dan Hájek segir plötuna fallega og ekki skipti máli hvort hlustað sé á hana á íslensku eða ensku. „In the Silence er brothætt og er sveipuð ljóðrænum blæ,“ skrifar hann meðal annars. Þá er Dan einnig hrifinn af textum Einars Ge- orgs Einarssonar, föður Ásgeirs, sem hann segir að haldist í þýðingu Johns Grant. - lkg „Hann kom náttúrulega til lands- ins út af hinu margfræga afmæli en náði síðan að framlengja ferð- ina,“ segir Natalie, betur þekkt sem DJ Yamaho, en hún þeyt- ir skífum í kvöld á Dolly ásamt bandaríska rapparanum Zebra Katz. „Það verður gaman að sjá hvernig við förum að þessu, ég er kannski meira í danstónlistinni,“ segir Natalie sem er þó fræg fyrir hipphopp-settin sín. „Við munum allavega brúa mörg bil í kvöld sem er skemmtilegt og krefjandi á sama tíma.“ Zebra Katz er ungur rappari og þrátt fyrir að hafa verið í tónlistar- bransanum í aðeins þrjú ár hefur hann náð að skapa sér stórt nafn innan tónlistarheimsins og hefur komið fram ásamt tónlistarmönn- um á borð við Azaelia Banks og Lönu Del Ray. Aðspurð hvort hún geti uppljóstrað hverju dansþyrst- ir gestir Dolly geti búist við segist Natalie ekki vilja skemma ánægj- una. „Þetta verður að koma á óvart, ég kem með eitthvað frá mér, hann kemur með eitthvað frá sér og svo gerum við eitthvað saman,“ segir plötusnúðurinn. „Ég á allavega von á brjáluðu kvöldi, ég er mjög spennt.“ - bþ Brúa bil með tónlist Natalie G. Gunnarsdóttir, betur þekkt sem DJ Yamaho, þeytir skífum í kvöld ásamt Zebra Katz. BAK Í BAK Tónlistarmennirnir tveir eru spenntir fyrir kvöldinu. Leikstjórinn Quentin Tarantino hefur eytt síðustu dögum á Íslandi. Hann kom við í garðpartíi athafnamannsins Jóns Ólafssonar á fimmtudagskvöldið og hefur greinilega skemmt sér vel því hann var mættur strax næsta dag á Gráa köttinn. Þar gæddi hann sér á góðum kræsingum eftir gleðiríkt kvöld en gestir staðarins tóku sérstaklega eftir hve sólginn hann var í beik- onið á disknum. - lkg BRJÁLAÐUR Í BEIKON „Við skrifuðum söguna saman en vorum þó hvor á sínum staðnum á hnettinum,“ segir Kolbrún Anna Björnsdóttir, rithöfundur og leik- kona, en hún skrifar bókina Á puttanum með pabba ásamt Völu Þórsdóttur, rithöfundi og leikkonu, en Vala býr á Möltu. „Við unnum saman í gegnum Skype og það gekk alveg ótrúlega vel, það var bara eins og við værum í sama herberginu,“ bætir Kolbrún Anna við. Sagan gerist í sumarfríi íslensk- ítölsku systkinanna Sonju og Frikka á Sikiley en þau eyða sumr- inu með pabba, afa og ömmu. Fríið byrjar ekki vel því amma og afi verða snögglega að sinna veikum frænda og pabba er boðið drauma- hlutverk í kvikmynd á Spáni. Allt í einu er enginn eftir á Sikiley til að sjá um systkinin. Á meðan pabbi reynir að fá pössun hjá vinum og nágrönnum kaupa systkinin flug- miða heim til Íslands en eini gall- inn er að mamma er ekki heima og svarar ekki símanum. Þess vegna fylgir pabbi systkinunum til Íslands í þeirri trú að mamma finnist fljótt. „Sagan var upphaflega skrif- uð sem sjónvarpsþáttaröð en það gekk illa að fjármagna framleiðsl- una, þannig að við byrjum allavega á bók,“ segir Kolbrún Anna. Hún útilokar þó ekki að sagan fari á hvíta tjaldið. „Kannski verður þetta að bíómynd eða þáttum að lokum, það kemur í ljós.“ Þær standa nú fyrir söfnun á söfnunarsíðunni Karolina Fund til þess að fá aðstoð við að gefa út söguna, bæði sem rafbók og á prenti. „Textinn er þegar kominn en okkur langar að gæða persónur og söguna lífi með fallegum teikn- ingum eftir Láru Garðarsdóttur,“ segir Kolbrún Anna. Hún segir söguna taka á ýmsum staðalímyndum, að skipt sé um kynjahlutverk og að jafnrétti sé haft að leiðarljósi. „Á ferðalagi sínu hitta persónurnar aðrar persónur sem umsnúa hugmyndum um stað- alímyndir og hlutverk kynjanna. Þær hitta meðal annars bónda sem er kona og mótorhjólagengi sem skipað er karlmönnum sem eru hjúkkur og tannlæknar. Við snúum upp á staðalímyndir víðs vegar,“ útskýrir Kolbrún Anna. Söfnunin er nýhafin en þær hafa strax fengið góð viðbrögð og eru bjartsýnar á framhaldið. gunnarleo@frettabladid.is Börnin á puttanum Vala Þórsdóttir og Kolbrún Anna Björnsdóttir skrifuðu saman bókina Á putt- anum með pabba þrátt fyrir að vera á hvor á sínum staðnum á hnettinum. HLÁTURINN LENGIR LÍFIÐ Þær Kolbrún og Lára vinna vel saman. FRÉTTABLAÐIÐ/ARNÞÓR BIRKISSON Þeir sem styrkja um 1.600 krónur fá sérstakt þakkarbréf í tölvupósti og boð á útgáfuhófið. Fyrir styrk upp á 15.600 krónur færðu sérstakt þakkarbréf í tölvupósti, áritaða prentaða bók, rafbók á ensku eða íslensku, áritaða mynd úr bókinni, nafnið þitt prentað með þökkum í bókina og boð í útgáfuhóf. Fyrir 312.000 króna styrk færðu sérstakt þakkarbréf í tölvupósti, rafbók á ensku eða íslensku, áritaða prentaða bók, nafnið þitt prentað í bókina með þökkum, áritaða mynd úr bókinni, aukapersóna í bókinni er nefnd eftir þér eða einhverjum að þínu vali og teiknuð inn í bókina auk boðs í útgáfuhóf. Verkefnið á Karolina Fund Ég á allavega von á brjáluðu kvöldi, ég er mjög spennt. Natalie G. Gunnarsdóttir. „Ég mun alltaf minn- ast þessa dags sem dagsins sem ég eldaði mat, nuddaði augu mín og fattaði síðan að jalapeño-pipar er nátt- úrulegur piparúði.“ TAYLOR SWIFT UM ÆVINTÝRI SÍN Í ELDHÚSINU Á TWITTER. Inspiral.ly MURE Authenteq ViralTrade Boon Music /S ÍA – 1 4 - H V ÍT A ÍT A H Ú S IÐ /S 1 6 5 4 Startup Reykjavík verkefnið er í fullum gangi. Tíu sprotafyrirtæki þróa hug- myndir sínar með aðstoð frá Arion banka og Klak-Innovit. Fylgstu með á www.startupreykjavik.com og á Facebook.com/StartupReykjavik. SPENNANDI HUGMYNDIR VERÐA AÐ VERULEIKA EYLAND JEWELLERY TIL SÖLU HJÁ NASTY GAL Katrín Alda Rafnsdóttir, hönnuður og eigandi fatamerkisins KALDA, hefur gert samning við tískusíðuna vinsælu Nasty Gal um sölu á skartgripalínu sinni Eyland Jewellery. Síðan er ein virtasta og vinsælasta vefverslunin í tískuheiminum fyrir konur. „Þetta er frábær byrjun og verður gaman að sjá hvert þetta stefnir héðan í frá,“ segir Katrín Alda í samtali við Fréttablaðið. Hægt verður að nálgast valda gripi úr línunni hjá Nasty Gal á næstunni en nú þegar eru þeir fáanlegir á heimasíðunni eylandjewellery.com. - fbj

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.