Fréttablaðið - 21.07.2014, Side 6
21. júlí 2014 MÁNUDAGUR| FRÉTTIR | 6
Sími 412 2500 - sala@murbudin.is - www.murbudin.is
Kletthálsi Reykjavík
Reykjanesbæ
Flísasagir og -skerar
Drive DIY 430mm flísaskeri
kr. 3.990
Drive DIY 500mm flísaskeri
kr. 8.990
k 21 990
Drive Pro
600mm flísaskeri
kr. 14.990
r. .
Drive LG3-70A
1800W flísasög
86x57cm borð
kr. 139.900
Drive Pro
600mm flísaskeri í tösku
Drive LG4-570A
800W flísasög
79x39cm borð
kr. 39.900
1. Hvað heitir bókin sem Vala Þórs-
dóttir og Kolbrún Anna Björnsdóttir
skrifuðu saman í gegnum Skype?
2. Við hvern barðist Gunnar Nelson í
Dyfl inni á laugardagskvöld?
3. Hve háan styrk hlaut alþjóðlega
kvikmyndahátíðin í Reykjavík (RIFF)
frá Evrópusambandinu?
Svör:
1. Á puttanum með pabba 2. Zak Cumm-
ings 3. Tuttugu milljónir króna
LÖGREGLUMÁL Lögregla stöðvaði
bifreið þar sem ökumaðurinn var
í annarlegu ástandi á laugardags-
kvöld. Maðurinn ók á 102 kíló-
metra hraða á þeim kafla Miklu-
brautar þar sem hámarkshraði er
60 kílómetrar á klukkustund.
Þegar lögregla tilkynnti mann-
inum að hann væri handtekinn
veitti hann mótspyrnu og reyndi
að hlaupast á brott.
Einn lögreglumaður slasaðist
í átökum við manninn. Hann var
vistaður í fangageymslum. -ih
Vildi ekki láta handtaka sig:
Ók fullur og
reyndi að flýja
FJÖLMIÐLAR Meira en þrefalt fleiri
íbúar á höfuðborgarsvæðinu lesa
Fréttablaðið en Morgunblaðið, sam-
kvæmt nýrri könnun sem Capa-
cent Gallup gerði á öðrum fjórð-
ungi. Tölurnar sýna að 65,3 prósent
höfuð borgarbúa á aldrinum 18–49
ára lesa Fréttablaðið en einungis
22,7 prósent lesa Morgunblaðið.
Þá lesa 43,6 prósent Fréttatímann,
12,5 prósent Viðskiptablaðið og 9
prósent DV. Þegar landið er skoð-
að í heild sést að 55,5 prósent fólks
á aldrinum 18-49 ára lesa Frétta-
blaðið en einungis 22,8 prósent lesa
Morgunblaðið. Þá lásu 33,2 prósent
Fréttatímann, 10,7 Viðskiptablaðið
og 9,2 prósent lásu DV.
Þegar samanburður á milli árs-
fjórðunga er skoðaður sést að les-
endum Morgunblaðsins á aldrinum
18–49 ára fækkar um 4 prósent á
höfuðborgarsvæðinu en 1 prósent
á landinu öllu. Lesendum Frétta-
blaðsins fjölgar hins vegar um 6
prósent á höfuðborgarsvæðinu en
um 5 prósent um land allt.
- jhh
65 prósent höfuðborgarbúa lesa Fréttablaðið en 22,7 prósent Morgunblaðið:
Þrefalt fleiri lesa Fréttablaðið
Save the Children á Íslandi
Save the Children á Íslandi
VEISTU SVARIÐ?
GASA „Ísraelar eru að fremja þjóð-
armorð og þjóðernishreinsanir á
Palestínumönnum,“ segir Mustafa
Barghouti um atburði síðustu daga
á Gasa.
Barghouti er palestínskur lækn-
ir og stjórnmálamaður sem rekið
hefur hjálparsamtök í Palestínu í
áratugi. Hann var þar að auki til-
nefndur til friðarverðlauna Nóbels
árið 2010.
Í gær var blóðugasti dagurinn á
Gasa frá því að átök hófust þann 8.
júlí síðastliðinn. Um hundrað pal-
estínskir borgarar féllu og þrett-
án ísraelskir hermenn á Gasa um
helgina.
Í hverfinu Shejaiya í Gasaborg,
sem er að mestu byggt flóttamönn-
um, segir Barghouti að fjöldamorð
hafi verið framið á yfir sextíu Pal-
estínumönnum: „Flestir þeirra
sem dóu voru konur og börn. Ísra-
elski herinn sprengdi upp allt
hverfið með skriðdrekum, stór-
skotaliði og loftárásum. Ísraelar
sprengdu einnig tvo sjúkrabíla í
loft upp sem reyndu að koma særð-
um út úr hverfinu.“
Hverfið er gjörónýtt og Sam-
einuðu þjóðirnar segja áttatíu
þúsund manns nú vera á vergangi
á Gasa. Baghouti segir: „Fólkið
sem nú er á flótta er það sama
og var rekið af heimilum sínum
árið 1948 og hefur orðið flóttafólk
oftar á ævinni en hægt er að koma
tölu á.“
Barghouti segir hjálparstarf
vera mjög erfitt á Gasa. „Við
reynum að sinna slösuðum en það
er skortur á öllum nauðsynjum.
Okkur vantar lyf, vatn og elds-
neyti, auk þess sem rafmagnslaust
er nær alls staðar á Gasa. Hér
ríkir algjört neyðarástand,“ segir
Barghouti en yfir þrjú þúsund hafa
særst og yfir fjögur hundruð Pal-
estínumenn látist í átökunum.
Barghouti gefur lítið fyrir
útskýringar Ísraelsmanna á að
þeir séu að stöðva skot flugskeyta
til Ísrael. „Árásir helgarinnar eru
ekki árásir á Hamas-samtökin
heldur árás á alla Palestínumenn.
Þeir særðu og látnu eru ekki
Hamas-liðar, þetta eru óbreyttir
palestínskir borgarar. Níutíu pró-
sent þeirra látnu eru saklausir
borgarar og tveir þriðju eru konur
og börn.“
Barghouti kallar eftir því að
lýsa þurfi vopnahléi samstundis
og opna landamæri Gasa fyrir Pal-
estínumönnum. Þar að auki segir
Barghouti: „Ísraelar þurfa að láta
af hernámi sínu á Palestínu sem
breyst hefur í kerfi aðskilnaðar
og kynþáttamismununar.“
Til að það gerist segir Bargh outi
að beita þurfi Ísraela þrýstingi.
„Alþjóðasamfélagið þarf að setja
viðskiptaþvinganir á Ísraela líkt
og gert var í Suður-Afríku vegna
aðskilnaðarstefnunnar.“
ingvar@frettabladid.is
Segir Ísraela fremja
þjóðarmorð á Gasa
Mustafa Barghouti, læknir sem hlotið hefur tilnefningu til friðarverðlauna Nóbels,
segir ástandið á Gasa skelfilegt og kallar eftir efnahagsþvingunum gegn Ísrael.
Alþjóða-
samfélagið
þarf að setja
viðskipta-
þvinganir á
Ísraela líkt og
gert var í
Suður-Afríku vegna
aðskilnaðarstefnunnar.
Mustafa Barghouti,
læknir og stjórnmálamaður
MIKIÐ MANNFALL Yfir hundrað palestínskir borgarar og þrettán ísraelskir hermenn féllu á sunnudag, sem er mesta mannfall á
einum degi frá því átökin hófust. NORDICPHOTOS/AFP
ALGJÖR EYÐILEGGING Hverfið
Shejaiya er gjörónýtt eftir sprengjuregn
ísraelska hersins. NORDICPHOTOS/AFP
Benjamín Netanyahu, forseti Ísraels, boðaði áfram-
haldandi hernaðaraðgerðir í gær: „Ekkert stríð er
réttlætanlegra en það sem nú stendur.“ Netanayhu
útilokaði ekki að Ísraelsher hernæmi Gasa líkt og gert
var fram til ársins 2005. Netanyahu sagði einnig að
hverfið Shejaiya, þar sem yfir 60 Palestínumenn féllu,
væri vígi hryðjuverkamanna sem skýldu sér bak við
saklausa borgara.
Netanyahu: Ekkert stríð réttlætanlegra