Fréttablaðið - 21.07.2014, Page 8

Fréttablaðið - 21.07.2014, Page 8
21. júlí 2014 MÁNUDAGUR| FRÉTTIR | 8 HEYRNARSTÖ‹IN Beltone First gengur með iPhone 5s, iPhone 5c, iPhone 5, iPad Air, iPad (4. kynslóð), iPad mini með Retina, iPad mini og iPod touch (5. kynslóð) með iOS eða nýrra stýrikerfi. Apple, iPhone, iPad og iPod touch eru vörumerki sem tilheyra Apple Inc, skráð í Bandaríkjunum og öðrum löndum. NEYTENDUR Hanna Birna Krist- jánsdóttir innanríkisráðherra tjáir sig ekki um innflutning á landbún- aðarafurðum, þrátt fyrir að hún sé ráðherra neytendamála. Aðstoðarmaður hennar sagði í samtali við Fréttablaðið að allt er lýtur að innflutningi landbúnaðar- afurða væri á hendi landbúnaðar- ráðuneytisins. „Þetta er íslensk stjórnsýsla í hnotskurn,“ segir Jóhannes Gunn- arsson, formaður Neytendasam- takanna. Jóhannes segir að sagan sýni að landbúnaðarráðherra líti á það sem sitt helsta hlutverk að vernda íslenskan landbúnað en hafi ekki hagsmuni neytenda að leiðarljósi. „Ég tel að Alþingi ætti að fjalla um hvort það sé eðlilegt að land- búnaðarráðherra fjalli einn um innflutning á landbúnaðarafurð- um,“ segir Jóhannes. Hann tekur sem dæmi innflutn- ing á nautakjöti sem mikill skortur er á í landinu. Landbúnaðarráðherra tekur allar ákvarðanir um innflutning á nautakjöti út frá hagsmunum kúa- bænda. „Ég vildi að ráðherra neytenda- mála hefði eitthvað um þetta að segja þar sem þetta snertir hag neytenda mjög mikið,“ segir Jóhannes. Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ, segir að innflutningur á landbún- aðarafurðum sé klárlega neyt- endamál. „Það eru lög í landinu sem leyfa ekki nema takmarkaðan innflutn- ing á landbúnaðarvörum. Alþingi ákvað hins vegar að leggja til hlið- ar þau ákvæði sem áttu að vernda hagsmuni neytenda,“ segir Gylfi. Hann minnir á að Íslendingar séu samkvæmt GATT-samningn- um skuldbundnir til að flytja inn landbúnaðarafurðir. Stjórnvöld hafi hins vegar ákveðið að nota ekki aðlögunartímabil GATT- samninga til að stuðla að meiri samkeppni heldur til að útfæra samningana með þeim hætti að þeir myndu valda sem minnstri röskun á hag bænda. johanna@frettabladid.is Ákvarðanir út frá hagsmunum bænda Ráðherra neytendamála hefur ekkert með innflutning á landbúnaðarafurðum að gera. Landbúnaðarráðherra er einráður er kemur að innflutningi. Formaður Neytendasamtakanna segir hann taka allar ákvarðanir út frá hagsmunum bænda. AKUREYRI Stofnuð hefur verið sjálfseignarstofnun undir heit- inu Menningarfélag Akureyrar. Í hinu nýja félagi sameinast Leik- félag Akureyrar, Sinfóníuhljóm- sveit Norðurlands og menningar- húsið Hof. Markmið nýs félags er að tryggja samstarf milli þess- ara máttarstólpa í menningarlífi Akureyrar, vinna að því að bæta rekstur félaganna og nýta betur það opinbera fjármagn sem fæst í menningarlíf bæjarins. Sigurður Kristinsson er for- maður félagsins en í stjórn þess sitja einnig fulltrúar leikfélags- ins, menningarhússins og sinfóníu- hljómsveitarinnar. Leikfélag Akureyrar barðist við erfiða fjárhagsstöðu og gat ekki staðið við skuldbindingar sínar á árinu að óbreyttu. Bæjarráð Akureyrarkaupstaðar hljóp undir bagga með félaginu til að tryggja að félagið gæti staðið við sitt en að óbreyttu mun ekki verða sett upp sýning hjá leikfélaginu að hausti. Starfsemi leikfélagsins mun þó fara í eðlilegt horf í janúar á næsta ári. - sa Þrjár menningarstofnanir á Akureyri sameinast: Menningarfélag stofnað á Akureyri SAMEINING Sigurður Kristinsson er formaður nýs félags sem hefur verið stofnað um þrjár sameinaðar menningarstofnanir. AKUREYRI Vilji er til þess hjá heil- brigðisráðherra að taka aftur yfir rekstur heilsugæslunnar á Akureyri ef marka má bréf ráðuneytisins til Akureyrarkaupstaðar. Velferðarráðuneytið hefur, fyrir hönd heilbrigðisráðherra Kristjáns Þórs Júlíussonar, sent Akureyrar- kaupstað bréf þar sem óskað er eftir viðræðum um að flytja rekst- ur heilsugæslunnar í bænum aftur til ríkisins. Akureyrarbær hefur í nokkurn tíma verið tilraunasveit- arfélag um að reka heilsugæslu þar í bæ. Nú er svo komið að fé vantar inn í samninginn til þess að reka heilsugæsluna og hefur hún verið rekin með halla síðustu misseri. Einnig hafa biðlistar eftir heimilis- læknum lengst. Bæjarráð svaraði bréfi ráðuneyt- isins á síðasta fundi og skipaði tvo fulltrúa í samráðshóp. Einnig óskaði bæjarráð eftir fundi við ráðherra vegna málsins. Guðmundur Baldvin Guðmunds- son, formaður bæjarráðs Akureyr- ar, sagði í samtali við Fréttablaðið það vera skýran vilja bæjarins að halda áfram rekstri heilsugæslunn- ar. Þó væri það þannig að það vant- aði fé inn í reksturinn. Guðmundur segir að ekkert sam- ráð hafi verið haft við bæjaryfirvöld áður en þess var óskað að skipa full- trúa í hópinn sem ætlað er að flytja starfsemi heilsugæslunnar. - sa Heilbrigðisráðherra skoðar þann möguleika að færa heilsugæsluna á Akureyri aftur til ríkisins. Vill heilsugæslu Akureyrar aftur til ríkis KRISTJÁN ÞÓR JÚLÍUSSON Telur ástand heilsugæslumála á Akureyri óviðunandi. FRÉTTABLAÐIÐ/KRISTJÁN MENNING Sturluhátíð í Dölum verður haldin um næstu helgi í tilefni þess að átta hundruð ár eru liðin frá fæðingu sagnaritar- ans Sturlu Þórðarsonar. Heiðursgestur hátíðarinnar er Vigdís Finnbogadóttir, fyrrver- andi forseti. Einnig munu Einar K. Guðfinnsson, forseti Alþingis, og Olemic Tomessen, forseti norska stórþingsins, flytja ávörp sem og Einar Kárason rithöfundur og Guðrún Nordal, forstöðumaður stofnunar Árna Magnússonar. Hátíðin verður haldin á sunnu- daginn kemur að Tjarnarlundi í Saurbæ í Dalasýslu. - bá Þétt dagskrá á Sturluhátíð: Fagna 800 ára afmæli Sturlu FLYTUR ERINDI Einar Kárason rit- höfundur hefur oft fjallað um Sturlu í skrifum sínum. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM EFNAHAGSMÁL Íbúðaverð er tekið að lækka, sé miðað við vísitölu íbúðaverðs á höfuðborgarsvæð- inu. Vísitalan hefur nú lækkað tvo mánuði í röð, í fyrsta sinn frá því í desember 2010. Einnig var lækkun vísitölunnar í síðasta mánuði sú mesta frá því í des- ember 2010, eða 0,8 prósent. Þetta kemur fram í Hagsjá Hagfræðideildar Landsbankans. Þar segir að lækkunin undan- farna tvo mánuði sé nær ein- göngu tilkomin vegna lækkana á verði sérbýlis, en sérbýli hefur lækkað í verði um alls 4,3 prósent síðan í apríl. Engu að síður hækk- aði íbúðaverð verulega þegar horft er á fyrri helming ársins í heild sinni. Verðið var 6,8 pró- sentum hærra í lok júní en fyrir ári. -bá Vísitala íbúðaverðs lækkar: Verð á sérbýli á niðurleið REYKJAVÍK Íbúðaverð á höfuðborgar- svæðinu lækkaði um 0,8 prósent í júní. FRÉTTABLAÐIÐ/HAG EINRÁÐUR Landbúnaðarráðherra er einráður um allt það er lýtur að inn- flutningi á landbúnaðarvörum. Sama hvort það varðar hag neytenda eða ekki. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN GYLFI ARN- BJÖRNSSON JÓHANNES GUNNARSSON ➜ Heilsugæslan hefur verið rekin með halla síðustu misseri. EVRÓPUSAMBANDIÐ Dagað hefur uppi í nefnd í Evrópuþinginu til- laga um samræmingu reglna um handfarangur flugfarþega. Frá því er greint á vef Félags íslenskra bifreiðaeigenda (FÍB) að ekki sé útlit fyrir að flugfélögum verði á næstunni gert að samræma reglur sínar um handfarangur. Miklu er sagt muna á reglum flugfélaga um handfarangur, en þau eru sum sögð hafa lagst gegn fyrirhuguðum „endurbótum á rétt- indum flugfarþega“. - óká Handfarangur er alls konar: Samræmdar reglur í nefnd

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.