Fréttablaðið - 21.07.2014, Síða 13

Fréttablaðið - 21.07.2014, Síða 13
ASKA Í FÖSTU FORMI Fransk-þýski hönnunarneminn Geraldine Spilker hefur þróað aðferð til að binda ösku í trjákvoðu. Þannig getur hún búið til muni úr ösku látins fólks sem aðstandendur geta átt. Mikil vitundarvakning hefur orð-ið undanfarin ár meðal Íslend-inga þegar kemur að ræktun kryddjurta og matjurta í heimahúsum. Þótt komið sé fram í miðjan júlí er ekki of seint að gróðursetja forræktaðar kryddplöntur og matjurtir enda duga þær margar hverjar langt fram á haust eða þar til frostið skellur á. Guðmund- ur Vernharðsson garðyrkjufræðingur segir fjölbreytni hafa aukist sérstaklega mikið í kryddjurtum enda séu lands- menn áhugasamari um matargerð en áður. „Mér finnst matreiðslumenningin hafa tekið mikið stökk fram á við með tilkomu netsins og matreiðsluþátta í sjónvarpi. Margir sækja sér alls kyns uppskriftir þangað og þurfa fyrir vikið oft nýjar kryddjurtir sem hvetur marga til að hefja ræktun á nýjum tegundum.“ Það er orðið of seint að sögn Guð- mundar að gróðursetja ýmsar tegundir káls en hins vegar er ekki of seint að gróðursetja forræktaðar salattegundir þótt úrvalið í gróðurstöðvum lands- ins sé minna nú en í vor. „Fólk er farið að rækta fjölbreyttari flóru en áður. Nýjar kryddjurtir eru orðnar vinsælar og margar salattegundir eru í boði sem hægt er að rækta án mikillar fyrir- hafnar. Íslendingar hafa líka vanist því undanfarin ár að hafa ferskt salat í verslunum og vilja því eðlilega prófa sig áfram sjálfir yfir sumartímann. Svo getur ræktun sparað pening, ekki síst þegar kemur að kryddjurtum.“ Ef matjurtir og kryddplöntur eru ræktaðar í kerum er mikilvægt að nota nógu stór ker að sögn Guðmundar. „Svo bendi ég fólki alltaf á tvö mikil- væg atriði. Annað er að fólk velji þær kryddjurtir og matjurtir sem því þykja góðar og kunni að nýta til matargerðar. Hitt er að huga að staðsetningu þeirra því miklu skiptir hafa kryddið og mat- jurtirnar í seilingarfjarlægð. Annars er hætt við því að þær séu ekki not- aðar og því til lítils að leggja út í slíka ræktun. Svalir og pallur eru til dæmis góður staður.“ HRESST UPP Á MATARGERÐINA HEIMARÆKTUN Það er alls ekki of seint að gróðursetja forræktaðar krydd- plöntur og matjurtir. Margar þeirra lifa langt fram á haust. INNIPÚKI Basilíka er ein þeirra krydd- jurta sem þarf að rækta innandyra. MYND/VALLI FJÖLBREYTNI „Nýjar kryddjurtir eru orðnar vinsælar og margar salatteg- undir eru í boði,“ segir Guðmundur Vernharðsson garðyrkjufræðingur. MYND/VALLI

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.